Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Ég er íframboði á L-B listanum. Undanfamar vikur hefur verið mikið að snúast í félagsmálum hér í sveit. Mörg félög eru hér starfandi og enn er verið að stofna ný. Flest þessara félaga halda aðalfundi sína síðla ( vetrar og í byrjun sumars og margskonar önnur starfsemi fer fram á þeirra vegum um þetta leyti. Stundum er verið að halda fundi samtímis í þremur húsum í Reykholti, Bergholti 2, Aratungu og Reykholtsskóla, og oft fleiri en einn í hverju húsi. Margt fólk leggur á sig mikla vinnu við að standa að starfsemi þessara félaga, og flest eða öll þeirra hafa það markmið að bæta á einhvern hátt mannlífið í sveitinni. Því á þetta fólk þakkir skildar fyrir sitt framlag, mikið eða lítið eftir atvikum og mati. Væntanlega væri mögulegt að sinna þessum verkefnum á einfaldari hátt í fæm félögum og ef til vill skila ekki allir fundir miklu. En þetta er einfaldlega sá samtími sem við lifum í, félög eru stofnuð og starfrækt um öll möguleg verkefni og fundir eru haldnir þegar ræða þarf mál og afgreiða. Þetta vor eru félagsmálin óvenjulega mikið á dagskrá, þar sem þetta er ár sveitarstjómarkosninga. Hafa verið haldnir margir fundir um framboð og annan undirbúning þeirra. Niðurstaðan varð sú að 28 manns gefa kost á sér til kjörs í sveitarstjórn sem aðalmenn eða varamenn. Þessir frambjóðendur skipa sér á tvo lista, sem báðir eiga fulltrúa í núverandi hreppsnefnd. Ekki er að efa að allt þetta fólk hefur hug á að leggja sitt af mörkum til að auka hagsæld þeirra er þessa sveit byggja. Af umræðum og athugasemdum manna er stundum svo að heyra að starf að sveitarstjómarmálum sé vanmetið. Fólk sé að reyna að komast í hreppsnefnd af hégómagirnd og öðrum lágum hvötum, en sinni lítt um hag og velferð samsveitunga sinna. Þessar umræður fara yfirleitt fram á þannig vettvangi að viðkomandi fá ekki tækifæri til verja sig eða rökræða störf sín og viðhorf. Samkvæmt núverandi skipulagi skiptist hreppsnefnd í meirihluta, sem ber ábyrgð á stjóm sveitarfélagsins, og minnihluta, sem hefur það hlutverk að gagnrýna og veita aðhald. Þetta er það fyrirkomulag, sem stjómkerfi okkar byggist á, og ekki virðist auðvelt að benda á annað betra. Bæði hlutverkin eru mikilvæg. Alltaf má um deila hvemig til tekst með stjórnun og hvaða ákvarðanir eru réttar, en ábyrgðina verður einhver að bera, og ekki má alltaf einblína á það sem miður kann að hafa farið. Hlutverk minnihlutans má ekki heldur vanmeta. Venjulega eru fleiri en ein hlið á hverju máli, og stjómkerfi sem ekki fær aðhald hefur tilhneigingu til að dofna og þar getur þróast einhverskonar spilling. Virkur minnihluti getur leitt í ljós sjónarmið, sem ekki eru auðsæ við fyrstu sýn, haft vakandi auga á að fyllsta réttlætis sé gætt gagnvart öllum, sem hlut eiga að máli, og séð til að allir fái það sem þeim ber en enginn meira. Fulltrúamir sem hafa þessi tvennskonar hlutverk þurfa svo að fá uppörvun og aðhald með opnu og lýðræðislegu stjórnkerfi, þar sem fólki er gefinn kostur á að fylgjast með störfum þess á opnum hreppsnefndarfundum og reglulegum almennum fundum um hreppsmálin. A. K. o Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.