Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 27
26 tiðinda. Viö komum að Þyrli á Hval- fjaróarströnd og fengum þar mikið og gott aö borða, bæði menn og hestar og ekkert fengum við að greiða fyrir. Við stoppuðum talsvert, bæði til þess að láta hestana éta silgræna tööuna og svo að biða eftir fjöru meö það fyrir augum aó stytta okkur leió fyrir fjöróinn. En ekki var þaö hættulaust, þvi ég fór að krækja fyrir klapparnef sem gekk út i sjóinn og lenti i sjó og sandbleytu á hrokasundi. Þetta fór allt vei við urðum bara dálitiö blautir. Við gistum næstu nótt á Hitarnesi i Kjós og var það nú siöasta nóttin sem við gistum áður en við komum til Reykjavikur. Vorum viö þá búnir að vera i 7 daga frá Hólum. Ég hitti strax Tungnamenn sem voru i lokaferð i Reykjavik og hitti ég þar strax Ingvar Eiriks- son frá Miklaholti, þá bónda i Múla og talaðist okkur þannig til aó ég lánaði honum hest og hann riói meö mér lausriðandi austur i Tungur. Ég var tvær nætur i Reykja- vik og hélt til hjá Ámunda Árnasyni og Stefaniu frænku minni. Þar var hesthús fyrir ferðamenn svo ég gat haft hestana inni og einhvers- staðar náói ég i hey handa þeim. Ég var dag um kyrrt i Reykjavik og á öðrum degi lögðum við upp úr Reykjavik og þá upp á Kolviöarhól og vöktum upp og gistum þar. Morguninn eftir lögóum við strax af stað, þegar viö vorum búnir að drekka kaffið sem okkur var fært i rúmið og einhverja spiralögg átti ég út i kaffiö. Svo drifum við okkur af stað og héldum áfram meó smá stoppum upp i Tungur. Þangaó komum við seinnipart nætur i sann- kallaóri vorbliöu og var þessi ferð úr Reykjavik mjög skemmtileg, þvi Ingvar var framúrskarandi skemmti- legur ferðafélagi. Ég var nú kominn i Kjarnholt og Vilmundur bróðir þá tekinn vió búi. Ég varð mér út um hey og gaf hest- unum vel i hálfan mánuð, þvi þeir voru orðnir ansi mjóslegnir en tóku sig fljótt, og svo seldi ég þá alla. Ég var ekki hestlaus fyrir þvi, ég átti tvo hesta vel fóðraða hér syðra. Ég átti alltaf nokkrar kindur heima i Kjarnholtum og hafði ég^nú áhuga á að auka við þaó og fá mér jarðnæói. Brúin var þá i eyði og fékk ég hana til nytja en hélt þó alltaf til r Kjarnholtum meö aöstoð móður minnar. Ég keypti á annaó hundrað fjár, allt i skuld. Heyjaói mikið um sumarió með kaupakonu, féð hafði ég á Brú og gengdi þvi fram að góu, en fór þá til sjós á áraskipi suóur meö sjó en Kjóastaðamenn tóku að sér hirðu á fénu fyrir mig. Nú fór það svo að ég gat ekki fengið jöróina Brú lengur þetta ár, móðir min átti þá jörðina Haukadalskot, öðru nafni Tortu sem var kot i túnjaðri Hauka- dals. Ég fékk nú þetta kot til nytja og heyjaði þar og einnig heima i Kjarnholtum fékk ég slægjur. Ég hafði féó á tveimur stöóum um veturinn og fékk hirðu á þvi eftir nýár, þvi fór ég til Vestmannaeyja á mótorbát á vertið og hafði þá i kaup og premiu á aflann 505 krónur. Það þætti ekki mikió nú. Þetta var 1927 og þótti all gott þá. Ég fór nú heim að sinna sauðburói um miðjan mái og hafði ég ærnar i mýrlendi sem heitir Almenn- ingur sem liggur milli Tungufljóts og Almenningsár og tilheyrir allri Hauka- dalstorfunni. Þaó var gott aó ýmsu leyti fyrir mig að hafa ærnar þarna þvi þær komust ekkert á flæking þar sem girt var fyrir ofan milli vatna, en ég varð að kaupa ær hingað og þangað að sitt úr hvorri áttinni. NÚ vantaði mig að byggja fjárhús og byggöi ég þvi 100 kinda hús á vestur- bakka Tungufljóts og beint á móti Kjarnholtum. Stutt var á milli en fljótið var mikill farartálmi. Ýmist óð ég yfir eóa fór á hesti fyrstu 2 árin svo fékk ég mér bát 1929 og fór yfir á honum meðan ég notaði húsið eða til ársins 1935. Vilmundur bróðir var alltaf heilsu- litill og ekki fær um aó búa, það gekk allt úr sér bæói hús og fénaður og hann var fluttur á sjúkrahús og þar með varð hann að hætta búskap. Var hann lengi á spitala, en þegar hann losnaði af honum fluttist hann á Krók í Garðahverfi sem var litió grasbýli. Móðir okkar fluttist meó þeim að Króki þeim til aðstoðar og hugsa um börnin, svo Þorbjörg gæti stundað fiskvinnu. Ég var nú búinn að taka á leigu nokkurn hluta af jörðinni og búinn aó byggja hundraö kinda hús i Stekkjartúni. NÚ tók ág alla jörðina er Vilmundur var burt fluttur sem mun hafa verió 1934. ílú voru öll hús fallin og ég varð að hefjast handa við að byggja yfir fénaðinn. Ég var búinn að byggja ibúð að nokkru leyti 1929, baóstofuherbergi ueó kjallara undir. Svo reif ég gamlan timburkofa sem mikió var i af góðu timbri og lét byggja framhús, sem var eldhús og stofa með lofti yfir svo þetta var nú eftir þvi sem þá gerðist all góóur húsakostur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.