Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 17
16 villt. Hvannstóö eru ekki mikil í ná- grenni Skálholts, en biskupsstól1inn átti viöa ítök í jöróum, jafnvel í fjarlægum héruóum og gæti því hafa átt aðgang að hvönn þótt ekki hafi hún verið ræktuð. Einnig kann hvönn þá að hafa veriö verslunarvara. 1 uppsveitum Árnessýslu var kornrækt vísast aldrei mikil, a.m.k. er hennar örsjaldan getið. Sé mió tekið af frjórannsóknum var kornrækt stunduð í Skálholti frá landnámsöld, sem fyrr segir, þar til um 1400. Þá leggst hún að mestu nióur um alllangt skeið, en annað kornræktartimabi1 hefst i Skálholti á sióari hluta 17. aldar. Kemur það heim við vitneskju manna um kornrækt annars staóar á íslandi. Byggrækt var þó stunduð litilsháttar á Suðurlandi fram yfir aldamótin 1600. ffitla má að samfara hnignun kornræktar hafi garðrækt að sama skapi dregist saman. Er þá komið aö öðru timabili garö- yrkju i Skálholti, en upphaf þess má rekja til ræktunarstarfa Gisla Magnús- sonar (Visa-Gisla). Gisli Magnússon sýslumaður (f. 1621 , d.1696) var einn læröasti maður sinnar tiðar og viöförull. Hann dvald- ist allmörg ár við nám i Kaupmanna- höfn, Hollandi og Englandi og kynnti sér þar garóyrkju. Hann gerðist mikill áhugamaður um garórækt og stundaði m.a. miklar ræktunartil- raunir á Hliðarenda i Fljótshlið, en það bjó hann lengi sem sýslumaður i Rangárþingi. Gisli dvaldist i Skálholti siðustu æviárin hjá dóttur sinni og tengda- syni, ÞÓrði Þorlákssyni biskupi. Er hann fluttist til Skálholts lét hann gera sér matjurtagarö og hélt þar áfram aó stunda iþrótt sina. Meðal matjurta sem Gisli ræktaði eða geröi tilraunir með i Skálholti voru hvitkál, grænkál, rófur, gul- rætur, bygg og rúgur auk kúmens, sem Gisli haföi sérstakt yndi af. Má enn i dag sjá gróskumikið kúmenstóð á garóstæói Gisla i Skálholti, tæpum þrjú hundruó árum eftir hans dag. Áhrif ræktunarstarfa Gisla Magnús- sonar voru langlif i Skálholti. Jón Vidalin, eftirmaður ÞÓrðar Þorláks- sonar var mikill framfaramaöur og byggöi m.a. Skálholtsstað upp, sem þá var i slæmu ástandi. Biskup hélt áfram ræktunarstörfum Visa-Gisla og mun m.a.s. sjálfur hafa sáö bæði rúgi og byggi. í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (ritaó um 1754) segir um ræktun i Skálholti m.a.: "í Skálholti hefur kál veriö rækfað að minnsta kosti i 70 ár, þegar örfá ár eru frá talin, sem hún féll niður og enn er kályrkja stunduð þar." Samkvæmt þvi hefur garðyrkja verió stunduó samfleytt allan fyrri hluta 18. aldar. Um garðrækt á Skálholtsstað er að finna vitneskju i Árbók Fornleifa- félagsins áriö 1894. Þar er lýst húsaskipan á tima Finns biskups Jónssonar. Lýsingin er höfð eftir óljúgfróöum Laugarásbúa, Jóni Jóns- syni, sem fæddist skömmu fyrir 1750. Þar segir m.a.: "Austur frá þeim (þ.e. skólahúsunum) var "aldingaröur" er lá i brekkuhalla upp aó kirkju- garóinum. Þar voru ræktaðar ýmsar jurtir og hefur kúmen vaxið þar sióan." Ljóst er þvi að garóur Visa-Gisla hefur verið notaður áfram i nærfellt eina öld og jafnvel lengur. Sióan var matjurtagaróurinn færður niður á flötina austan bæjarhúsanna gömlu, þar sem enn er garóur. Um trjárækt i Skálholti á fyrri tið hef ég aðeins séð getið á einum stað. í ferðabók Eggerts og Bjarna segir svo: "Á sióastliðinni öld (17. öld) var stórt tré i Skálholti, sem hafði verið gróðursett þar. Einnig voru þá mörg tré, sem einnig höfóu verið gróóursett á Möðruvöllum i Eyjafirði."

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.