Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 26
2 90
fíezt er að láta hvern nemanda setja fram í eigin oröum kjarna
hverrar lexíu. ÞaS, sem hér kemr, er sýnishorn:
Lexía 6. Okt.: Jesús sýndr sem maSr bœnarinnar, hafandi vald
yfir öflum hinnar ytri náttúru og mátt til aS lækna allskonar sjúk-
dóma.
Lexía 13. Okt.: Jesús sýndr sem talsmaðr guðs orðs.
Lexía 20. Okt.: Jesús sýndr sem sigrvegari illra anda, læknir
mannlegra meina og örugg hjálp í nauSutn.
Lexía 27. Okt.: Jesús sýndr sem almáttugr guS-maSr, er getr
skapaS ekki síðr en læknað.
Lexía 3. Nóv.: Jesús sýndr sem „harmkvæla-maSr og kunnugr
þjáningum“, þolandi hatr óvina og skilningsleysi vina, en samt sem
áSr líknandi hverjum, sem leitar ásjár hjá honurn.
Lexía 10. Nóv.: SkaSsemi vínnautnar. Bindindis-lexía, tekin úr
gamla testamentinu.
Lexía 17. Nóv.: Jesús sýndr sem Kristr, sonr hins lifanda guðs.
Lexía 24.. Nóv.: Jesús sýndr sem guðs son, hafinn yfir lögmáliS
og spámennina.
Lexía 1. Dcs.: Jesús sýndr sem sigrvegari djöfla-heimsins.
Lxía 8. Des.: Jesús sýndr sem vinr og verndari barnanna.
Lexía /5. Des.: Jesús sýnir oss, hvernig hann vill að vér lærum
aS fyrirgefa.
Lexía 22. Dcs.: Jesús sýndr sem barn i jötu, en þó konungr him-
insins: „guS með oss.“
BEN HÚR.
» FIMMTI KAPÍTULI Jsjöttu bókar.J ®
Trúmennska Ömru.
Þeir, sem á vorri tíS eru á ferS í landinu helga og vilja
sjá staðinn fræga, er ber hiS fagra nafn KonungsgarSrinn,
leggja vanalega leið sína niðr-eftir farveg Kedron-lœkjar
eSa Gihon- og Hinnoms-dal-bugðunni þartil komið er að hin-
um gamla brunni En-Rógel. Þar taka þeir sér svaladrykk
af hinu sœta lifanda vatni og nema staðar, því þaS, sem
mönnum er mest forvitni á aS sjá í þeirri átt, hættir þar.
Komumenn virða fyrir sér steinana stóru, sem mynda brunn-
umgjörðina, spyrja um dýpt brunnsins, kíma að aðferSinni
einfaldlegu, sem viS er höfð til að ná hinu freySanda vatni
upp-úr brunninum, og kenna meir eða minna í brjósti um
mannræfilinn tötur-klædda, sem hefir þar umsjón. Þá
litast þeir um og verða óSar hrifnir af útsýninu til fjallanna
^ Móría og Síons, sem bæði hallast þangaS frá norSri. Móría Æ