Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 24
23
gerðist ekkert sem i frásögu er
færandi nema ef það var aó Þorleifur
Bergsson Svarfdælingur varö heit-
bundinn systur minni, Dórótheu og
bjuggu þau í áratugi að Hofsá í Svarf-
aóardal.
Þá er nú slætti lokió og komið að
fjallferð. Hef ég sagt frá fjall-
ferðum áður sem vísast til. Eins og
á undanförnum haustum fór ég að
Seyðisá og Þorleifur fylgdist með
fjallmönnum norður. Ég hagaði mér
eins og venjulega, smalaöi, réttaöi
og dró í sundur með Húnvetningum,
rak svo suður til rétta með mínum
mönnum og var þar í réttum. Svo var
ákveðið aó ég færi ríðandi norður Kjöl
eftir 2 daga, en ég hafði enga sam-
fylgd en ákveöið var að ég yrði Hún-
vetningum sem voru í göngum, samferða
í Kúluver þar sem var leitarmanna
skáli. Nú var þaó ákveðið aö Vil-
mundur bróðir minn fylgdi mér inn í
Kjalfellsver, þar var lítill og léleg-
ur leitarmannakofi sem viö ætluðum okkur
að gista i og þar með aó skilja, þaö
er að segja hann færi suður en ég
norður yfir til móts viö HÚnvetninga.
Þetta fór nú á annan veg sem skal
greina.
Viö fórum að heiman laugardaginn
næsta eftir réttir og þá inn í
Fremstaver, gistum þar í leitarmanna-
kofa. Þaðan lögðum vió upp í birt-
ingu, en þegar við komum aö Hvítá, var
fariö að kafsnjóa, fyrst í logni en
síðan fór aö heröa vind og þegar vió
vorum komnir inn á Svartártorfur, var
kominn moldöskubylur af noróri með
allmiklu frosti. Við héldum okkur
með Svartá inn að Gránunesrétt. Veóur
fór harðnandi og stóð á móti okkur inn
aó Kjalfelli, en þangaö urðum við að
fara ef ske kynni aó við finndum kofa-
hræsið. Vió vorum nú orðnir vonlitlir
með að okkur tækist. þaó fyrir myrkur
þar sem vió sáum ekki út úr augunum.
En vió áttum ekki aö verða úti því
á kofann rákumst viö og ég er alveg
sannfæróur um að þaó var hulinn
verndarvættur sem því stjórnaöi. Við
vorum með 5 hesta en kofinn var svo
lítill að erfitt var aó koma þeim inn
e'n þaó tókst meö þvi aó ýta tveimur
afturábak og þarna stóðum vió hjá
hestunum þvi við höfðum ekkert pláss
til aó leggja okkur. Upp úr hádegi
fór veðrið aö ganga niöur, þá skreidd-
ist ég upp i ölduna á Kjalfelli til
aö sjá inn yfir Kjaihraun, og sá ég þá
aö ekki myndi vera viólit aó fara með
hesta noröur yfir og þvi var ekki um
diinað aó gera hjá mér en að hætta vió
noröu-rferó og vió bræóur færum saman
suður.
Það var viöa vonsku færð, allir
slakkar og skuróir fullir af snjó,en
þaö batnaði bæói veður og færö þegar
viö komum suður fyrir Buga. Vió vorum
með 2 sérstaklega duglega hesta og kom
það sér nú vel. Ekki var Hvitá árenni-
leg þegar við komum þangað þvi mikiö
var i henni en einhvern veginn sulluó-
umst vió yfir slysalaust. Viö fórum
fyrir austan Bláfell og feröin gekk
seint þvi viö uróum oft að fara af
baki og ganga vegna ófærðar og láta
hestana gripa i jörð þar sem hagar
voru. Veður var gott_eftir að viö
komum suöur yfir Hvitá, en hvergi
gátum viö lagt okkur til svefns, þvi
hestarnir voru svo órólegir, ólmir
að komast til byggóa. Seinnipart
þriðjudags komum vió aö Kjarnholtum
og vorum vió þá ákaflega þreyttir og
syfjaöir þvi viö höfðum ekkert sofiö
frá þvi á sunnudagsnótt i Fremsta-
ver i.
Þá fór ég aó hugsa um þaó mál,
hvernig ég ætti aó láta vita aó ég_
væri lifandi þvi ég þóttist vita aö
fariö yrði aó leita min þar sem ég
kom ekki til móts við Húnvetninga
eins og ráó var fyrir gert. Simi
var ekki kominn i sveitina og styst
var i sima aö Borg i Grímsnesi og
þangað fór ég riðandi á miövikudag
og talaöi viö Pál skólastjóra á
Hólum og Húnvetninga og gladdi þaö
mannskapinn að heyra i mér þvi þaó
var farið að gera ráðstafanir til
leitar að mér. Ekki var ég búinn
að slá þvi frá mér að komast norður.
Páll skólastjóri benti mér á aö um
skipsferð gæti veriö aö ræóa norður
fyrir land áöur en langt um liði.
Ég fór aö kynna mér þaö og reyndist
það svo aó Esja færi úr Reykjavik
noróur eftir hálfan mánuó.
NÚ var haustferð og sláturtið
framundan og þá var allt sláturfé
rekiö til Reykjavikur og slátrað hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Skúlagötu,
tók sá rekstur 5 daga. Ég sló nú til
og rak suður meö Vilmundi bróður
minum sem nú var tekinn við búskap
móöur okkar. Þetta voru erfiöar
feröir, labbandi með nestisbita i
tösku á baki, en seinna var nú farió
að reka á hestum. Þegar lokið var
slátrun fjárins fór ég aó athuga um
ferðir Esju og var það nú ákveóið að
ég færi með henni noröur á Sauðárkrók
en þaö dróst i nokkra daga aö hún legói
úr höfn svo ég var nokkra daga i
Reykjavik og hélt ég til hjá þeim
hjónum Ámunda Árnasyni kaupmanni
og Stefaniu Gisladóttur frændkonu
minni. Ég var nú meö mikla peninga