Litli Bergþór - 01.12.1997, Side 27

Litli Bergþór - 01.12.1997, Side 27
„Býr á Fossi bóndi og smalinn“ Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi. Jón á Setbergi stóð tvímælalaust langnæst föður sínum varðandi fjármennsku og sauðgleggni af þeim systkinum. (Nánar er sagt frá Jóni í grein í L-B 3. tbl. 17. árg.) 6. Guðrún f. á Fossi 2. nóvember 1826. Dó ung. 7. Sigurðurf. áFossi 21. ágúst 1829. Bóndi í Helludal og Holtakotum í Biskupstungum, svo í Gröf í Mosfellssveit og síðast á Ulfarsfelli í sömu sveit. Kona hans var Guðrún Þorláksdóttir frá Neðradal í Biskupstungum. 8. Guðbjörg f. á Fossi 22. maí 1832. Dáin 18. nóvember 1843. 9. Guðbjörg f. í Hjálmholti í Flóa 17. júlí 1836. Hennar maður var Guðmundur Einarsson, f. 1829. Þau bjuggu í Miðdal, áttu fimm böm, aðeins tvö þeirra komust upp. Guðbjörg dó 18. desember 1862 aðeins 26 ára gömul. Maður hennar giftist seinni konu sinni, Vigdísi Eiríksdóttur frá Vorsabæ á Skeiðum. Frá þeim er komið Miðdalsfólkið, Guðmundur Einarsson, myndlistarmaður, og hans systkini. 10. Einar f. á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi 29. desember 1837. hann mun hafa dáið ungur, því síðast finnst hann á manntali 1845 og er þá aðeins 8 ára. Eins og fyrr er fram komið fékk Guðmundur Eiríksson fljótlega auknefnið „hinn ríki“. Hans lengsta viðdvöl í búskap var á Fossi, sem var 18 ár. Þá jörð þekki ég vel bæði að kostum og göllum. Að mínu viti hafa gallamir verið næsta léttvægir, og að mati forföður míns varla nefnandi af því að þeir lágu helst í örðugri fénaðarferð og smalamennsku. En það vom þættir, sem Guðmundur miklaði síst fyrir sér. Öll þau ár, sem hann býr á Fossi, er hann leiguliði.. Ég er nærri viss um að þar hefði hann búið til enda dægurs, ef honum hefði boðist eignarhald á jörðinni. Eftir 18 ára ábúð verður hann að standa upp af jörðinni. Það er á vordögum 1836, þegar hann fer að Hjálmholti í Flóa með konu sína og böm, vinnumann, tvær vinnukonur og efalítið meginhluta af sínum bústofni. Þama dvelja þau eitt ár, og er þá Guðmundur ráðsmaður Páls Melsteð sýslumanns. Ekki finnst mér ósennilegt að fénaður hans hafi horft allfast til Hreppafjallanna þegar vora tók. Þessi sterkefnaði bóndi verður ekki sjálfseignar- bóndi fyrr en hann sest að í Haukadal 1842 og er þá rösklega fimmtugur. Eftir tólf ára búskap tekur hann sig upp og flyst í Miðdal og býr þar einnig sjálfseignarbóndi til dauðadags 1866 eða í önnur tólf ár. Hér lýkur að segja frá Guðmundi Eiríkssyni hinum sauðglögga. „Býr á Fossi bóndi og smalinn burinn Eiríks Guðmundur. Fjarðar blessa Freyr er talinn, flestum meira sauðglöggur.” Svo kvað Magnús Andrésson, bóndi í Syðra- Langholti, er hann minntist hans í Bændarímu í Hrunamannahreppi. Jón í Skollagróf. Os/Qim öCCum SunnCencCittgum gCzðiCegrajóCa og þöCjjum ánœgjuCeg viðsCjpti / f/'>c s ♦ a hoanai an Litli - Bergþór 27

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.