Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 8
Hreppsnefndarfréttir
verkið verði unnið í 3 áföngum á bilinu sept. '97 til okt.
'99. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi (sept. '97-apríl '98)
kosti samtals kr. 1.050.000,-. Hreppsráð leggur til að
unnið verði eftir þessari áætlun.
Fundargerð Verkefnisstjórnar um stefnumótun í
uppsveitum Árnessýslu dags. 22/9. Kynntur samningur
við Menntaskólann að Laugarvatni um vefsíðugerð fyrir
sveitarfélögin. Hann var undirritaður 30. september með
fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna. Hreppsráð
leggur til að hann verði staðfestur.
Minningargjöf um Erlend Gíslason. Nokkrir vinir
Erlendar hafa keypt bekk til minningar um hann og
verður hann staðsettur nærri Aratungu. Hreppsráð leggur
til að hreppurinn leggi allt að kr. 12.000,- til málsins.
Hreppsnefndarfundur 14. október 1997.
Bréf Félagsmálaráðuneytis vegna Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga dags. 8. 10. 1997. Meðfylgjandi er
útreikningur tekjujöfnunarframlaga 1997.
Tekjujöfnunarframlag Biskupstungahrepps 1997 erkr.
5.302.282,-.
Samþ. að austurendi slökkvistöðvar, sem er að
losna úr leigu, verði notaður sem áhaldahús hreppsins.
Núverandi áhaldahúsi verði fundið annað hlutverk.
Hreppsráðsfundur 3. nóv. 1997.
Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 13. okt. 1997.
Kynnt útgáfa „Handraðans“ sem er handbók um málefni
grunnskóla. Samþykkt að gerast áskrifandi að tveimur
eintökum og verði þau geymd annars vegar á
hreppsskrifstofu og hins vegar í skólanum.
Bréf Röra- og stífluþjónustunnar dags. 6. okt.
1997. Tilboð í losun á rotþróm í Biskupstungnahreppi.
Hreppsráð tekur undir þörfina á umræddri
framkvæmd enda í samræmi
við fyrri samþykktir
hreppsnefndar um losun ( Var ég ekki einn afþessum
þróa á þessu ári. Áðuren \ völduaðilum?
heildarlausn verði fengin
þyrfti niðurstaða Heilbrigðiseftirlits'
Suðurlands að liggja fyrir um fráveitumál í
sveitinni. Þá væri hægt að ákveða
kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins.
fþróttahúsbygging. Útboðsgögn
varðandi gröft og fyllingu hafa verið
send átta völdum aðilum á svæðinu og
verða tilboð opnuð föstudaginn 7.
nóvember kl. 14. Áætluð verklok eru
15. des. 1997.
Hrútasýning
Hrútar voru skoðaðir og metnir hér í sveit 23. september sl. Dómari var Fanney Ólöf
Lárusdóttir, ráðunautur. Mest áhersla var lögð á að dæma lambhrúta og veturgamla.
Dæmdir voru 25 lambhrútar á 5 búum. Þrír þeirra fengu 78,5 til 79,5 stig, átta frá 80 til 81,5
stig, fimm frá 82 til 83,5 stig, sex 84 til 85 stig og þrír 85,5 stig, og voru þeir allir frá
Bræðratungu.
Veturgamlir hrútar voru 21 á 9 búum. Átta fengu 80 til 81,5 stig, tólf 82 til 83,5 og einn hjá
Magnúsi í Austurhlíð 84 stig.
Þriggja vetra hrútar voru 2 dæmdir, og hlutu þeir 80,5 og 81 stig.
A. K.
ijafifárblóm-
Veljum íslenskt!
BLÓM FYRIR BESTA
FÓLK
(j(eði(ea,ió(
Opið öll kvöld til kl. 21:00.
fiöí&UJK UÍÖsíÍptÍK
WO/Oty
þö££ajK inÖsíiptÍK
Litli - Bergþór 8