Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 16
heimaræktuðu byggi, kryddað með
villtum vallhumli eða jafnvel malurt
úr urtagörðum staóarins.
Malurtafrjókorn koma fyrir á stöku
staö í mýrasniðinu frá Skálholti,
allt frá 10. öld fram á hina 18.
Malurtin vex nú hvergi villt á ís-
landi, en athyglisvert er aó sumarið
1797 fann Sveinn Pálsson læknir og
náttúrufræðingur malurt i Skálholts-
landi og er þaö eini þekkti fundur
hennar hér á landi. "Á hól, sem
kallast Bolahaus, fann ég heilan
topp af Artemisia vulgaris-malurt.
Var hún ekki ennþá blómguð, en samt
allhávaxin. Geri ég ráð fyrir aó
þarna hafi fyrrum verió hús, ef til
vill einsetumannakofi í katólskum siö
og hafi jurt þessi verið gróöursett
þar til skrauts eóa sáð til hennar
fræi. Vera má og að hún hafi lent
þarna fyrir einbera tilviljun, enda
héldu forfeöur vorir hana til margra
hluta nytsamlega, meira aó segja í
galdralist". Þannig lýsir Sveinn
malurtinni í Ferðabók sinni. Vel má
hugsa sér að jurt þessi sé vitnis-
burður um ræktun malurtar á Skál-
holtsstaö fyrrum.
Lín, eöa hör var ræktað i Skálholti
um 1100 ef mið er tekið af stöku lín-
frjói sem kom fram rétt undir ösku-
dreifinni frá Heklugosinu 1104. Ekki
er ólíklegt aó svo hafi verið.
Nokkur örnefni á íslandi benda til
linræktar, t.d. Linakradalur á Berg-
þórshvoli, Rang. Á siðastnefnda
staönum má enn sjá móta fyrir fornum
garðhleóslum. Sturla Frióriksson
erfóafræöingur hefur leitt aó þvi
sterk rök aó þar hafi verió stunduó
linrækt i fornöld. Úr lini var
unninn þráður sem var notaður i fin-
geröan vefnað, til dæmis i nær-
fatnaö, dúka og messuklæói. í Njálu
er þess getið að Höskuldur Njálsson
hafi notað linhúfu. "Hún (þ.e.
Hróðný, móðir Höskuldar) tók þá lin-
húfu úr pússi sinu, alblóðuga alla
og raufótta og mælti: Þessa húfu
hafói Höskuldur á höfði sér, þá er
þeir vógu hann..."
Einnig voru gerð veiðarfæri úr lin-
bandi
Freistandi er aö geta sér til um
hvaóa nytjajurtir aðrar en þær sem
minnst hefur veriö á, voru r'æktaðar
hér i fornöld. Heimildir nefna
hvannagarða og laukagarða á íslandi,
en ekki er vitaó hvort og þá hvaða
jurtir aðrar uxu i þeim. 1 fornum
norskum lögum er kveóió á um refs-
ingar fyrir þjófnað úr slikum görðum.
Þar eru nefndar tegundir s.s. kál,
næpur baunir og ertur.
Ein er sú tegund nytjajurta sem
ég tel afar liklegt að hafi verió
ræktuó hér á landi á fyrstu öldum,
en það er garðabrúða. í Evrópu á
hún sér langa og merka sögu sem
galdra og lækningajurt. Seyói af
henni var notaó vió ótal sjúkdómum,
allt frá tannpinu til svartadauða.
Almúgafólk hafði einkar mikið dá-
læti á garóabrúöu. Úr rótinni var
unnið lyf sem hafði verkjastillandi
áhrif, gg var að auki ágætis svefn-
lyf. Ekki spillti fyrir vinsældum
hennar að seyói úr henni þótti draga
úr hungurtilfinningu.
Garðabrúóan vex hér villt á veður-
sælum stöðum, einkum í kjarrlendi, en
er viðasthvar sjaldgæf nú á tímum.
Frjórannsóknirnar í Skálholti sýna
okkur aó allmikið virðist hafa verið
af garðabrúðu í nánd við Skálholt
frá landnámsöld fram á 15. öld, en
þá fækkar henni mjög, vafalaust i
kjölfar skógeyðingar. Fyrir landnám
gætir hennar ekki. Svipaða sögu er
að segja af öörum stöðum sem athug-
aðir hafa verió, garðabrúðu f-er fyrst
verulega að gæta eftir landnám.
Laukar voru ræktaðir i nágrannalöndum
okkar frá fornu fari og einnig hér á
landi, ef trúa má visbendingum úr
fornsögunum, t.d. Laxdælu. Ekki er
ljóst hvaóa tegundir voru i ræktun en
liklega var hvitlaukur ein þeirra.
önnur laukanöfn forn eru t.d. rauö-
laukur, kloflaukur, graslaukur. Á
íslandi vex ein lauktegund villt,
villilaukur (allium oleraceum).
Villilaukurinn er talinn hafa dreifst
frá Bæ i Borgarfiröi á fáeina staði
fyrir löngu. Á Bæ var stofnað til
munklifis skömmu fyrir miðja ll.öld og
er jafnvel talið að villilaukurinn
hafi borist þangað með munkum og
ilenst.
Laukar voru áður mikið notaóir til
lækninga og hugsanlega til manneldis.
Verður þvi að telja lauka meóal teg-
unda sem gætu hafa verió ræktaðar i
urtagöróum Skálholtsstaðar.
Um hvannir er svipaða sögu aó segja
og um lauka, svo virðist sem hvanna-
ræktun hafi verið stunduó hérlendis
til forna, a.m.k. þar sem hún óx ekki