Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 10
Landgræðslufélag Biskupstungna Miðvikudaginn 'i3. apríl var haldinn stofnfundur Landgræðslufélags Biskupstungna í Aratungu. Á fundinn mættu um 30 Tungnamenn ásamt góðum gestum. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri flutti erindi um starfsemi landgræðslunnar. Egill Jónsson alþingismaður og formaður Fagráðs í landgræðslu flutti ávarp. Sveinn Sigurmunsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands flutti stutt ávarp. Allir óskuðu þeir félaginu velfarnaðar í starfi. Jón Sigurbjörnsson las einnig frásögn Jóhannesar úr Kötlum „Sumarið góða á Kili“ á með fundarmenn fengu sér kaffi og með því. Á fundinum voru samþykkt lög hins nýstofnaða félags. Einnig var samþykkt eftirfarandi tillaga frá undirbúningsnefnd: „Stofnfundur Landgræöslufélags Biskupstungna haldinn í Aratungu 13. apríl 1994 samþykkir að fresta ákvörðun um árgjald félagsmanna fram að næsta aðalfundi. Enda kallist þeir stofnfélagar sem ganga í félagið þangað til." Tveir voru kosnir í stjórn. Þau Þorfinnur Þórarinsson og Arnheiður Þórðardóttir. Varamenn voru kjörnir Guðni Lýðsson og Ingólfur Guðnason. Hreppsnefnd skipar svo einn stjórnarmann og varamann hans eins og segir til um í samþykktum félagsins. Stjórnin hefur því ekki enn skipt með sér verkum. Að lokum vil ég geta þess að þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við þennan félagsskap hafi samband við einhvern stjórnarmann til að láta skrá sig í félagið. A.Þ. Samþykktir Landgræðslufélags Biskupstungna 1. gr. Félagið heitir Landgræðslufélag Biskupstungna. Félagssvæði þess er Biskupstungur og afréttir þeirra. 2. gr. Fullgildir félagar í félaginu geta allir orðið sem lögheimili eiga í Biskupstungum. Styrktarfélagar geta orðið burtfluttir Biskupstungnamenn, sumarbústaðaeigendur í Biskupstungum og einstaklingar sem áhuga hafa á að starfa með félaginu. 3. gr. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að stuðla að uppgræðslu lands og stöðvunar á jarðvegs- og gróðureyðingu. 4. gr. Tilgangi félagsins hyggst það ná meðal annars með því að: a. Vinna í samstarfi við sveitarstjórn, Landgræðslu ríkisins og landeigendur að framkvæmd landgræðsluverkefna. b. Gangast fyrir almennri kynningarstarfsemi um landgræðslumál. c. Styðja þá aðila, svo sem félög og skóla, sem sinna landgræðslumálum á svæði félagsins. 5. gr. Stjórn félagsins er skipuð þrem mönnum og þrír skulu vera til vara. Einn stjórnarmaður og einn varamaður skulu ganga úr stjórn ár hvert. Einn stjórnarmaður og varamaður hans skal skipaður af hreppsnefnd, hinir kjörnir á aðalfundi. Kjörtímabil hvers og eins eru þrjú ár. Stjórnin skipti með sér verkum. Æskilegt er að varamenn sitji stjórnarfundi. Hámarks seta samfleytt í stjórn eru þrjú kjörtímabil. Tveir endurskoðendur skulu kosnir til þriggja ára í senn. Reikningsárið skal vera almanaksár. 6. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn í október ár hvert. Til hans skal boðað eins og vandi er til. Full félagsréttindi á fundinum hafa aðeins skráðir félagar. Styrktarfélagar hafa málfrelsi og tillögurétt. Á aðalfundi skal árgjald fyrir komandi reikningsár ákveðið. 7. gr. Tillögum um breytingar á lögum þessum skulu berast formanni stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að 3/4 hluti atkvæða falli þeim í vil. Einungis aðalfundur getur lagt félagið niður og þarf til þess samþykki 3/4 hluta fundarmanna. Sami fundur ráðstafar eignum félagsins. Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.