Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 30
29
Árió 1959 fékk GÍsli sonur minn
hálfa jöröina hjá móöur minni og
innréttaði íbúó í efri hæö hússins
og vió skiptum jöróinni og þar meö
var hún komin í tvibýli. Ég fór nú
heldur aó fækka bústofni,sérstaklega
kúnum, en var alltaf meö þetta á fjóröa
hundraö fjár og talsvert margt hrossa,
þar til ég hætti alveg búskap 1975 og
athenti jöröina yngsta syni minum.
Ég missti konu mína 17.mars 1981
og nú er ég einbúi í íbúó aldraöra
sem byggó var í Reykholti. f húsinu
eru tvær einstaklingsíbúóir og tvær
hjónaíbúöir. Hér er nóg af heitu
vatni til aö halda hlýju hjá manni
og þaö fer vel um mann en samt sem
áöur er þaö nú svo aö ýmislegt or-
sakar þaö aö ekki kann maður hér
nógu vel viö sig, mann vantar út-
sýni fyrst og fremst inn til fjall-
anna þaóan sem ég hef haft mestar og
bestar endurminningar. Ég ríö oft
norður á Fellskotsholt til aö sjá
til noróurfjallanna. Ég hef nú
verið þaó lánsamur aö geta fengió
aöstööu til tað vera hér meö 3 ágæt
reiöhross og ég fer mikiö á hestbak.
Sl. sumar (1985) feróaöist ég í 10
daga um afréttinn og kom þá margt
skemmtilegt fram í huga minn frá
smalaárum og ferðalögum um hálendiö.
Ég var 6 sumur viö gæslu á Kili milli
jökla. Viö vorum tveir og skiptum
svæóinu á milli okkar um Hveravelli og
héldum þar til. Þar kynntist maóur
mislyndri veóráttu, en í björtu og góöu
veóri var þarna sannkallaður töfra-
heimur, aö sjá yfir aö Oddnýjarhnjúk
til vesturs og Blágnxpu til austurs
og suóurs er ógleymanlegt.
Hólasveinar. Einar er þrióji frá vinsi
tr .i..
,gé
il
VIÐBÓT OG LEIÐRÉTTING
vió siöustu grein Einars
úr 3. tbl. 7. árgangs.
Á bls. 20 i vinstri dálk, neóarlega
hefur misritast F i staö K. Þar á aó
standa: " Við Kúlukvisl þann dag komu
ennþá fleiri Húnvetningar sunnan úr
Þjófadölum... o.s.frv.
Hægra megin á sömu siöu er lýsing á
drætti i Seyóisárrétt. Þar vildi Einar
koma meö eftirfarandi viöbót:
Seyöisárrétt var mjög stór, hlaðin
úr hnausum. I henni var milliveggur og
á honum stórar dyr. Drætti var þannig
hagaö að þegar var búiö að reka safnió
aö, þá fóru noröan menn aö draga út og
viö sunnan menn röóuðum okkur i dyrnar
til aó fylgjast meó aö ekki væri dregið
út frá okkur. Svo var syöri réttin tæmd
og vió drógum i hana.