Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 8
Hrepp snefndarfréttir 8. Lesiö bréf undirritað af Gústaf Sæland. Þar er óskaö eftir stuöningi viö fjóra borðtennismenn sem valdir hafa verið í unglingalandslið íslands. Þorvaldur Skúli Þálsson, Ingimar Ari Jensson, Axel Sæland og Guöni Páll Sæland fara meö landsliöinu til írlands í sumar og samþykkti hreppsnefnd aö styrkja þá um kr. 20.000,- hvern. 9. Fjárhagsáætlun yfirfarin og rædd. 10. Sveitarfundur. Ákveöiö var aö almennur sveitarfundur veröi 18. maí. Fundur 5. maí 1994. 1. Bréf Kristínar Hólmgeirsdóttur þar sem hún sækir um rekstrarleyfi fyrir pylsuvagninn meö sama sniöi og verið hefur. Samþykkt. 2. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem boöaö er til norrænnar sveitarstjórnarráöstefnu í tilefni 50 lýövelsisafmælisins. Veröur haldin í Rvk. 5.-7. júní og sveitarstjórnarmenn hvattir til þátttöku. 3. Umsókn Sigurðar Ásgeirssonar um nafn á býli sitt, Furubrún. Samþykkt. 4. Sigfús Örn Sigfússon sækir um nafn á b li sitt „Sólvangur". Samþykkt. 5. Bréf Þórarins Helgasonar, dags. 25. 4. 1 94 þar sem hann segir aö skurðir sem eigi aö taka ö rennsli frá garðyrkjubýlinu Ekru séu í ólestri. Ha t hefur fengiö lögmann til aö athuga hver eigi aö sja um aö halda skurðinum viö. 6. Bréf Björns Sigurðssonar, þar sem sótt er um aö vegur aö Hlíöalaug veröi gerður aö sýsluvegi. Samþykkt aö mæla meö aö vegurinn veröi tekinn á sýsluvegaskrá. 7. Lesin var fundargerð frá 26. apríl 1994 í Aratungu, þar sem mættirvoru Grímsnesingar, Laugdælir, Grafningsmenn og Biskupstungnamenn þar sem samþykkt var aö efna til skoðanakönnunar um hver vilji fólks í uppsveitunum sé til sameiningar sveitarfélaga. Samþykkt var aö Biskupstungnahreppur gangist fyrir viöhorfskönnun á kjördag um sameiningu sveitarfélaga. Eftirfarandi spurningar veröi lagðar til grundvallar. 1. Óbrevttástand. 2. Uppsveitirallar. 3. Uppsveitirvestan Hvítár. 4. Biskupstunauroa hrepparaustan Hvítár. 5. Árnessvslaöll. Gísla og Sveini faliö aö sjá um viðhofskönnunina. 8. Umsóknir um verkstjórastarf. Sex aöilar sóttu um. Samþykkt aö ráöa Loft Jónasson til starfsins til reynslu í eitt ár. 9. Umsóknir varðar á Kili. Fimm umsóknir bárust. Samþykkt aö ráöa Garðar Þorfinnsson. 10. Umsóknir um flokksstjóra í Unglingavinnunni. Þrjár umsóknir bárust. Samþykkt aö ráöa Brynhildi Sigurjónsdóttur og Rut Guðmundsdóttur. 11. Fundargerð rekstrarnefndar frá 4. maí 1994. Þar kom fram aö 15 manns sóttu um störf í sundlaugina. Samþykkt var tillaga rekstrarnefndar um ráöningu 5 manna. 12. Kaupsamningur að landi á Norðurbrún dags. 20 apríl, undirr. 30. apríl 1994. Land er 4 hektarar. Kaupandi Kjartan B. Guömundsson. Samþykkt var aö hreppurinn neyti forkaupsréttar síns. Kaupverö kr. 2 milljónir, innifaliö er 1 l/sek. af heitu vatni. 13. Val á fulltrúa hreppsins í stjórn Landgræðslufélags Biskupstungna. Samþykkt aö tilnefna Gísla sem aöalmann og Drífu sem varamann. Samþykkt. 14. Kjörskrá lögð fram. 15. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar 1994. Hún samþykkt og undirrituð. 16. Lesin fundargerð íþróttahúsnefndar dags. 2. maí og lagðar fram teikningar af hugsanlegu íþróttahúsi. 17. Framlenging á víxli upp á kr. 2 millj. og nýr víxill tekinn kr. 2 millj. S. 21755 fax 22745 opiö: mánud. - föstud. 8-1800 laugard. - sunnud. 8-1600 Ath: Stærri og rúmbetri verxlun. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.