Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 15
SKIPULAGS OG UMHVERFISMÁL: Unniö veröi markvisst aö skipulagsmálum meö víösýni og framsýni aö leiðarljósi og aö skyndiákvarðanir um staösetningu mannvirkja eigi sér ekki staö. Skipulag miöi aö þægilegu og aölaöandi umhverfi í sem bestu samráöi viö íbúa á viðkomandi svæöum. Frágangi gatna, gönguleiöa og götulýsingar Ijúki samhliða uppbyggingu íbúöahverfa. Huga þarf vel aö frárennslismálum, sérstaklega þar sem byggö vex hvaö hraðast. Meö tilkomu gáma hefur sorphreinsun stórbatnaö. Ekki má slaka á þeim umhverfisbótum sem þeir hafa skapað. Vegna aukins tilkostnaöar þarf aö athuga allar leiöir til aukinnar hagræöingar. Uppbygging atvinnulífs og nýting landsvæða má ekki koma niður á viökvæmri og sérstakri náttúru sveitarinnar. Nokkur svæöi eru einstök í sinni röö og ber aö huga aö verndun þeirra í góöri samvinnu viö landeigendur. Huga þarf strax aö auknu landsvæöi í Reykholti, þar sem land í eigu hreppsins er brátt á þrotum. Unnið veröi markvisst aö því aö auka meövitund íbúanna um umhverfi sitt. Gengiö veröi eftir því aö allar raflínur í þéttbýli veröi lagðar í jörö. ORKUMÁL: Biskupstungur eru mjög öflugt hitasvæöi. Kanna þarf til hlítar hagkvæmustu leiöir til aö allir bæir njóti þess. Stefnt skal aö aukinni samvinnu hitaveitna í sveitinni, á sviöi tækni-og sérþekkingar, samræmingar og samnýtingar. Kannaöir skulu auknir möguleikar heita vatnsins til atvinnuskapandi verkefna. Halda þarf áfram lagningu vatnsveitunnar um sveitina þannig aö allir bæir fái nægjanlegt kalt vatn. SLYSA-OG BRUNAVARNIR: Þegar veröi gerö áætlun til nokkurra ára um lokun hættulegra, illa þefjandi skuröa og frárennslis í þéttbýli. Brunavarnir séu í góöu lagi og ábendingum Brunamálastofnunar um endurbætur á opinberum byggingum veröi sinnt. Séö veröi til þess aö vatnsúttök fyrir slökkviliðið veröi þar sem henta þykir, bæöi á þeim stofnlögnum sem fyrir eru og á nýlögnum. Slysavarnafélag Biskupstungna veröi stutt til aö Ijúka uppbyggingu aöstööu sinnar og aö halda viö og bæta tækjakost. Vegurinn inn í Reykholtshverfi veröi lagfærður meö breikkun og lokun skuröa. Einnig veröi gerö gangbraut með honum. Frágangi vegar gegnum Laugarás veröi lokiö meö gangstétt og hraðahindrunum. ÆSKULÝÐS- OG FÉLAGSMÁL: Styöja skal dyggilega viö bakið á þeim félögum og stofnunum sem vinna aö félagsmálum ungra jafnt sem aldraðra. Halda skal áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykholti og undirbúa byggingu íþróttahúss. Gæta skal ítrustu hagkvæmni viö hönnun og byggingu þess. H-listinn fagnar því mikla tónlistar-og kórastarfi, sem vaxið hefur upp meö tilkomu fastráöins organista í Skálholti. Hlúa þarf aö þessu starfi og gæta þess aö þaö fái aöstööu og stuðning til aö blómstra áfram. Athugað veröi með þörf fyrir félagslegar íbúðir í Laugarási. FERÐAMÁL: H-listinn fagnar örri uppbyggingu feröaþjónustu í Tungunum síöustu misseri. Standa þarf vörð um þaö sem áunnist hefur og leita allra leiöa til aö styðja viö bakið á atvinnugreininni. Mótun feröaþjónustu og markaðssetning taki miö af mikilli sumarhúsabyggð og þeim fjölda feröamanna sem um hreppinn fara. Stofna þarf ferðamálaráð Biskupstungna meö þátttöku jáeirra aöila sem hafa hag af ferðaþjónustu. Starfrækt veröi upplýsingaþjónusta fyrir feröamenn í húsnæöi hreppsins. Áfram þarf aö vinna ötullega aö kynningu á Tungunum sem áhugaverðu feröamannasvæöi. S AMEINING ARMÁL: Þaö virðist Ijóst, aö meö góöu eöa illu veröur sameining knúin fram á næstu árum. Til þess aö koma í veg fyrir hugsanlega nauðarsameiningu skal stefnt aö því aö hún veröi á forsendum viðkomandi hreppa frekar en duttlungum einhvers æöra stjórnvalds. Því hefji allir uppsveitarhrepparnir viöræöur um þessi mál, meö þaö aö markmiði aö niðurstaða veröi fengin viö lok kjörtímabilsins. Áöur en raunverulegar viöræöur hefjast skal stuðlað aö almennri umræöu um samskipti hreppanna í fortíö, nútíö og framtíð. Fjallaö veröi opinskátt um kosti og galla sameiningar út frá ýmsum forsendum. Biskupstungnahreppur gangi til þeirra viöræöna, sem í framhaldi af þessu kunna aö fara af staö, meö opnum huga, meö þaö aö leiðarljósi, aö gæta hagsmuna íbúa hreppsins annarsvegar og hagsmuna hins nýja hrepps hinsvegar, enda fara þessir hagsmunir saman á flestum sviðum. Búast má viö aö erfiðustu málin sem um veröur fjallað í væntanlegum viöræöum varöi staðsetningu ýmissa stofnana og fyrirtækja. Leggja skal áherslu á aö þau mál veröi leyst meö skynsemi og hagkvæmni aö leiöarljósi. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.