Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 13

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 13
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Ágætu félagar. Sumarstarfið var með hefðbundnu sniði í sumar. Þar bar hæst frjálsar íþróttir og fótbolta. Einnig var leikjanámskeið. Keppendur framtíðarinnar, Þröstur, Lilja Osk og Asta. Þessar æfingar voru mjög vel sóttar, en útvega þjálfara í fótboltann. Sumarstarfinu þriggjafélagamóti milli Bisk, Laugdæla og ekki tókst að lauk svo með Grímsnesinga. Ovissuferð. Þar lentum við í öðru sæti. Vetrarstarfið er byrjað á fullu og þar ber hæst frjálsar, körfubolta og borðtennis og ekki er hægt að kvarta undan þátttökunni. Farið var í bíóferð til Reykjavíkur með krakkana sem stunda æfingar í frjálsum þann 24. nóvember. Vonumst við til að þetta auki enn meir áhuga á frjálsum íþróttum. I lokin vil ég nefna að Iþróttahátið H.S.K. var haldin 21.6. á Selfossi. Þar stóðu okkar krakkar sig með mikilli prýði. Þá vil ég þakka öllum, sem kepptu og störfuðu fyrir deildina, kærlega fyrir samstarfið. Sigurjón Sæland, formaður. Keppendur í Þriggjafélagamótinu. Unglingarnir í skemmtinefnd Ungmennafélagsins ákváðu að efna til óvissuferðar í sumar. Ferðina skipulögðu þau í samvinnu við stjóm félagsins. Var ákveðið að fara um miðjan júní og vera eina nótt. Var undirritaður fenginn til að fylgjast með svo allir skemmtu sér. Á þriðja tug ungmenna mættu við Aratungu og héldu af stað út í óvissuna. Var haldið til Þingvalla um Grafning, beygt af um Kjósarskarð og Dragháls um Skorradal. Það var hringsólað um Borgarfjörð, farinn Hvanneyrarhringurinn, landsmótssvæðið í Borgamesi skoðað. Ennþá vissu engir utan nefndarinnar hvert væri ætlað. Með viðkomu í Reykholti þar sem Snorralaug og safnið í kirkjunni var skoðað af áhuga en mesta fjörið var sennilega í ruðningsleiknum, sem margir tóku þátt í. Frá Reykholti var haldið áfram inn Reykholtsdal, stansað við Bamafossa áður en haldið var til ákvörðunarstaðarins sem var Húsafell. Þar var slegið upp tjöldum, farið í sund og grillað. Eftir grillið fóru flestir að varðeldinum, annars fundið sér sitthvað til skemmtunar. Eftir nætursvefninn var vaknað við hvíta jörð. Þá var best að skríða dýpra niður í svefnpokann. Eftir sund, golf, morgunmat og tiltekt var haldið í gönguferð inn í Bæjargil, skemmtilegur staður með alls konar andlit og dýr höggvin í steina um allt gil. Haldið var heim nær sömu leið og komið var. Reyndar var ætlunin að fara Kaldadal heim, en hann var lokaður. Þetta var góð ferð með frábærum krökkum. Húsafell er vel til þess fallið að heimsækja jafnt fyrir fjölskyldur sem hópa eins og við mynduðum. En það verð ég að segja ykkur foreldrum þeirra sem í ferðinni voru og annarra ungmenna í Biskupstungum að þið eigið frábæra unglina sem eru þess virði að treysta. Magnús Ásbjörnsson. Borðtennismót HSK haldið að Flúðum 9. febrúar 1997. Helstu úrslit: Tátur 11 ára og yngri: 1. Fnða Helgadóttir 6 stig. Hnokkar 11 ára og yngri: 1. Jóhann Pétur Jensson 11 stig. Sveinar 14-15 ára: 1. Georg Hilmarsson 12,5 stig. Stúlkur 16-17 ára: 1. Elma Rut Þórðardóttir 6 stig. Drengir 16-17 ára: 1. Axel Sæland llstig. Konur öidungar: I. Margrét Sverrisdóttir 6 stig. Úrslit urðu sem hér segir: Umf. Bisk 70 stig, l.þr. Garpur 46.5 stig Umf.Hrun. 31.5 stig Umf. Skeið 22 stig. Umf. Baldur 4. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.