Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 14
STEFNUSKRÁ H-lista STJÓRNUN SVEITARFÉLAGSINS: Hagrætt veröi í yfirstjórn hreppsins til aukinnar skilvirkni og lækkunar kostnaöar. Stefnt skal aö því aö fækka hreppsnefndarr- mönnum úr sjö í fimm. Dagskrá hreppsnefndarfunda liggi frammi ekki síðar en tveimur dögum fyrir fundi, ásamt gögnum um helstu mál. Semja þarf starfsreglur fyrir allar nefndir á vegum hreppsnefndar. Undirnefndir hreppsnefndar skulu leggja fram verk- áætlun og áætlaða fjárþörf fyrir komandi ár fyrir miöjan janúar, til aö auðvelda og flýta gerð fjárhags- áætlunar. Þannig ætti hún aö nýtast, sem þaö stjórn- tæki sem til er ætlast. Auglýsa skal allar stööur á vegum hreppsins. Öll stærri verk skulu boðin út. DAGVISTARMÁL: Starfsemi leikskólans er í mjög góöum farvegi og er sveitarfélaginu og þeim sem aö honum standa til sóma. Þegar horft er til lengri framtíöar þarf leikskólinn húsnæöi sem byggt er samkvæmt nútíma kröfum, en meðan hann er í núverandi húsnæöi er nauðsynlegt aö huga aö viðhaldi enda hefur þaö veriö í lágmarki um langan tíma. H-listinn telur aö leikskólanefnd þurfi nauösynlega aö vera til staðar. SAMGÖNGUMÁL: Grannt veröi fylgst meö framkvæmd vegaáætlunar og séö til þess aö hún taki miö af hagsmunum íbúanna og sveitarfélagsins. í brúaráætlun næstu ára er gerö brúar yfir Hvítá og er þaö vel. Unnið veröi skipulega aö því aö ná niður kostnaöi viö snjómokstur meö vegabótum og þrýst á um mokstur aö Gullfossi a.m.k. tvisvar í viku. Unnið veröi aö því aö Kjalvegur veröi geröur fær öllum bílum á sumrin. HEILBRIGÐISMÁL: H-listinn fagnar fyrirhugaöri byggingu heilsugæslustöövar í Laugarási. Sömuleiöis hugmyndum um þjónustuíbúðir fyrir aldraöa. Fast veröi fylgt eftir aö bygging þeirra hefjist sem fyrst og hvatt til uppbyggingar nauösynlegrar þjónustu í framhaldi þess. Hugmyndum um hjúkrunarheimili fyrir aldraöa í Laugarási veröi fylgt eftir. Litli - Bergþór 14 --------------------- MENNTAMÁL: Reykholtsskóli nýtur verulegs stuönings innan félagasamtaka og hjá hreppsfélaginu og þarf aö varðveita þá stööu skólans. Efling á foreldrafélagi skólans til jákvæöra samskipta viö hann og starfsmenn hans er nauðsynleg og starfi skólans til framdráttar. Fagna ber eflingu tónlistarskólans undanfarin ár enda tónlistarlíf mikiö og öflugra en áöur. Fylgst veröi vel meö umræðum um flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Aukin bjartsýni er vegna nýs hlutverks Skálholts- skóla og fagnar H-listinn því aö í skólanefnd er nú einn fulltrúi frá Biskupstungnahreppi. Leitaö veröi leiða til aö auka enn áhrif Biskupstungnahrepps í málefnum er varöa Skálholtsstað enda sé það staðnum og samfélaginu til eflingar. AFRÉTTUR: H-listinn leggur áherslu á aö afrétturinn sé eign hreppsins og umráöaréttur og afnot af honum fari ekki úr höndum heimamanna. Mikil uppbygging á aöstööu fyrir feröamenn hefur veriö undanfarin ár á Kili og mikilvægt aö halda henni áfram viö Árbúöir samkvæmt samþykktu skipulagi. Stofnun Landgræöslufélags Biskupstungna er þeim sem frumkvæðið áttu til sóma og verður afréttinum vonandi til heilla. ATVINNUMÁL: Aldrei fremur en nú er nauðsyn á öflugri uppbyggingu atvinnulífsins á tímum þverrandi atvinnu í landinu. Biskupstungur hafa upp á margar auölindar aö bjóöa; fjölbreyttar aöstæöur, nóg af hreinu köldu vatni, heitt vatn ásamt þekktum náttúru- og söguperlum. Meö þetta í huga þarf skipulegt átak til aö kynna sveitina sem heppilegan staö fyrir ólíkar atvinnugreinar. H-listinn fagnar því samstarfi, sem tekist hefur á undanförnum árum viö nágrannasveitirnar um atvinnuppbyggingu. Meö slíku samstarfi er hægt aö vinna skipulegar aö stærri verkefnum. Halda þarf vel utan um þetta samstarf. Knýja þarf enn frekar á um aö hús Sláturfélags Suöurlands í Laugarási veröi einhverjum til nytja, og því þarf hreppsnefnd þegar aö hefja viðræður viö stjórn Sláturfélagsins um þaö.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.