Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 7
I 1 byrjun október s.l. komu saman nokkrar mæöur barna undir grunn- skólaaldri. Tilefnió var aö litlu börnin voru búin aó missa fjörió sem tengist sumrinu, aökomukrakkar farnir og nú voru þau gjarnan ein án félaga og hreinlega leiddist heima. Ákveöið var aó reyna aö stofna leikskóla og þegar sú ákvöróun haföi verið tekin þá var ekki aö sökum aö spyrja aó hjólin snerust hratt. Allir sem áttu börn á aldrinum 2ja til 6 ára fengu bréf og var boðió þátttaka i leikskólanum. Reykholt þótti heppilegasta staðsetningin á leikskólanum, en þar fékkst því mióur ekkert hentugt húsnæöi. Fyrir1iggjandi var mjög hentugt húsnæöi í sumarbúóum Skál- holts, enda er þar góö salernisaö- staöa og þægileg forstofa um leió og húsiö sjálft er rúmt og bjart. Við máttum nýta allt húsió sem geröi okkur létt fyrir aö skipta börnunum stundum upp í litla hópa og gera þá þaö fyrir hvern hóp sem hentaói hverju sinni. Okkur haföi veriö spáó erfiöleikum vegna ófæróar, en veðurguóirnir voru okkur hliöhollir og ég minnist þess ekki aó snjóþyngsli hafi truflað starfió. Leikskólinn byrjaöi í lok október og honum lauk um miöjan maímánuö. Hann starfaói 3svar í viku frá kl. 1 e.h. til kl. 5 e.h. Foreldrar skiptust á aö aka börnum sínum og fjöldi barna var minnst 16 en mest 18 og komu þau öll úr Reykholts- hverfi, Laugaráshverfi og bæjunum Felli, Brautarhól, Torfastöóum og Hrosshaga. Hreppurinn styrkti starf þetta um 15000 kr. á mánuói aö beióni okkar og sýndu þessu máli alltaf velvilja og erum vió þakklát fyrir þaó.^ Heilmikil umræöa hefur átt sér staó í röóum foreldra um framtíó leikskólans og erum viö sem aó honum standa núna, sannfærö um aö hann á rétt á sér og er mjög þarfur Smávaxið Tungnafólk aö koma úr fjöruferð á vegum leikskólans. bæói fyrir börn og foreldra. Vió teljum 1ika aö leikskólinn eigi aö vera staósettur í Reykholti. Þar er ekkert hentugt húsnæöi til fyrir þessa starfsemi og þar sem rikið styrkir helming stofnkostnaöar á leikskóla þ.e. byggingu eóa kaup á húsi aö vió- bættum húsbúnaói, þá höfum viö lagt þaö til viö hreppsnefnd aö byggóur veröi leikskóli i Reykholti og leysti þannig i eitt skipti fyrir öll hús- næöisvanda leikskólans. Engin viöbrögó hafa komiö frá hreppsnefnd enn um þessa tillögu, en viö teljum aö þaó þurfi aö veróa sem fyrst svo möguleiki sé á aö koma mál- inu inn i frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár. Foreldrafélag leikskólans ætlar að funda 16.ágúst n.k. og byrjar þá aó undirbúa starf næsta vetrar. öllum foreldrum er boóin þátttaka fyrir sig og börn sin á aldrinum 2ja til 6 ára. Drifa Kristjánsdóttir formaóur foreldrafélags.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.