Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 3
17Zifcýáina^SffcU^ / Þau eru sjálfsagt ekki mörg blöóin á landinu sem eru eins háö veðri og vindum og Litli-Bergþór, þaö sannaöist best nú í vor. 1 upphafi settum viö okkur það mark aó fyrsta tölublaö ársins kæmi út um miójan febrúar , annað um miöjan maí og þaö síóasta í lok október. Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekiö eftir, hefur þetta oft á txðum alls ekki gengió eftir, þó alltaf hafi þau komiö út þrjú á ári. Enda fór þaó svc um þetta blaó aö útkoman dróst von úr viti og auóvitaó fannst sökudólgurinn eftir litla leit. Þaö er nefnilega ekki á hverju vori, sem sólin og góða veðrið hefur kætt okkur svo mjög eins og nú i maí og júni. En þar sem ég veit aö sumum finnst þetta harla létt- væg afsökun, skal ég fúslega taka á mig afganginn, þar sem ég veit manna best aó þetta var mestmegnis venju- legur íslenskur trassaskapur. En svona ykkur að segja þá var ég líka meó hugann viö annað en aö glápa á góöa veörið. 1 fæöingu var ein af þessum hefóbundnu röflgreinum mínum um þaó sem miöur fer í sveitalifinu. NÚ bar svo viö aó flest þau vopn, sem safnast höföu upp i hendur mér voru slegin burtu, umhverfismál voru tekin fyrir, plantaö út trjám, slit- lag sett á vegi (og slitlagi lofaö sbr. Johnsensbraut) og vegir meira aö segja heflaöir, ja, allavega einu sinni. HÚn fór þvi fyrir litiö, myndin sem ég tók aö þvi er ég hélt, af sióasta vegheflinum sióla vetrar og átti aö birtast til kynningar á þeim fyrirbærum fyrir yngri kynslóö- ina. Þeir gömlu góöu sióir aó flagga og jafnvel baka pönnukökur á slikum hátióisdögum eru þvi i stórhættu, ef þeir sjást orðið oftar en einu sinni á ár i. NÚ höfum viö sem sagt verið sólar megin i lifinu og óþarfi að gera sér rellu út af nokkrum smáatriöum. Á siöasta aðalfundi uröu nokkur um- skipti i nefndinni, Páll Skúlason, Jóhanna Róbertsdóttir og Oddný Jósefsdóttir létu af störfum og i hópinn bættust Arnór Karlsson, Jón Þór Þórólfsson og Þorfinnur ÞÓrarins- son. Sá siðastnefndi er reyndar gamall refur i þessum málum, iöulega hlaupið i skaröió ef þurft hefur. Um leið og ég þakka þeim kærlega fyrir samstarfiö, sem hætta, býö ég hina velkomna og veit að blaöiö á eftir aó njóta góös af þeirra kröftum. Einnig þakka ég Guðriói Guómunds- dóttur hennar störf sem útlitshönn- ■ uöur blaðsins undanfarin misseri. Ef. einhver áhugasamur lesandi um útlitsmál les þessar linur og hefur áhuga á aó leggja okkur liö, mætti sá hinn sami gjarnan hafa samband, þar sem Guóriöur er á förum. Njótiö vel. Ai4gtysí*ttf Reykholtslaug VETRARTÍMI: september — maí OPIÐ: mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 14.00 til 16.00 KVÖLDTÍMAR: þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20.30 til 22.00 Reykholtslaug Biskupstungum «(99) 6807 SUNDLAUG, HEITUR POTTUR, GUFUBAÐ OG LJÓSLAMPI Reykholtslaug SUMARTÍMI: júní — julí — ágúst Opið alla daga frá kl. 14.00 til 18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 OPNAÐ FYRIR HÓPA UTAN OPNUNARTÍMA

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.