Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 23
22 Kom Friðrik aö máli við mig, hvort ég vildi ekki vera hjá sér fram að skólatíma og féllst ég á það. Vann ég þarna fram á haust, því tíð var mjög góð, svo endaði vera mín í þetta sinn þarna, með því aó ég rak slátur- fé meö Friórik út á Sauðárkrók og gisti um nóttina á Hótel Tindastól. Fór ég svo riðandi daginn eftir til Hóla. Þess skal getiö að meö mér fór til Hóla vinnumaður Frióriks, Jakob Einarsson sem síðar varð bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð, og vorum við herbergis- félagar báða veturna. Á Hólum var stórt timburhús, reist 1891-1892. Þarna voru bæði ibúóarherbergi og baó- stofa og eldhús i kjallara sem var hlaóið úr grjóti og slett i sement. Það var engin upphitun i húsinu nema kolaofn i einu herbergi og hét þaö "Spitalinn", þvi þangað voru nemendur fluttir sem veiktust. Það var óskapar kuldi i húsinu, fraus i herbergjunum þegar gaddur var, þaó var oft frosið i skólpfötu sem við höfóum i herberginu og sængin fraus við þilið. Herbergið sem ég lenti i hét "Hornströnd" og vorum viö 6 i þvi. HÓlar i Hjaltadal. Það var byggt hús 1910 sem i voru tvær stórar kennslustofur og ibúð skólastjórahjóna, Páls zóphóniassonar og Guórúnar Hannesdóttur sem tóku heldur hlýlega á móti okkur. Þetta voru mikilhæf heiðurshjón. Voru allt- af við okkur strákana^eins og við værum þeirra börn. Páll var lika framúrskarandi góöur kennari og stjórnandi. Þarna voru 4 aórir kennarar, Vigfus Helgason, Jósep Björnsson, Tómas JÓhannesson og Friðbjörn Traustason. Ég segi ekkert annað um þá en aó þetta voru allt ágætismenn. Við vorum 18 i yngri deild og 11 i eldri deild og ég verð aó segja aó meöal okkar yngri deildunga var mjög gott og skemmtilegt félagslif, en mér fannst við ekki komast i gott samband við eldribekk- inga. Þeir voru alltaf nokkuð útaf fyrir sig. Það var nokkuö stórt leikfimihús. Tómas kenndi okkur leikfimi i þvi og þar voru haldnar samkomur, oftast dansaö og eitthvað skemmt sér á laugardagskvöldum. Þorrablót Hóla- manna var lengst af mestur viöburöur i skemmtanalifi Skagfirðinga að "Sælu- vökunni" einni undanski1inni. Þangað sótti f jölmenni um lengn eða skemmri veg og þar má nefna Svarfdæli sem oftast sóttu blótin, komu alltaf Heljardalsheiði oftast á skiðum. Húnvetningar, Eyfiróingar, Suður- Þingeyingar brugðu stundum á leik ef veöur var skaplegt. Veturinn leið nú svona án stórtið- inda, ég verð að segja við glaum og gleöi. Skólauppsögn var i aprillok og allir náóu prófi. Ég var ráöinn i vinnuflokk að vinna jaröarbætur með hestum og hestverkfærum sem voru plógar og herfi og ýmis smærri tæki til útjöfnunar. Við vorum 8 aö mig minnir saman i hóp og var Kristinn Guómundsson verkstjórinn sem siðan var ráðsmaður hjá Thor Jensen á Lágafelli og Korpúlfsstöðum, mikió duglegur karl. NÚ var ekki hægt að byrja plæg- ingar strax eftir skólaslit svo ég réöi mig i hálfan mánuð til ýmissa verka að Hvammi i Hjaltadal. Við byrjuðum jarðvinnslu á landi Kristjáns Gislasónar kaupmanns á Sauðár- króki og keypti hann uppihald fyrir okkur alla á Hótel Tindastóli. Þarna vorum við i hálfan mánuð og ræktuóum stórt stykki, sem við gengum alveg frá og sáðum i sem siöar varö býlió Áshildarholt skammt frá Sauðárkrók. Mér er það sérstaklega minnisstætt aö Kristinn verkstjóri biður mig aö fara upp i Veðramót aö herfa upp stórt flag. Ég fór snemma morguns i björtu bliðskaparveóri með 4 hesta og diskaherfi, þetta gekk allt vel þvi hann lét mig fara með þægustu og bestu hestana. Þarna var ég aó herfa langt fram á nótt i björtu og blióu veöri og útsýnið sem ég haföi yfir fjöröinn er mér ógleymanlegt. Þetta vor var ákaflega skemmtilegt, veðráttan var sérstaklega góð, Skag- firðingar kátir karlar, mikió um út- reiöar og tamningar um helgar. Vió vorum þarna á mörgum bæjum vestan vatna og enduðum i Valadal i júnilok. Þá keypti ég mér hesta og reió suður Kjöl og einn skólafélagi minn, Þorleifur Bergsson frá Hofsá i Svarfaóardal. Við vorum báðir kaupamenn um sumarið hjá Vilmundi bróöur minum sem þá var nýtekinn við búskap i Kjarnholtum af móóur okkar. Faóir okkar dó 1921, móðir okkar hélt áfram búskap til vorsins 1924. Það

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.