Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 22
Flóar, náungar og árans fólk Mörgum hættir gjarnan til aö gagnrýna þaö sem miður fer í nánasta umhverfi sínu. Þaö á ekki hvaö síst viö um ungviði eins og feröamannaþjónusta er óneitanlega á svæöinu. En er hún svo ný? Ég grúska stundum í gömlum frásögnum og ferðabókum, þar sem fram koma ýmsar skondnar lýsingar á mörlandanum, viömóti og aöstæöum. Lýsingar á heimóttarsvip og sinnuleysi eru sem betur fer ekki algengar. Miklu fremur er talaö um óvenju mikla gestrisni og hlýtt viömót. Ég get samt ekki stillt mig um aö birta hér smá kafla úr ferðabókinni íslandsleiðangur Stanleys 1789, sem er óvenjulegur aö því leyti aö eftir langa og erfiöa ferö á Heklu eru langþreyttir feröalangar aö nálgast Skálholt, fyrrum höfuöstaö íslands. Hafa þeir sýnilega átt von á betri aðstæðum og glæsilegri móttökum en þessum. Þar segir frá er feröalangar höföu verið ferjaöir yfir Hvítá hjá Iðu. „Þegar komiö var yfir ána, var lagt á hestana á ný og haldið í áttina heim aö Skálholti, sem viö sáum nú í um þaö bil tveggja mílna fjarlægð. En þegar um hálf míla var ófarin þangaö, varö fyrir okkur flóafen, sem hestarnir lágu á kviöi í. Viö reyndum aö komast fyrir þaö á ýmsum stööum, en urðum aö lokum aö fara yfir flóann. Ég fór af baki og teymdi hestinn, meö þeim afleiöingum aö leirgusur og leöja gengu sífellt yfir mig, og ég gat meö naumindum stillt mig um aö beinbrjóta ekki náungana, sem létust vera aö leiöbeina okkur yfir foræöiö. Allan tímann, sem viö töföumst þarna horföi árans fólkið í Skálholti á okkur meö fullkomnu sinnuleysi um aö koma okkur til hjálpar, uns sjálfur biskupinn sendi frænda sinn til aö leiðbeina okkur.“ í þessum stutta kafla er komið inn á allavega þrjá mikilvæga þætti í feröaþjónustu, samgöngumál (flóinn), leiösögn (náungarnir) og viömót (árans fólkið). Allt eru þetta málaflokkar, sem þurfa aö vera í góöu lagi. Samgöngumálin (flóarnir) hafa sjálfsagt tekiö mestum breytingum í tímans rás. Þó enn sé margt óunnið, má segja aö sumarfæri sé oröiö viöunnandi. Vissulega er enn margt ógert í vega- og brúargerö en allir komast þó nokkurn veginn leiðar sinnar. Ööru máli gegnir um vetrarfæri. Gera veröur mikla bragarbót á því ef einhver meining er í þeirri ósk ráðamanna og feröaþjónustuaöila aö auka beri ferðamannastraum til landsins yfir vetrartímann. Leiösögn (náungunum) hefur fleygt fram síðustu áratugina. Nærtækasta dæmiö um þaö er leiðsögumannanámskeið, sem lauk á Selfossi síöastliöiö vor. Þar útskrifaðist m.a. ein Tungnakona, Renata Vilhjálmsdóttir, sem svæöisleiösögumaöur. Ekki megum viö heldur gleyma því aö viö erum í raun öll leiðsögumenn. Viö erum alltaf aö hitta ferðamenn í vandræöum, sem hafa misreiknað aöstæöur, gera mismiklar kröfur og spyrja misjafnlega fáránlegra spurninga. Þá er komiö aö okkar hlutverki (árans fólkinu). Reynum aö setja okkur í þeirra spor. Notum gömlu góöu íslensku gestrisnina og hlýja viömótiö. Verum minnug þess aö þó ekki nema þrír segi frá góöu mótttökunum, þá eru allavega tíu, sem kvarta undan þeim slæmu. Og þar sem feröaþjónusta er ört vaxandi hér á landi og fleiri og fleiri ársverk eru í húfi, er þaö skylda okkar aö leggja þessu lið. Þá var þaö þetta meö gagnrýnina, sem ég gat um í upphafi. Því er gjarnan haldiö fram aö lítið sé gert hér í sveit til eflingar feröaþjónustu. Því vil ég svara alfarið neitandi. Enn gerast ævintýri, allavega í Úthlíð og viö Geysi. Á báöum þessum stööum hefur uppbygging orðið ótrúlega hröö. Þar hefur stórhuga fólk, vel meðvitað um möguleika svæöisins, gert ótrúlega hluti á stuttum tíma. Nýtt og glæsilegt gistiheimili á Galtalæk, stóraukin rekstur Farfuglaheimilisins í Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.