Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 10
V iðtal við nýjan sóknarprest
Sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sóknarprestur okkar Tungnamanna í 42 ár, lét afstörfum
sökum aldurs 1. desember. Kjörmenn sóknanna fjögurra í Biskupstungum kusu í nóvember
nýjan prest til Skálholtsprestakalls. Sá heitir Egill Hallgrímsson og hefur verið sóknarprestur í
Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdœmi síðastliðin 6 ár.
Það eru ekki margir hér í Tungunum sem þekkja til Egils, og þvíþótti Litla-Bergþóri rétt að
slá á þráðinn norður og afla sér nokkurra upplýsinga um hann frá fyrstu hendi.
Egill Hallgrímsson og Ólafía Sigurjónsdóttir ásamt
börnum sínum Sóleyju Lindu og Hallgrími Davíð.
Egill Hallgrímsson: Já, ég er fæddur
11. júní árið 1955 og ólst upp í Hveragerði
hjá foreldrum mínum, Sigurlaugu
Guðmundsdóttur og Hallgrími H. Egilssyni,
garðyrkjubónda. Þar vann ég með föður
mínum í garðyrkjustöð hans á sumrin, frá
bamæsku til fullorðinsára.
L.-B: Hvaðan eru foreldrar þínir
œttaðir?
Egill: Faðir minn, sem lést fyrir einu
og hálfu ári, var ættaður úr Ölfusinu og má
segja að mitt fólk í föðurætt hafi búið í Ölfusi,
Grafningi og Flóa a.m.k. síðustu 200 árin.
Egill Jónsson afi minn var fæddur í
Borgarkoti í Ölfusi en bjó ásamt ömmu
minni, Svanborgu Eyjólfsdóttur, á
Reykjahjáleigu í Ölfusi. Hann dó ungur.
Móðir mín er dóttir Guðmundar
Þorkelssonar sjómanns, sem var Vestfirðigur,
ættaður úr Dýrafirði og Hólmfríðar
Jónsdóttur.
Hólmfríður amma mín var af ættum
Síðupresta, dóttir Jóns Þorkelssonar
Eyjólfssonar. Móðir hennar var Kristín
Kristjánsdóttir Ijósmóðir, sem ættuð var af
Snæfellsnesi og úr Vestur Skaftafellssýslu.
L.-B: Gœtir þú sagt okkur eitthvað af
mennta- og staifsferli þínum?
Egill: Jú, að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1976,
starfaði ég sem gæslumaður á
Kleppsspítalanum í Reykjavík í rúm tvö ár,
auk þess sem ég var kennari við
Grunnskólann á Bíldudal í einn vetur. Eftir
það innritaðist ég í Félagsvísindadeild
Háskóla íslands og var þar við nám í
sálarfræði í tvo vetur.
Árið 1981 innritaðist ég í Guðfræðideild
Háskóla íslands og stundaði þar nám næstu
árin. Jafnframt námi vann ég fyrir mér sem
vaktmaður á meðferðarheimili SÁÁ að Sogni
í Ölfusi og sem gæslumaður á Geðdeild
Litli - Bergþór 10