Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir samþykkt aö lána lóö endurgjaldslaust þar til húsiö veröur selt. 4. Áætlun um vatnsveitu, Vatnsleysa, Heiöi og sumarhús. Kostnaöaráætlun kynnt. Samþykkt aö veitunefnd leggi fram tillögu aö stofngjöldum og framkvæmdum veitunnar í ár fyrir næsta fund. 5. Bréf þjóöhátíðarnefndar frá því í febrúar lesiö. Fram kemur dagskrá 50 ára afmælis lýöveldisins. Samþykkt aö kaupa einn fána meö þjóöhátíöarmerkinu og hvetja fólk til aö mæta á Þingvöllum en fella niöur hátíðahöld í Aratungu. 6. Fundargerö og samþykkt Grímsnes- Laugardals- og Grafningshrepps frá 6. apríl s.l. Þar er boðað til fundar aö Borg í Grímsnesi 14. apríl n.k.meö fyrrnefndum aöilum og fulltrúum Biskupstungnahrepps. Samþykkt aö Þorfinnur og Sveinn mæti á fundinn. 7. Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 5. apríi. Landgræöslan leitar eftir samþykki Biskupstungnahrepps til aö endurnýja landgræðslugirðingu í Hvítárnesi. Hreppsnefnd samþykkir aö girðingin veröi girt á sama staö og sú sem nú er og aö jafnframt veröi gömlu girðingunni eytt en hún ekki látin grotna niöur. 8. Bréf Landgræðslu ríkisins dags. 7. apríl. Þar er óskaö eftir samþykki Biskupstungnahrepps til aö hækka vatnsborð Sandvatns. Þar er gert ráö fyrir aö allt jökulvatn úr Sandvatni renni í Sandá. Samhljóða samþykkt, en bent á aö stíflurnar veröi svo traustar aö ekki komi til jökulhlaupa í Tungufljóti. 10. Bréf Kanóferða. Kynnt var bréf þar sem lýst var Kanóferðum um ár og vötn í héraðinu og á afréttum á Kili. Samþykkt var aö vísa bréfinu til ferðamálanefndar. 11. Bréf Unnars Þórs og Ragnheiðar. Lesiö var bréf frá Unnari og Ragnheiöi þar sem þau sækja um aö fá skólann leigðan undir rekstur Farfuglaheimilis í sumar eins og undanfarin sumur. Síöastliöiö ár greiddu þau 24.35 prósent af innkomu Farfuglaheimilisins, samtals kr. 345.000,- til Biskupstungnahrepps og Reykholtslaugar. Einnig var meö bréfinu ávísun aö upphæö kr. 605.000,- sem er uppgjör þeirra vegna skulda viö hreppinn. Samþykkt aö leigja þeim Reykholtsskólann áfram á sömu kjörum og verið hefur. Engar athugasemdir voru geröar viö reksturinn, né hafa veriö gerðar og engar óskir geröar um breytingar. 12. Auglýsing um störf hjá hreppnum. a) Fimm störf gæslufólks viö Reykholtslaug. b) Tvö störf flokksstjóra í unglingavinnu. c) Starf varðar á Kili. d) Verkstjóri. Heilsársstarf. Ráöning frá 15. maí 1994. Starfið felst í umsjón og viðhaldi fasteigna hreppsins og eftirliti meö framkvæmdum, umsjón meö áhaldahúsi og unglingavinnu. 13. Bréf Bjarna á Brautarhóli dags 11.4. '94. Þar óskar hann eftir aö fá keypta 5 Fráfarandi hreppsnefnd 1994. rafmagnsstaura í landi Brautarhóls sem héldu raflínu aö kaldavatnsdælu. Vill kaupa þá á kr. 5.000,- hvern og taka þá niður á sinn kostnað. Samþykkt. 14. Fjárhagsáætlun 1994, framhald fyrri umræöu. Umræöu frestaö til næsta fundar. Fundur 25. apríl 1994. 1. Kaupsamningur aö Árgili. Már Sigurðsson Geysi, selur Stöllum h.f. íbúðarhúsið aö Árgili í Bisk. ásamt viðbyggingum. Hreppsnefnd neytir ekki forkaupsréttar. 2. Lesið bréf dags. 12. apríl 1994 undirritaö af Niröi Jónssyni þar sem hann sækir um leyfi til aö reka sölutjald í landi Brattholts viö Gullfoss. Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti til reynslu í sumar. 3. Fundargerð frá fundi um sameiningarmál á Borg. Mættir fulltrúar Grímsnes- Grafnings og Laugardalshrepps auk fulltrúa Biskupstungna. Þorfinnur og Sveinn skýröu frá fundinum hvor frá sínum sjónarhóli. Eftirfarandi bókun var samþykkt: Á fundi hreppsnefndar Biskupstungnahrepps 25. apríl 1994 voru rædd sameiningarmál Grímsness, Laugardalshrepps og Grafningshrepps meö hugsanlegri þátttöku Biskupstungnahrepps. Hreppsnefnd leggur til aö efnt veröi til skoöanakönnunar um hver vilji fólks sé til sameiningar í uppsveitum. 4. Kosningar varamanna í kjörstjórn. Kosnir voru í kjörstjórn Höröur V. Sigurðsson og Gústaf Sæland. 6. Bréf Rauða Kross íslands. Lesiö bréf þar sem Rauði Krossinn fellur frá leigusamningi sínum á lóö í Laugarási. 7. Sumartónleikar í Skálholti. Lagt fram bréf dags. 14. apríl 1994 undirritað af Helgu Ingólfsdóttur. Fariö fram á fjárstuöning. Samþykkt aö leggja fram kr. 25.000,-. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.