Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 11
Logafréttir Vetrarstarf Hestamannafélagsins Loga hefur verið með hefðbundnum hætti. Haustfundur var haldinn í Aratungu 26. nóv. 1993. Gestur fundarins var Kristinn Guðnason í Skarði og ræddi hann aðallega um Hrossaræktarsambandið og stóðhestana. Landsþing Hestamannafélaga var haldið í Varmahlíð að þessu sinni og sóttu það 2 fulltrúar frá Loga, þau Þráinn Jónsson og Hólmfríður Ingólfsdóttir. Árshátíð Loga var í Aratungu 6. mars. og tókst vel að venju. Hestamannafélagið fékk 600 þús. kr. úr reiðvegasjóði og var lagður reiðvegur frá Litla-Fljóti að Felli. Ekki tókst það nógu vel því ofaníburðurinn er fullgrófur og landið sums staðar blautt. Einnig fékk félagið 70 þús. kr. til áningarhólfa og var ákveðið að helmingurinn af því færi í gerðið við Brautarhól og hinn helmingurinn í viðgerð á gerði félagsins við Torfastaði. Páskaútreiðin var 2. apríl.Um 40 manns með 70 hross fóru þá ferð. Riðið var upp í Hrísholt þar sem knapar þáðu veitingar í boði Hestamannafélagsins. Árshátíð unglinga var 18. febr. í Árnesi og var ekki fjölsótt frá okkar félagi, en nú fóru aðeins 11 krakkar á árshátíðina. Aðalfundir Hestamannafél. Loga og íþróttadeildar Loga voru í Aratungu 2. maí 1994. Gestur fundarins var Ingimar Sveinsson frá Hvanneyri. Hann fræddi fundargesti um uppeldi folalda, en hann hefur mælt og vigtað folöld til að fylgjast með þroska þeirra. Einnig sýndi hann okkur mynd um nýja tamningaraðferð, en hann hefur kennt þessa aðferð á Hvanneyri í vetur. Þessi aðferð fer fram í lokuðu hringgerði og hefur gefið góða raun. Engar breytingar urðu á stjórn á þessum fundi og var ákveðið að stjórn Loga verði einng stjórn íþróttadeildar. Nefndir kosnar á aðalfundi 2. maí 1994 Skeiðvallanefnd: Helgi Guðmundsson Hrosshaga Guðmundur Óskarsson Kistuholti Einar Páll Sigurðsson Norðurbrún Vm. Ólafur Einarsson Torfastöðum Kappreiöanefnd: Guðmundur H. Grétarsson Syöri-Reykjum Óttar Bragi þráinsson Miklaholti Sigurður Guðmundsson Reykjavöllum Magnús Magnússon Árbakka Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir Hrosshaga vm. Þórey Jónasdóttir Haukadal vm. Fannar Ólafsson Torfastöðum. Veitinganefnd: Hólmfríður Ingólfsdóttir Brennigerði Katrín Þórarinsdóttir Aratungu Birta Karlsdóttir Torfastöðum vm. Bryndís Kristjánsdóttir Borgarholti Kappreiðadómnefnd: Arnór Karlsson Arnarholti Guðni Karlsson Gýgjarhóli Sveinn Skúlason Bræðratungu vm. Haraldur Kristjánsson Einholti Sumarskemmtinefnd . Kjartan Sveinsson Bræðratungu Hjalti Ragnarsson Ásakoti vm. Hákon Gunnlaugsson Brekkugerði. Ljósmyndarar: Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum Helgi Guömundsson Hrosshaga. Húsvörður: Loftur Jónasson Lambabrún vm. Kristján Kristjánsson Borgarholti. Fulltrúar á Stórmót á Hellu: Aðalsteinn Steinþórsson Kjóastöðum vm. Hákon Gunnlaugsson Brekkugerði Æskulýðsfulltrúi: Hólmfríöur Ingólfsdóttir Brennigerði. Fulltrúar á Landsþing Hestamanna: Kristinn Antonsson Fellskoti Ólafur Einarsson Torfastöðum vm. Þráinn Jónsson Miklaholti vm. María þórarinsdóttir Fellskoti. Vetrarmót Loga 1994. Fyrsta vetrarmótið var á vellinum við Torfastaði 12. mars s.l. og var þátttaka heldur minni en undanfarna vetur,annaðmótiðvarsíðan9.apríl. En ekki hefur enn tekist að Ijúka vetrarmótinu. Þar sem veikin sem kom upp í hestunum í Víðidalnum olli því að mótinu sem vera átti 30. apríl var frestað þar sem yfirdýralæknir gaf út þá yfirlýsingu að öll hestamót væru bönnuð. En eins og margir vita eru vetrarmótin þrjú og safna knaparstigum, sem eru síðan lögð saman í lokin. Þegar þetta er skrifað er fyrirhugað að hafa síðasta mótið 21. maí. Nú er staðan þessi: Fulloröinsflokkur: 1. María Þórarinsdóttir Fellskoti 2. Einar Páll.Sigurðss. Norðurbrún 3. Ólafur Einarsson Torfastöðum 4. Sigurlína Kristinsd Feliskoti 5. Líney Kristinsdóttir Fellskoti 6. Kristinn Antonsson Fellskoti 7. Guðm. Grétarsson Syðri-Reykjum 8. Gyða Vestmann Reykholti 9. Loftur Jónasson Lambabrún 10. Guðrún Eyvindsd. Kjóastöðum Unglingaflokkur: 1. Birta Karlsdóttir Torfastöðum 2. Fannar Ólafsson Torfastööum 3. Margrðt Friðriksd. Brennigerði 4. Berglind Þorkelsd.Torfastöðum 5. Kristleifur Jónss. Reykholti 6. Þórey Helgadóttir Hrosshaga 7. Bryndís Kristjánsd. Borgarholti Barnaflokkur: 1. Björt Ólafsdóttir Torfastöðum 2. Bergþóra Benediktsd. Kirkjuholti 3. Böövar Stefánsson Reykholti 4. Eldur Ólafsson Torfastöðum 5. Fríða Helgadóttir Hrosshaga 6. Aðalbjörg Aðalsteinsd. Kjóast. 12.. mars 9. apríl Samt. Hestur Stig. Stig. Stig Garpur 6v. 10 10 20 Nótt 7v. 8 9 17 Eldjárn 10v. 9 7 16 Demantur 11 v. 5 8 13 Blær 7v. 7 5 12 Hekla 5v. 6 6 12 Fönn 9v. 4 4 8 Faxi 9v. 3 3 6 Fengur 11 v. 2 íú 2 Pjakkur 7v. 2 2 Plútó 10v. 10 10 20 Framar 7v. 9 9 18 Blær 6v. 7 8 15 Ótta 8v. 8 4 12 Glaður 10v. 6 5 11 Spenna 5v. 5 6 11 Randver 6v. 4 7 11 Magna 6v. 10 9 19 Skuggi 11 v. 9 10 19 Glói 6v. 8 7 15 Kjölvör 8v. 7 8 15 Vinur 10v. 6 5 11 Hrafnh. 8v. 5 6 11 Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.