Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 24
Þjónustuíbúðir í Laugarási Frá verkefnisstjóra Kristjönu Kjartansdóttur. Markmið með verkefninu. Uppsveitahrepparnir 6, sem stóðu að Límtré og Yleiningu, hafa nú haldið áfram með þróunarverkefni og eitt af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að, er svokallað „Eftirlaunþegaþorp“ eða „Sambyggð eldri borgara". Markmið með verkefninu er að auka valkosti fyrir eldri borgara í húsnæðismálum, með því að byggja þægilegar íbúðir fyrir eldri borgara á viðráðanlegu verði. Heimamenn uppsveitahreppanna 6 hafa flestir einungis haft um þrjá valkosti að ræða: - að sitja í of stórum / dýrum fasteignum, sem eru óhentugar eldra fólki. - að leigja húsnæði. - að vistast á elli-eða hjúkrunarheimili. Einnig er hópur fólks sem kýs að eyða ævikvöldinu fjarri skarkala borgarinnar, þ.e. t.d. sumarbústaðaeigendur, brottfluttir heimamenn, og fleiri. Þessari sambyggð er ætlað að fjölga lögskráðum íbúum svæðisins og auka þannig fjármagnsstreymi inn í sveitarfélagið, og síðast en ekki síst að skapa störf fyrir heimamenn, bæði við byggingu og síðar við þjónustu við íbúana. Hvers vegna Laugarás? Þegar sambyggðir eldri borgara eru skipulagðar eru það einkum þrír þættir sem verða að vera til staðar; öryggi, matur og félagsskapur/samvera. Upphaflega komu 4 staðir til greina fyrir sambyggðina, það voru Laugarás, Laugarvatn, Brautarholt og Borg í Grímsnesi, en Laugarás varð fyrir valinu, fyrst og fremst vegna þess öryggis sem heilsugæslan skapar. Á landsbyggðinni er nær undantekningarlaust að sambyggðir eldri borgara eru byggðar í nágrenni við heilsugæslustöðvar. Laugarás hefur þó ýmsa fleiri kosti. þar má nefna að Laugarás er miðsvæðis í héraðinu, umhverfið er snjólétt, lóðin er á skjólgóðum og kyrrlátum stað, nálægð við Skálholt og fyrirhuguð bygging hjúkrunarheimilis. Eignarform. Við eignarformið hefur verið horft til Sunnuhlíðarsamtakanna sem fóru nýja og áður óþekkta leið. Þar var markmiðið að gera fólki kleift að nýta eignir sínar, þannig að það gæti, ef það vildi, notið þeirrar aðstöðu sem fæst í vernduðum þjónustuíbúðum án þess að þurfa að standa í flóknu fjármálavafstri og taka á sig skuldbindingar og án þess að þurfa að borga húsaleigu. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.