Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 16
Brunarústum breytt í glæsihótel Þaö er hlýr vordagur í maí þegar fréttamaöur Litla Bergþórs keyrir austur Hlíöaveg meö stefnu á Hótel Geysi í Haukadal. Þar hafa þau hjónin Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir kona hans byggt upp veglega feröamannaþjónustu á síðustu árum. Og enn er verið aö. Þótti Litla-Bergþóri því mál til komið aö frétta nokkuð hjá þeim hjónum hvaö um sé aö vera á staðnum og baö þau um viðtal. Séð heim að Hótel Geysi yfir hverasvœðið. Blesi íforgrunni, Strokkur fjær. *lv Már. Þaö var nóg aö Igera þegar | fréttamann bar aö. Már á kafi í byggingavinnu og Sigríður á þönum viö veitingar. En þrátt fyrir eril gáfu þau sértíma til aö tylla sér niöur og spjalla yfir kaffibolla. Viö sitjum í notalega innréttaöri morgunveröarstofu innaf eldhúsi hótelsins, en í hana er innangengt úr herbergjunum. Sigríöur segist hafa látiö innrétta þessa stofu, svo aö gestir hótelsins geti notið morgunveröarins í ró og næöi, þótt aðrir matsalir séu undirlagðir af hópferöagestum. Sem stendur er hún þó meira notuð sem borösalur og setustofa fyrir iönaöar- og byggingarmenn, sem eru margir þessa dagana. Má þarf vart aö kynna fyrir Tungnamönnum, en fyrir þá sem ekki þekkja til, er hann sonur Siguröar heitins Greipssonar, bónda og íþróttaskólastjóra á Geysi og konu hans Sigrúnar Bjarnadóttur, fæddur áriö 1945. Færri þekkja sennilega ætt og uppruna Sigríöar svo fréttamaður Litla-Bergþórs byrjar spjalliö á aö forvitnast svolítiö um hana. Sigríður: Ég er ættuö úr Sandgerði, fædd þar áriö 1951. Faðir minn, Vilhjálmur Ásmundsson frá Kverná í Grundarfiröi, fórst áriö 1960 meö bátnum Hrafnkeli, en móöir mín, Gróa Axelsdóttir frá Borg í Sandgerði, býr nú í Keflavík. Ég er næstelst fjögurra systkina. L-B: Varstu alin upp viö hótelstörf, eöa hvaðan kemur áhugi þinn á hótelrekstri? S: Nei, fjölskylda mín var ekkert í hótelrekstri, en kannski var maður búinn aö fá nóg af fiskinum. Ég byrjaði ung í fiski, ætli ég hafi ekki verið 6 ára þegar ég byrjaöi aö slíta humar. Svo vann maður í síldarsöltun meö skólanum fram aö gagnfræðaprófi. Fermingaráriö mitt, 1965, réöst ég til Siggu og Eiríks á Hótel Hveragerði og síðan tók ég viö rekstri vegasjoppunnar á móti Eden og sá um hana í fjögur ár. Svo það má segja aö ég hafi byrjað ung í veitingarekstri. L-B: Og hvenær kynntust þiö Már? S: Ætli þaö hafi ekki verið áriö 1967. Þú sérö aö ég hef ekki verið nema en 16 ára. Tveimur árum seinna, ('69) fluttum viö svo að Laugalandi í Holtum, en þá gekk ég meö dóttur okkar. L-B: Hvenær byrjuðuð þiö svo rekstur hér á Geysi? S og M: Áriö 1971 byrjuðum viö á grunni söluskálans hér og opnuðum áriö eftir, 1972. Tíu árum seinna, 1982, stækkuðum viö skálann og '84 var bætt viö salernisaðstöðu. Viö byggðum íbúöarhús hérna áriö 1980, og svo má geta þess, aö viö sáum um rekstur Aratungu í 4 ár, frá 1982 til 1985. Þaö gekk vel og var mikið aö gera. Nú, áriö 1985 kaupum viö síðan rústirnar hérna eftir brunann og byrjuöum aö endurreisa húsiö í mars áriö eftir. Þremur mánuöum seinna, um mánaöarmótin júní- júlí 1986 opnuðum viö hótelið. Svo þetta gekk hratt fyrir sig. S: Ég man aö þaö byrjaði ekki vel. Fyrstu gestirnir voru 30 manna hópur í hádegismat og ég var snemma í því, búin aö setja kartöflurnar yfir klukkan níu. Eldavélin var gömul, hafði þjónaö skólanum vel og dyggilega í áratugi og karlarnir fullyrtu aö hún væri í fínu lagi. Engin þörf á aö kaupa nýja. En tveim tímum seinna var suöan ekki Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.