Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 15
14 uuu & c y&œsó/wtác. Um garörækt í Skálholti á fyrri öldum er ekki ýkja margt vitað. Fátt er um ræktun aö finna i fornum heimildum og fornleifar og örnefni veita takmarkaöa vitneskju um ræktun þar. Hér verður reynt aó gera i stórum dráttum grein fyrir garörækt i Skál- holti frá öndveröu til endaloka biskupsstóls i ljósi tiltækustu heimilda. Vantar þó eflaust nokkuð á aö öll kurl séu komin til grafar Teitur, sonur Ketilbjarnar hins gamla á Mosfelli mun fyrstur hafa reist sér bæ i Skálholti sem kunnugt er, um miöja 10. öld. Aó honum látnum tók viö búinu Gizurr sonur hans. Áriö 1056 gaf Gizurr Skál- holtsstaó svo þar mætti veróa biskupssetur. Varó ísleifur sonur hans biskup sama ár. Hinn nýbakaöi biskup var vel menntaöur á þeirra tima visu, haföi m.a. numió vió klausturskóla i Herfuröu á Saxlandi. Gizurr, sonur Isleifs og eftirmaöur hans haföi einnig numið sin fræöi a Saxlandi. Efalitið hafa þeir feögar kynnst ræktun ýmissa nytjajurta erlendis. Viö klaustur i Evrópu voru á þessum tima gjarnan garöar, bæói til prýóis og nytja. Einkum var þar stunduö ræktun lækningajurta. Er ekki ósennilegt aö þeir hafi reynt viö ræktun einhverra nytjajurta i Skál- holti er heim kom. Ekki er þess þó getiö i heimildum. Um ræktun á 11. öld og siðar má fá vitneskju viöar en úr rituðum heim- ildum. Svo vill til aó gróðurfars- saga Skálholtslands er aö nokkru þekkt. Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur rannsakaöi áriö 1960 frjó- korn úr mýrarsniði, teknu úr Skál- holtslandi. Frjókorn voru tekin á mörgum stööum úr þversniói af mýrinniy tegundargreind eftir föngum og talin. Aldursgreining var geró meö hliösjón af öskulögum úr þekktum eldgosum. Niöurstöóurnar leiða ýmislegt at- hyglisvert í ljós, m.a. um breyt- ingar á gróðurfari eftir landnám og um ræktun nytjajurta. Frjókorna korntegunda (líklega byggs) tekur fyrst aö gæta strax eftir landnám. Birki og viöi tók aó fækka stórlega á sama tima og hlutur grasa óx aö mun. Raklendisjurtum fækkaöi en aö sama skapi fjölgaöi val1lendisjurtum. Áberandi er aö jurtum af hjartagrasaætt fjölgaði, verulega eftir landnám. Meóal plantna af þeirri ætt eru illqresis- tegundir sem dreifast einkum af manna völdum svo sem haugarfi og vegarfi. Auk frjókorna byggs og grasa fund- ust i mýrarsniöinu frjókorn annarra jurta sem telja má með vissu aö hafi verió ræktaðar til nytja. Helst^er aö nefna malurt (Artemisia) og lin, eóa hör (linum usitatissimum). Þá vitneskju má fá úr gömlum bókum aó korn hafi verið ræktaö á Islandi til forna og er þaó ekki dregió i efa. Nær eingöngu var um bygg aö ræöa, en auk þess mun hafrarækt hafa verió reynd hér i fyrstu. Einnig er taliö aö ræktun melgresis til mjöl- geröar hafi farið fram. Bygg var notaö til manneldis í mjöl en var og nauðsynlegt til ölgeröar. í ljósi frjókornarannsókna Þorleifs Einarssonar má leióa getum aö þvi aó hinir fyrstu Skálholtsbiskupar hafi drukkió mjöó og mungát unnió úr j » :

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.