Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 13
Slysavarnastarf í Biskupstungum Megináhersla, í starfi félagsins undanfarið, hefur verið að reyna að koma sér upp húsnæði eða aðstöðu yfir félagsstarfið, enda er það forsenda þess að mögulegt sé að starfa vel og á þann hátt sem tilgangur slysavarnastarfs er. Húsnæði er nauðsyn til þess að hægt sé að geyma eigur félagsins og búnað félagsmanna í góðri geymslu og tiltæk þegar þörf er á til leitar og björgunarstarfa. Einnig er gott að hafa aðstöðu fyrir félagsmenn til að gera við tæki sveitarinnar og sömuleiðis til fundarhalda og annars félagsstarfs. Nú er húsbyggingarstarfið nokkuð á veg komið. Búið er að taka grunn og steypa sökkla að skemmu. Nú er verið að mála og ryðverja stálbita og er það langt komið en síðan þarf að reisa húsið, klæða það og gera fokhelt. Nóg er sem sagt enn að gera fyrir vinnufúsar hendur. Félagið mun fá hluta af þessari byggingu til sinna nota. Þetta er stálgrindarhús á steyptum grunni 480 fermetra, sem skiptist í þrjá hluta. 137 fermetrar verða fyrir Slysavarnadeild og björgunarsveit. 205 fermetrar fyrir slökkvilið Biskupstungnahrepps og 137 fermetrum er óráðstafað. Sveitarfélagið hefur stutt Slysavarnadeildina og veitt fjármagn til starfs hennar og fyrir þann stuðning erum við þakklát. Sveitarfélagið er eignaraðili þeirrar byggingar sem nú er verið að reisa. Slysavarnamenn langar aftur á móti að byggja sinn hluta hússins með sjálfboðavinnu og heita enn á alla félagsmenn og velunnara að leggja því málefni lið. Sem dæmi um annað starf félagsins má nefna að í haust fóru félagsmenn í samvinnu við aðra björgunarsveitarmenn, meðal annars Reykvíkinga, á Bláfell með rafgeyma í fjarskiptatæki, sem þar eru, og koma snjósleðamönnum og öðrum vetrarferðalöngum að góðu gagni. Bíll var fastur við Hagavatn og björgunarsveitarmenn fóru honum til hjálpar. Snemma sumars var leitað að flugvél sem týndist. Þann 21. nóv. var sameiginleg æfing björgunarsveita sýslunnar í Þorlákshöfn. Auk þess hafa einhverjir félagar farið á skyndihjálparnámskeið sem haldið var í Árnesi. Á miðju sumri voru sett upp skilti við allar þær ár á afréttinum, sem óbrúaðar voru. Þessi skilti eru þáttur í landsátaki til slysavarna og eru með aðvörunum og leiðbeiningum um hvers menn skuli gæta þegar þeir leggja í straumvötn. Til fjáröflunar hafa verið settir upp dósakassar á nokkrum stöðum í sveitinni og auk þess vinna björgunarsveitarmenn við dyravörslu á samkomum í Aratungu. Formaður í deild Slysavarnafélagsins í Biskupstungum er Svavar Sveinsson, Ólafur Ásbjörnsson er gjaldkeri og Þórarinn Þorfinnsson ritari en Jakob Narfi Hjaltason er varamaður í stjórn og gegnir störfum ritara í fjarveru hans. Hjalti Ragnarsson er formaður slysavarnasveitar og Helgi Jakobsson varamaður hans. Félagar eru nálægt 70. Ritari. SUNNLENDINGAR! ,VIÐ ERUM A SVÆDINU TUDOR RAFGEYMAR ÁrtiAank'nir viA allar aðstæður Haf-stæ/) verfl ÖLL DEKKJA- ÞJÓNUSTA NÝOGSÓLUÐ DEKKAFÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM SÓUMNGr Austurvegi 58, Selfossi, simi 22722 Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.