Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 9
s Leikskólinn Alfaborg í vetur höfum viö verið aö vinna aö tveimur aöalverkefnum, (þema). í haust byrjuöum viö aö vinna meö líkamann og hreyfingu. Aöalmarkmiö var efling, hreyfiþroski og aö börnin geröu sér grein fyrir líkamsbyggingu sinni og útliti. Viö teiknuðum líkama barnanna á stóran maskínupappír sem þau máluöu síöan. Allir líkamarnir voru festir upp ávegg. Börnin komu meö Ijósmyndir aö heiman sem voru festar upp á vegg og borði fyrir neðan hverja mynd sem sýndi hvaö viðkomandi barn var stórt. Viö töluðum um augnlit, háralit og skoðuðum tennur og ýmsar grettur í spegli. Vöövar og bein voru þreifuö. Handarfar og fótafar var þrykkt á blaö og einnig mótaö í trölladeig, sem síðan var látiö haröna og fest á blað. Börnin fóru í ýmsar æfingar s.s. boltaæfingar, ýmis konar hopp, jafnvægisæfingar á spýtu og meö grjónapoka. Viö notuðum æfingakerfin LTB, Líkamsvitund, tengsl, boöskipti. Þaö er þannig aö börnin hreyfa sig eftir fyrirmælum af segulbandi og músik er spiluð undir á meöan hver æfing stendur yfir. Dæmi: „Nú skulum viö hreyfa tærnar". Þá heyrist ákveöinn taktur og börnin hreyfa sig eftir honum. Skoðaðar voru og lesnar bækur sem tengdust efninu og sungin lög. Litlu jólin voru haldin og Hilmar spilaöi undir söng og dansað var kringum jólatréö. Jólasveinn kom í heimsókn og færöi börnunum gjafir og nammi í poka. Eitt barniö haföi orö á því aö þetta heföi verið konujólasveinn sem kom til okkar. Kannski aö konujólasveinar búi í Bláfelli hver veit? Eftir áramót byrjuöum viö aö vinna aö verkefnum sem tengdust náttúrunni. Aöalmarkmiöiö var aö kynnast ólíkum dýrategundum, s.s. skordýrum, kanínum, önd, og síðast en ekki síst húsdýrunum okkar. Einnig aö kynna börnunum mismunandi gróöur og steina. Viö fengum kanínur og hana í heimsókn í leikskólann. Börnin fengu aö klappa dýrunum og þeim fannst mjög gaman aö fá dýrin í heimsókn. Pappírskanína var klippt út, lituö og skreytt meö baunum. Hani var líka klipptur út, litaöur og skreyttur meö fjöörum og kreppappír. Viö klipptum út skordýr, lituðum og hengdum upp. Einnig voru skoðuð fiörildi og fleiri skordýr í glerkassa. Viö geröum landslagsverkefni á krossviöarplötur úr pappamassa og gifsi. Börnin bjuggu til hella, brýr, hóla, tjarnir o.fl. úr gifsinu og pappamassanum. Þau máluðu einnig steina sem prýða landslagið og trjágreinar voru settar niöur. Þegar þetta er skrifað er verkefniö enn í vinnslu en til stendur aö sá fræjum í mold til aö fá lifandi gróöur í landið. Einnig ætlum viö aö tína gróöur o.fl. úr umhverfinu. Lesnar hafa veriö sögur um dýr og sungin lög. Viö fórum og heimsóttum Skálholtsstaö. Fórum í kirkjuna og séra Guömundur Óli ræddi stuttlega viö börnin og einnig var sungiö í kirkjunni. Síöan var fariö heim á bóndabæinn og skoöuö dýr þ.e. kýr, kálfar, hænur, hestar aö ógleymdri kisu sem reyndi aö láta sig hverfa frá öllum barnaskaranum. Drukkiö var í skólanum og lauk deginum meö heimsókn hjá Hófý. Öskudagsskemmtun var haldin í Aratungu. Börnin mættu í grímubúningum og Hilmar spilaöi undir söng og dansi. Starfskonur leikskólans 1) léku leikrit um Gullbrá og birnina þrjá og var þess minnst lengi á eftir. Fyrirhugaö er aö fara aö skoöa lömb þegar sauöburður er kominn vel á veg og einnig er ætlunin aö fara í rútuferðalag aö skoöa íslenska dýrasafnið á Selfossi og leikskólann á Eyrarbakka. 1) Hólmfríöur Bjarnadóttir, Skálholti, Margrét Oddsdóttir Brekkuskógi, Sigrún Reynisdóttir Engi og Svanhildur Eiríksdóttir Kistuholti 15. Svanhildur Eiríksdóttir Fríður hópur yngstu kynslóðarinnar og fóstrur, fyrir utan leikskólann. BARÓN Austurvegi 34 s: 23244 Fatnaður á stráka á öllum aldri. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.