Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 25
í Sunnuhlíð er enginn íbúi í raun eigandi að sinni dvalaríbúð. Sunnuhlíðarsamtökin eiga allar íbúðirnar, en gerðir eru íbúðarréttarsamningar við þá aðila sem festa sér íbúð hverju sinni. íbúarnir kaupa afnotarétt og í stað afsals fær fólk í hendurnar bankatryggingu frá Búnaðarbankanum, þar sem bankinn ábyrgist að endurgreiða fullt gangverð sambærilegrar íbúða í Kópavogi á hverjum tíma samkvæmt mati. Með þessu vinnst það tvennt sem að er stefnt - að hinir öldruðu geta auðveldlega flutt sig um set og tryggt um leið fullt verðgildi eignar sinnar, - að Sunnuhlíðarsamtökin sjá um að viðhald og umhirða verður stöðugt eins og best verður á kosið. Hugmyndin er sú að sambyggð eldri borgara í Laugarási verði sjálfseignarstofnun með sama hætti og þjónustuíbúðirnar í Sunnuhlíð, í umsjá uppsveitahreppanna 6, enda hefur það eignarform reynst vel bæði í Sunnuhlíð og síðar í þjónustuíbúðum að Sólvangi 1, Hafnarfirði. Hönnun. Arkitekar frá Batteríinu, arkitektastofu, hafa nú nær fullhannað íbúðirnar. Við hönnunina var haft í huga að allar íbúðirnar hefðu suðurverönd og íbúðirnar verði bjartar og rúmgóðar og að þær geti hentað fötluðum sem er mikilvægt ef fólk á að geta búið í íbúðunum við hvaða kringumstæður sem er. Áhersla var lögð á að byggingin verði sem hagkvæmust og að viðhaldskostnaðurinn verði eins lítill og kostur er á. Aætlað verð (m.v. meðalbyggingarkostnað): Einstaklingsíbúð með svefnherbergi 52 m2 kr. 5.450.000. 2ja herbergja íbúð 73 m2 nettó kr.6.550.000. 3ja herbergja íbúð 88 m2 nettó kr. 7.700.000. Þetta er kostnaðarverð íbúðanna, en í því er innifalið þjónustukjarni og glergangur ásamt sameiginlegum sólstofusetustofum. Pjónustukjarni. Þjónustukjaminn er hannaður í samræmi við markaðskönnun sem unnin var í janúar og febrúar 1994. í þjónustukjarnanum verður gert ráð fyrir ýmissi afþreyingu og heitum potti og í seinni hluta þjónustukjarnans verður hugsanlega hægt að bjóða upp á sundlaug. Garðeigendur Leitið ekki langt yfir skammt Sumarblóm - Trjáplöntur - Skrautrunnar - Rósir Kryddjurtir - Matjurtaplöntur - Skógarplöntur Skjólbeltaplöntur - Berjarunnar - Limgerðisplöntur Gerum tilboð í stærri pantanir. Kevrum heim ef óskað er. Garðyrkjustöðin Engi Laugarási Biskupstungum - Sími 98-68913 - Fax 98-68913 Bílasími 985-35391 BISK-VERK" mÍTAfíBAKKÁ fílSKI PSTIJNGllM Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Hðhald Sumarhúsaþjónusta Þorsteinn Þórarinsson sími 68862 Skúli Sveinsson sími 68982 Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.