Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 17
/■ gangu. Nýja sundlaugin og búningsaðstaða til hœgri.. Eins og sjá má er tréskurður aðalsmerki Hótel Geysis. Séð inn að barnumfrá andyrinu niðri.. enn komin upp og þaö endaði meö því, aö ég varö aö hlaupa meö allt saman út í söluskála og sjóöa þaö þar á lítilli hellu. Þaö var meiri hasarinn. En ég hugsaði bara meö mér "fall er fararheill" og allt fór þetta vel aö lokum. L-B: Og framhaldið? Ég sé að hér standa enn yfir stórframkvæmdir. M: Jú, viö byggðum viö söluskálann í fyrra ('93) og nú er verið aö byggja sundlaug (16,7m x 8 m), búningsaðsöðu, heita potta og lagfæra umhverfi hótelsins. Þaö er aö segja, svæöiö milli hótelsins og nýju sundlaugarinnar. Svo er veriö aö ganga frá aðalinnganginum aö norðan. S: Viö höfum góöan mann, Martein Davíösson steinlistamann, sem er aö leggja steinmósaik á tröppurnar og pallinn viö innganginn. Stuðlaberg er sett framan á tröppurnar og svo er hugmyndin aö setja hraunhellur á vesturvegg inngangsins. Marteinn er kominn yfir áttrætt og haföi vinnustofu á Korpúlfsstöðum. En núna, þegar hann þurfti aö rýma staðinn, gaf hann Hótel Geysi alla þá steina sem hann átti og vinnu sína viö aö leggja þá. L-B: Hvernig hafiö þiö farið aö því aö fjármagna alla þessa uppbyggingu? M: Viö viðurkennum aö fjárhagsstaöan er erfiö. Uppbyggingin hefur veriö hröö. En viö höfum greitt þetta úr eigin vasa. Þaö má alveg koma fram aö viö höfum ekki fengið neinar opinberar fjárveitingar, hvorki vegna hótelsins né bílastæöa og salernisaðstöðu. Viö vorum í 24 ár aö Laugalandi í Holtum á veturna, ég viö kennslu og skólabílaakstur og Sigríöur í mötuneytinu. Þetta kostaöi mikla vinnu. En frá '91 höfum viö haft opið allt áriö hér viö Geysi. S: Þaö tók fyrstu fjögur árin aö kynna hótelið og vinna sér orðspor. Viö vorum gagnrýnd fyrir aö hafa ekki opið á veturna, en þaö var ekki hægt. Maður veröur aö vinna fyrir reikningunum, ööruvísi gengur dæmiö Séð yfir hluta matsalar. ekki upp. Síðan '91 höfum viö getað haft opið á veturna meö því aö samnýta manneskju á hótelinu og í söluskálanum, en þaö er heldur ekki gott fyrirkomulag. L-B: Þaö vekur athygli hve hóteliö er skemmtilega innréttað og snyrtilegt. Hefur þú lært hótelfræði Sigríöur? S: Nei, ekki í öörum skóla en lífsins skóla. Aö reka hótel er eins og vera meö ungabarn, maöur verður aö vera vakinn og sofinn yfir því allan sólarhringinn. M: Þaö er eins og meö hvern annan búrekstur, ef búiö á aö ganga, veröur aö nostra í kringum þaö og sinna því af áhuga. L-B: Hvernig hefur nýtingin veriö á hótelinu? Hafiö þiö tekiö saman einhverjar tölur um gestafjölda? M: Nei, en í grófum dráttum má segja, aö þaö sé mikið aö gera í tvo mánuöi á ári, frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Aöra tíma ársins er minna aö gera. L-B: Hefur gestafjöldi fariö vaxandi gegnum árin? Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.