Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 33

Litli Bergþór - 22.07.1987, Blaðsíða 33
eftir. Gekk ég þá niður i skálina og tók úr henni nokkra smásteina, var vel hægt að taka á þeim fyrir hita, en bráðum heyri ég dunur miklar aö neðan, sem óðumfærast nær, og áður en ég var kominn upp úr skálinni fór aó bóla á vatninu milli steinanna og að vörmu spori þeyttist vatnió i loft upp með öskri og óhljóðum. Þaó liðu 3'milli gosanna. Þetta endurtók hann jafnt og þétt meðan ég stóð vió hann i 15', aó hann gaus og hvarf á vixl. Þaó var auðséó, aö hann gat eigi gosió eins og honum var eólilegt fyrir grjótinu, sem bersýnilega hefur veriö rutt ofan i hann, hvort sem það er nú satt, sem sagt er, að skólapiltar frá Skálholti hafi gjört það i hefnd fyrir það, aö hann hefói drepió fyrir þeim göngusauöi. Ég ásetti mér þvi, að reyna aó hjálpa honum til aó hreinsa úr kverkunum á sér. Hefur þaó tekist aó miklu leyti og hefur vatnió nú frjálsa leið i noróurenda hans. Það er ekki árennilegt verk, aó ná meiru upp úr honum af grjótinu, þvi aó hann gefur stuttan frest milli gosa, og grjótið verður þvi heitara, sem neðar dregur, vatnió fer nú aldrei svo langt niður, að þaó hverfi, og aðeins þorna efstu steinarnir, sem eftir eru, litla stund. Ruóningin hefur gjört það aó verkum aó hann gýs nú miklu betur, allt aó 30’, en óhljóöin og dunumar eru nú minni, siðan fyrirstaóan er burtu. Gosin eru litið eitt misjöfn aó hæó og standa yfir 3-5 ,• og aldrei hef ég séð lióa lengra en 5'á milli þeirra. Eigi varó vart vió neina breytingu á Hauka- dalshverunum eftir hina fyrstu landskjálfta, og engu uróu þeir meiri þar efra, en annars- staöar. Móttina milli 5. og 6.sept vom Reykvikingar tveir þar á "Söndunum," svo nefna sveitarmenn svasóió i kring um hverina, hafa menn eftir þeim, aó þá nótt hafi mikió gengió þar á, og nálega hafi þeim virst hver hola gjósandi, en litt sást fyrir reykjar- svælu enda dimmt af nótt. Þegar ég reió hjá hverunum daginn eftir, 6.sept. fóru menn aó taka eftir allmiklum háttaskiptum hjá Geysi, hann, sem áóur hafói verió svo tregur og látió menn ganga eftir sér og dýrka sig meó sápufórnum, gaus nú óbeðinn og sápulaust nrargum sinnum á dag. Ég kom þangað upp eftir 29.sept. og sá þá brátt mikil umskipti. Fyrst kom ég aó Strokk, var hann þá barma- fullur, tær og hreinn og lygn eins og stöðu- pollur, ég drap fingrinum niöur í hann, og var vatnið aóeins snarpheitt. Þá kom ég að Blesa, hann ólmaðist meö orgi og illum látum og þeytti vatninu i sífellu upp á suóur- barminn, haföi vatnið úr '’honum fyllt Fötu og lika Strokk. Rétt fyrir noröan og ofan Blesa er hóll af hveragrjóti, þar var áöur grunn dæld og þurr i hólnum, gamall hver upp- þomaóur, nú var þangað að sjá reykjarmökk mikinn, og út úr hólnum sunnanveröum braust fram dálitill lækur og rann niöur i Geysis- gil. Hóllinn hafði rifnaó og þar sem tóma skálin hafói veriö, öskraöi nú kolmórauóur, stór og sigjósandi hver, skál hans var aó ofan rúmlega 20 aó þvermáli, barmurinn aó 'austanveróu þverbrattur 3’- 4’nióur aó vatninu, og þeytti hverinn