Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 6
 Siðla vetrar s.l. hittust nokkrir ábúendur þeirra jaróa sem hér á eftir eru taldar og ræddu um skógrækt. Tildrög þessa voru ýmisleg, t.d. aukin almennur áhugi á skógrækt, en ekki sist gjörbreytt staða i land- búnaói. Rætt var um það að ná samkomulagi sin á milli og við skógrækt rikisins, að friða fyrir sauðfé, land þaö sem afmarkast af Skálholtsvegi frá Ióubrú að Biskupstungnabraut og þaöan austur aó Fellsgili og niður i Tungufljót. Þær jarðir og jaróarhlutar eru sem hér segir: Höfði öll jöróin, Laugarás að hluta, Skálholt að hluta, Spóastað- ir að hluta, Hrosshagi mest öll jörðiny Torfastaðir að hluta svo og Vegatunga. öll Reykjavallajöróin, Litla-Fljót og Brautarhóll að hluta og svo Reykholts- hverfið. Samtals er þetta svæði u.þ.b. 2000 hektarar. Ábúendur þessa svæðis telja sig geta haldió litt breyttum búskap þó þetta land yröi ekki nytjaó til sauðfjárbeitar. Tekið skal fram aó hér er að sjálfsögðu eingöngu átt við að taka fyrir sauófé. Hross og naut- gripi er auðveldara að hemja. Gengiö er út frá þvi að vegageróin girði með þjóðveginum. Það sem fyrir okkur ábúendum vakir er að sjálfsögðu að geta haft ein- hverjar tekjur eöa arð af þvi að rækta skóg og láta til þess land og hiróa og verja það. Tekjur sem gætu komió að einhverju leyti i stað þess sem jarðirnar hafa misst af framleiðslurétti. Þau rök sem vió töldum mæla meó þessu svæói voru þessi: 1. Mjög auðvelt að giróa af. 2. Raskar mjög litið þeim búskap sem fyrir er. 3. Landsvæði hentugt til skógræktar eins og uppsveitirnar. 4. Vió fjölfarnar leióir,svo margir gætu notió þess að sjá. eða, AvzzJ $ Haft var samband við skógræktar- stjóra o.fl., sem sýndu þessu mikinn áhuga. Siöan funduóum við með Sigurði Blöndal skógræktarstjóra og Böðvari Guómundssyni skógfræðingi seint i mai s.1. Þar útskýróu þeir fyrir okkur stöðu skógræktar rikisins i málum sem þessum, og lög og fjárveitingar til skógræktar. 1 stuttu máli sagt kom þaó helst út úr þessum viór&óum aó ák.veóið var að halda áfram athugunum og ætlar starfsmaóur skógræktarinnar að full- gera gróðurkort o.fl. af umræddu svæði núna fyrir haustið. Sem sagt málió i biðstöóu. Rétt er að geta þess aó lokum að þessi hugmynd og umræöur eiga ekkert skylt við þau skógræktaráform sem um hefur verió rætt i Laugardalnum, þar sem það var alveg sérstakt verk- efni með þátttöku framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Ekki er þetta heldur skylt Skál- holtshugmynd svokallaóri, sem reyndar er ekki lengur til umræðu. Þar er um þaó aó ræóa að Skóg- rækt rikisins vill fá 600 hektara samfellt land til umráða, helst hér i uppsveitum og planta i þaö á 15 árum. Ómögulegt er að segja hvaða pólitiska stefnu skógræktarmál i landinu taka en vió vonum það besta. Gunnar Sverrisson

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.