Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 18
Brunarústum breytt í glæsihótel....frh. M: Nei, viö finnum fyrir kreppunni í þjóðfélaginu eins og aörir. Þaö hefur t.d. veriö minna um hálendisferðir í vetur en áöur og fólk kaupir minna. Mest var aö gera í góöa veðrinu sumarið 1991. Þá virtust allir Reykvíkingar hafa tíma til aö setjast upp í bílinn um helgar og rúnta austur. Hinsvegar hefur þaö aukist að fólk úr sveitinni komi hér og boröi og er þaö ánægjulegt aö fólk skuli nota sér þjónustu í heimabyggð. Viö erum þakklát sveitungunum fyrir þá tillitssemi. Þaö má koma fram aö viö verðum meö tilboð á matseölinum fyrir heimamenn framvegis. Og viö erum líka meö góöan kokk hérna, einn þann besta á landinu, landsliðsmanninn Bjarka Hilmarsson. L-B: Hvaö eruð þiö meö mörg herbergi? S: Viö erum meö 10 herbergi fyrir uppbúin rúm og pláss fyrir 12 -15 á svefnpokalofti. En gistiaðstaðan er í 60 ára gömlu húsi og verðlögð eftir því. Viö nýtum hana bara yfir blásumarið, en nýtingin hefur verið alveg þokkaleg. L-B: Nú er risið mikiö farfuglaheimili hjá Þóri bróöur þínum hér í nágrenni viö þig. Verður einhver samvinna milli ykkar um reksturinn? M: Ekki hefur veriö fariö fram á þaö viö mig. En ég tel aö þetta farfuglaheimili sé af því góöa, þaö eykur fjölbreytnina. Aö vísu höfum viö þá tvö farfuglaheimili í sveitinni, og þaö er spurningin í framhaldi af því, hvort ekki sé bráöum ástæöa til aö setja kvóta á gistirými eins og aðrar búgreinar. Þaö þarf aö hugsa um þaö hvort grundvöllur sé fyrir þessum fjárfestingum. Ekki viljum viö aö feröaþjónustubændur fari allir á hausinn eins og gerðist meö refinn, minkinn og laxinn. Þaö er ekki til hagsbóta fyrir sveitina. Þegar til áframhaldandi uppbyggingar kemur hér á hótellóðinni, reiknum viö frekar meö aö aðrar framkvæmdir hafi forgang en bygging gistiálmu viö hóteliö. En þaö er mikilvægt aö ferðaþjónusta sé alvöru atvinnugrein. Reksturinn hér á Hótel Geysi veitir t.d. 6-8 manns úr sveitinni vinnu og meö lausastörfum hafa unnið hér allt aö 10 manns síðastliðið ár. L-B: Hvernig sjáiö þiö framtíðina fyrir ykkur? M: Þaö er búiö aö samþykkja bæöi aðalskipulag og deiliskipulag aö svæðinu, sem gerir m.a. ráö fyrir aö gistiálma veröi byggö viö hótelið, og sumarhúsabyggö og minjasafn rísi í nágrenni þess. Svo er gert ráö fyrir aö vegurinn veröi í framtíðinni fyrir sunnan byggöina, en ég reikna ekki meö aö ráöist veröi í aö flytja hann á okkar dögum. Hvaö varðar umhverfisfrágang í stærri skala þurfa auðvitað aö koma til opinberir styrkir. En viö höfum úr eigin vasa endurbætt tjaldstæöiö á Laugartúninu og byggt hús meö salernum og vöskum. Svo höfum viö dyttað aö Laugarbænum, málað, sett aftur þak á hann og tekið til. Þessi bær vekur athygli feröamanna og þaö er mikið um aö fólk fari heim aö bænum og skoöi sig um. Enda ekki aðrir gamlir íslenskir bæir á þessari aöal feröamannaleiö hér sunnanlands. Draumur okkar er aö endurreisa gamla bæinn í uþprunalegri mynd, en til þess þurfum viö aðstoð og styrki. Okkur hefur t.d. dottiö í Deiliskipulag að Geysis-svæðinu. Hótelið fyrir miðri mynd. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.