vatninu stundum jafnhátt barminum. í suðausturhorninu var sprungió vik út i barminn og þaóan virtist -/504. ./4^----------------------------------- vatniö brjóta sér rás út i gegnum hólinn. Siöan hefur þessi hver litió breytst aó ööru en þvi, aó nú er vatnió oróió hreint og tært. 10 - 12 föömum fyrir noróan þennan hver rauk vióa upp úr sandinum um smáop og heyrði ólgu- hljóöiö undir niöri. NÚ um sumarmálin kom þar i ljós nýr hver 1 1/2’- 2'að þvermáli. Þar fyrir noróan og austan uppi i sand- brekkunni var stór steinn, kallaóur Konungs- steinn, þvi aó nafn Kristjáns konungs 9 . hafói verið klappaö á hann og isteinum sióan velt á hlóóir úr smærri steinum. NÚ var hann oltinn úr hásastinu, hafði þaó hrokkió fram undan honum, en hann lá eftir á hlióinni. Þaó er frá Geysi aö segja, aó hann heldur enn uppteknum hætti, gýs oft á dag, en sjaldan mjög hátt og ef til vpLl aldrei eins hátt og áöur. Fyrst^eftir landskjálftana var svo mikil ókyrrö á öllum hverum á Söndunum, aö ekki var unnt aó nota þá til matsuóu, eins og áóur, en allir eru þeir nú komnir i samt lag. 4.april var ég á ferö um Sandana, heyrói ég þá óvanalegt öskur ofan úr brekkunni austan-" vert við Blesa, gekk ég á hljóóió og sá þá nýjan hver kominn 5 föómum fyrir austan Blesa neóanvert vió rásina, sem rennur úr honum austur i Geysisgil. Þaö var hola 2'djúp og 3'aó þvermáli, inn undir suðvesturslettumar jafnhátt holubörmunum. öskraði dimmt þar nióri. Þremur dögum áöur hafói ég gengið um þennan blett og var þá allt heilt aó sjá, en nú sá ég, hvaö skorpan yfir þessari tálgröf hefur þá verió þykk, þvi aó hún lá i molum kringum opiö, eins og gufan hafði kastaó henni, þegar hún sprengdi hana af sér, hún var ekki meir en 2''- 4''aó þykkt, var ekki laust viö, aó mér sýndist ægilegra eftir en áöur, aö vera á gangi um þessar slóóir, þvi aó enginn getur sagt, hvar fleiri slikir katlar kunna að gina undir fótum manns og skurnin yfir þeim viróist eftir þessu geta verió svikul eins og voris. 9.mai kom ég aftur aó þessum hver, þá var hann orðinn fullur upp á barma af vatni úr Blesa og hættur aó öskra. NÚ hefur bóndinn á Laug sagt mér, að þessi hver sé farinn aó gjósa og þaó allhátt. I þessari sömu feró kom ég enn aó Strokk, var þá lægra i honum og mér var sagt, aó suöa sæist á honum stundum, en ekki sá ég þaó þá. Þá gekk ég enn um alla Sandana og gat ég eigi meó vissu sagt, hvort fleiri nýir hverir hafa myndast, a.m.k. eru engir eins stórir og þeir, sem ég hef nefnt hér að framan, en um smáholur ýmsar þori ég eigi aó treysta minninu. ÞÓ er þaó vist um eina austanvert vió túniö á Laug rétt hjá götunni, aö hún varó svo til i vetur, aó hestur rak þar nióur úr fótinn, var hann haltur um tinna á eftir. Á engum hverum öörum i þessari sveit, en þeim, sem nú eru taldir, varö vart vió neina breytingu, hvorki i landskjálftunum né eftir þá, og eigi uróu kippirnir hóti haróari nér linari i nánd vió þá, heldur en annarsstaðar, nema á Reykjavöllum, svo sem fyrr er getió. Torfastöóum lO.júni 1897 Magnús Helgason.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.