Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1912, Blaðsíða 15
279 lega varð við tilmælum kirkjuþings um að taka að sér fjár- söfnun til stuðnings tróboði kirkjufélagsins. Fórum við fyrst til Þingvalla-nýlendu, rétt fyrir vestan takmörk Manitoba-fylkis. Ferðuðumst við lieila nótt á járnbraut, en að morgni komum við til bœjarins Bredenbury og var þar fyrir séra Guttormr Guttormsson að taka á-móti okkr og flytja okkr norðr í íslenzku byggðina. 1 nýlendu þess- arri eru tveir söfnuðir, Þingvalla-nýlendu-söfnuðr og Konkordía-söfnuðr, og þriðji söfnuðr, ísafoldar-söfnuðr, er þar fyrir sunnan í Qu ’Appelle-dalnum. Til samans mynda söfnuðir þessir prestakall, og tók séra Guttorrnr þar við ]>jónustu síðastliðið sumar. 1 Isafoldar-söfnuð gat eg ekki komið, en fundi átti eg með fólki í hinum söfn- uðunum hvorumtveggja. Annríki var mikið í byggðinni um þessar mundir vegna þreskingar, og fundirnir urðu að vera á virkum dögum. Kom þó margt fólk saman. 1 Þingvalla-nýlendu-söfnuði var fundrinn eftir hádegi 16. Okt.; fór liann vel fram og voru þar rœdd ýms starfsmál kirkjufélags vors. Um kvöldið kom safnaðarfólkið sam- an á heimili hr. Jóhannesar Einarssonar og hafði þar sameiginlegt borðhald og skemmti sér eftir það við sam- rœður lengi. 18. s. m. var fundrinn í Konkordía-söfnuði; stóð liann lengi og voru þar fjörugar og góðar samrœður um kirkjuleg mál. Á eftir komu menn saman á heimili hr. Eiríks Bjarnasonar. Var þar fjölmenni mikið og neyttu allir máltíðar. Þar eftir voru rœðuhöld; skemmtu menn sér svo við söng og samrœður fram-yfir miðnætti. — í byggðir þessar Iiefi eg nokkrum sinnum áðr komið; kom þar í fyrsta sinn nokkrum dögum eftir ]>að er eg hafði verið prestvígðr 1893 og vann þar fyrstu prestsverk mín. Ávallt síðan hefi eg átt sérlegu ástríki að fagna hjá því góða fólki. Og mikil ánœgja er mér að vita söfnuðina þar í svo blómlegu ástandi, enda njóta þeir góðrar þjónustu hjá séra Guttormi og hafa áðr haft ötulan prest — þótt lengi biði þeir prestlausir. Úr Þingvalla-nýlendu héldum við félagar vestr til Vatnabyggðanna miklu í Saskatchewan. Þar er sem kunnugt er einliver stœrsta nýlenda Islendinga hér í landi. Þar má lieita óslitin byggð íslendinga á 50 mílna löngu svæði. Liggr járnbraut eftir endilangri byggðinni,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.