Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 18
17 Hér mun vera komin fyrsta vitneskja um trjárækt á Islandi. Ekki er vitaó hverjir eiga heiöur af gróöursetning- unni, en hugsast má aö Gísli Magnús- son eigi þar einhvern hlut aó máli. Gísli bjó í Eyjafirói til ársins 1632 og frá 1646-1649, og síöan í Skálholti sem fyrr getur. Um miöja 18. öld var garörækt enn bundin viö fáa staði, einkum bústaói embættismanna. Þó sýndi konungsvaldió talsverða viöleitni til aö auka garö- rækt, einkum eftir aó kartöflurækt hófst hér. Var grænmetisfræi dreift ókeypis til bænda og þeim jafnvel gert skylt aó hlaöa sér garóa og rækta kál, rófur og kartöflur, aö viólögóum sektum. Er svo var komió virtist hafa skap- ast grundvöllur fyrir nýrri búgrein á Islandi, garöyrkju. Stjórnvöld sýndu málinu áhuga og í landinu beittu áhrifamiklir menn sér fyrir því, m.a. Magnús Stephensen landfógeti og Björn Halldórsson prófastur i Sauölauksdal. Svo fór þó ekki. Yfir landió gekk mikið áfallatímabil á siðari hluta 18. aldar sem náöi hámarki meö Skaftár- eldum 1783 og landskjálftum á Suóur- landi 1784. Þessum harðindum fylgdi hallæri og farsóttir sem kunnugt er. Eftir landskjálftana var Skálholts- staóur nánast i rúst, og áriö 1785 var ákveðið aó flytja biskupssetrió til Reykjavikur. Byggö mun þó ekki hafa lagst af i Skálholti nema e.t.v. um skamman tima. Á 19. öld fara sögur af heimilis- garórækt i Skálholti. Þá var oróió algengt aö garöholur væru viö bæi þar sem ræktaðar voru kartöflur, rófur o.fl. til búdrýginda. Sióan hefur garörækt veriö stunduó nær óslitiö á Skálholtsstaö, fyrst og fremst til heimanota sem ætið áður. Eins og sjá má af þessu yfirliti nær garöyrkjusaga Skálholtsstaðar yfir nær 1000 ár þótt ekki sé hún samfelld allan þann tima. 1 fyrstu hefur ræktunarkunnátta veriö afar takmörkuö og gekk vafalaust á ýmsu um ræktun og val tegunda. Nokkrar tegundir sýndu þó fullnægjandi vöxt og þroska, t.d. bygg og var þeirri ræktun haldið áfram. Um ástæóur þess aó byggrækt og annarri ræktun fór hnignandi viö upp- haf 15. aldar er ekki vitaó. Svarti- dauöi (um 1400) á þó örugglega sinn þátt i þvi. Á 15. 16. og fram eftir 17. öld, hefur ekki verið ræktun i Skálholti svo nokkru nemi, ef marka má heim- ildir eöa öllu heldur heimildaleysi. Á 15. öld var þó "laukagaróur" á biskupssetrinu á Hólum, svo garörækt var ekki allsendis ókunn Skálholts- biskupum á þeim tima. Gisli Magnúson tekur siöan til viö ræktunarstörf undir lok 17. aldar, og siðan þá hefur garörækt verió stunduö nokkuó samfellt á Skálholtsstaö. Viö samantekt þessa studdist ég vió ýmsar greinar og rit, sum ótæpilega. Þau helstu eru þessi: Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson (1772) Feröabók. Þýö. Steindór Steindórsson 1942. örn og Örlygur RVK. Þorleifur Einarsson (1962): Vitnis- buróur frjógreiningar um gróöur veóur- far og loftslag á íslandi,- Timaritið Saga RVK. Sturla Friöriksson (1982): Lin- akrar á Bergþórshvoli: Eldur er i noröri, Sögufélag, RVK. Guórún P. Helgadóttir (1981):"Lauka- garór'h I speculum Norroenum, Odense University Press, Odense. Hannes Finnsson (1796): Mannfækkun af hallærum AB, RVK 1970.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.