Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 6
Hrepp snefndarfréttir * Urdráttur úr bókunum hreppsnefndarfunda. Fundur 8. mars 1994. 1. Kaupsamningur vegna Árgils: Már Sigurðsson Geysi og Kynnisferðir gera með sér kaupsamning. Hreppsnefnd neytir ekki forkaupsréttar. 2. Framl. vínveitingaleyfis Hótels Geysis: Hreppsnefnd samþykkir leyfið til Más næstu 4 árin. 3. Umsókn Þóris Sigurðssonar vegna reksturs gistiheimilis, Haukadal III. Hreppsnefnd samþykkir að veita leyfið samkvæmt umsókn. 4. Bréf Búnaðarsambands Suðurlands frá 20.2/94. Þar er vakin athygli á því að frárennslismál frá sveitabæjum og þéttbýlisstöðum séu ekki alls staðar í viðunandi ástandi. Óskað er eftir að sveitarstjórn athugi þessi mál og reyni að koma á úrbótum í sínu sveitarfélagi. Málinu vísað til umhverfisnefndar. 5. Bréf Sigurðar á Heiði, þar sem hann fer fram á að fá kalt vatn úr vatnsveitunni frá Austurhlíð til sín og í sumarbústaðina. Samþykkt að vísa málinu til veitunefndar og að hún láti kanna kostnað við að leggja vatn að Heiði. 6. Bréf Gylfa Haraldssonar dags. 24. feb. '94. Þar er vakin athygli á því að í leikskólanum eru tröppur sem börn geta dottið niður og hafa gert það. Samþykkt að forstöðukonan láti setja hlið fyrir stigann niður í kjallarann. 7. Fundargerð brunamálanefndar þar sem skorað er á hreppsnefnd að framkvæmdar verði tafarlaust þær forgangskröfur um brunavarnir í barnaskólanum sem fram komu í skýrslum brunamálanefndar frá 8. nóv. '93. Samþykkt að vísa til skólanefndar og að málið fái hraða afgreiðslu. 8. Tillaga íþróttadeildar U.M.F.B. frá aðalfundi deildarinnar frá 22.2/94, sem skorar á hreppsnefnd að hraða byggingu íþróttahúss eins og kostur er. 10. Fundargerð rekstrarnefndar frá 9.2/94. Samþykkt var á fundinum að taka Aratungu alveg í gegn í sumar að utan, mála og gera við leka. Einnig á að setja flísar á forstofuna. Þá var einnig ákveðið að segja húsverði upp frá 1. mars n.k. vegna skipulagsbreytinga. Engin athugasemd var gerð við fundargerðina. 11. Tillaga að skipulagi við Árbúðir var lagt fyrir, teiknað af Pétri Jónssyni. Samþykkt samhljóða. 12. Lóðablöð v/ Lambabrekku, útihúsa í Laugarási og Reykholtshvers, gerð af Pétri H. Jónssyni, lögð fyrir hreppsnefnd. Samþykkt. 13. Þróunarverkefni uppsveitanna: Þorfinnur sagði frá þessu verkefni um sambyggð eldri borgara sem ætlunin er að rísi í Laugarási. Gert er ráð fyrir 40 íbúðum sem yrðu reknar sem sjálfseignarfyrirtæki. Einnig er gert ráð fyrir að kannaðar yrðu eins íbúðir á Laugarvatni. Litli - Bergþór 6 ------------------------ 15. Frumdrög að fjárhagsáætlun 1994 lögð fram til skoðunar. Fundur 15. mars 1994. 1. Ársreikningur 1993. Mættur var á fundinn Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi frá Endurskoðun h.f. sem sett hefur upp ársreikning Biskupstungnahrepps 1993. Einar las upp reikninginn og skýrði hann. Reikningurinn var áritaður af endurskoðanda og skoðunar- mönnum. 2. Kaupsamningur, Reyniflöt: Gunnar Guðjónsson og Guðný Magnúsdóttir gera samning við Skúla Sveinsson og Þórdísi Sigfúsdóttur um sölu á fasteigininni Reyniflöt Bisk. Hreppsnefnd neytir ekki forkaupsréttar. 3. Lagt fram bréf frá Guðrúnu Sveinsdóttur og Þorsteini Þórarinssyni þar sem þau óska eftir því að fá að nefna lóð sína við Dalbrúnarveg, Hábrún. Hreppsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti. 4. Fjárhagsáætlun: Fjárhagsáætlun kynnt og rædd. Fundur 12. apríl 1994. 1. Hreppsreikningurinn 1993 lagður fram til síðustu umræðu. Óskað var skýringa á akstri oddvita. Samþykkt var að oddviti fengi greiðslu fyrir akstur miðað við 1000 km á mánuði. Síðan var hreppsreikningurinn samþykktur og undirritaður af hreppsnefndarmönnum. 2. Erindi erfingja Aðalbjargar Egilsdóttur. Lesið var bréf erfingjanna dags. 18. mars 1994, þar sem kynnt er ákvörðun þeirra að gefa hjónunum á Geysi, Má Sigurðssyni og Sigríði Vilhjálmsdóttur, muni þá, sem hún hafði safnað. Er von þeirra að hreppsnefnd styðji við bakið á þeim svo takast megi að nýta þessa safngripi á opnum vettvangi til að minna á og halda í heiðri fornum vinnubrögðum. Óskað var eftir að hreppsnefnd skipaði einn mann í nefnd sem vinna á að uppsetningu safngripanna við Geysi. Samþykkt var að oddviti sæti í þessari nefnd. 3. Tilraunahús sambyggðar eldri borgara: Lesið var bréf dags. 23. mars 1994 þar sem farið er fram á að hreppsnefnd Biskupstungna gangi í ábyrgð á fjármögnun tilraunahúss eldri borgara í uppsveitum Árnessýslu ásamt hinum uppsveitahreppunum. Einnig var farið fram á að fá íbúðarhúsalóð í Laugarási til að byggja húsið á. Samþykkt var að hvert sveitarfélag samþykkti einnar milljóna króna víxil til þriggja mánaða til að bygging hússins geti hafist. Þeim verði síðan breytt í fast lán með veði í húsinu þegar það er risið. Einnig var

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.