Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 20
Heislugæsla í hundrað ár..frh Stjórn og starfsfólk Heilsugœslustöðvarinnar með Geirharði Þorsteinssyni, arkitekt, áfundi 19.febrúar 1993, þegar gengið varfrá teikningum afnýrri heilsugæslustöð. ríkið 85 % kostnaðar. Húsið var síðar lagað mikið og gerð lítil afleysingaíbúð í kjallaranum, en á efri hæðinni er íbúð hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðvarinnar. Læknarnir hafa, um tíma rekið lyfjabúr í lækningaálmunni með heilsugæslustöðinni og er að því mikið hagræði fyrir sjúklinga að hafa lyfjabúr á staðnum. A Laugarvatni hafði hjúkrunarkona starfað við skólana frá fyrstu tíð og verið stafsmaður Menntamálaráðuneytisins, en hreppurinn lagt henni til húsnæði síðustu árin. Eftir að þar var stofnað heilsugæslusel fóru læknar að fara þangað vikulega í móttöku, en reksturinn féll þó ekki undir heilbrigðisráðuneytið fyrr en í ársbyijun 1986. Enn leggur hreppurinn til húsnæði og það endurgjaldslaust og hjúkrunarfræðingurinn er í leiguíbúð hreppsins. Ráðinn var læknaritari í hluta starf árið 1978 og meinatæknir í hálft starf 1981. Keypt voru lækningatæki og rannsóknartæki og rannsóknastofa sett upp. Röntgentæki voru keypt 1983 til endumýjunar á gömlu tæki frá 1957. A síðustu árum hefur þjónusta Heilsugæslu- stöðvarinnar aukist, hjúkrunarfræðingar voru ráðnir, eftir því sem stöðuheimildir leyfðu og heimahjúkrun veitt. Ljósmóðirin tók upp mæðraskoðun og ungbamaeftirlit, hópskoðun kvenna hefur verið árlega í krabbameinsleit og fullkomin tæki voru keypt á rannsóknarstofu. Læknaritari var ráðinn í fullt starf og talva keypt. A árinu 1993 voru skráðar komur á heilsugæslustöðina í Laugarási 4568 en 983 á heilsugæsluselið á Laugarvatni, eða 5551 alls. Stöðugildi voru þá 7,6. Sjúkraflutningar bötnuðu og öryggi jókst. Lögreglan í Amessýslu hafði lengi annast sjúkraflutninga í sýslunni sem þróuðust upp í samninga sýslumanns, ráðuneytanna og heilsugæslustöðvanna í sýslunni um sjúkraflutningana. Það samstarf hefur gengið vel og verið hagstætt fjárhagslega og nú á heilsugæslustöðin í Laugarási hlut í tveimur vel búnum sjúkraflutningabifreiðum. En víkjum nú aftur til fyrri tíma. Þrátt fyrir stækkun lækningaálmu 1972 var hún ekki nema 126 m2 Ekki gat nema annar læknirinn starfað í einu, starfsfólkið kvartaði undan þrengslum og oft var löng bið hjá sjúklingum. Þá var horft til glæsilegra heilsugæslustöðva, sem risu hver af annarri á landsbyggðinni. Athugaðir voru ýmsir möguleikar til stækkunar á lækningaálmu, en horfið frá þeim öllum eftir ítarlega athugun. Það var svo 6. september árið 1982 að stjórn Heilsugæslustöðvarinnar ályktaði, að byggð skyldi ný heilsugæslustöð. Oddvitar tóku undir þetta á fundi 12. nóvember um haustið og sveitarstjómirnar lýstu síðan stuðningi sínum. Bréf voru send ráðuneyti og Alþingi, en engin loforð fengust fyrir nýrri stöð eða fjárveitingu að sinni. Hefst nú fimmti kafli í framkvæmdasögu heilbrigðisþjónustu uppsveitanna og 12 ára tilhugalíf. Mörg voru þau bónorðsbréfin, sem send voru þingmönnum, ráðuneyti og fjárveitingamefnd Alþingis og margar voru þær bónorðsfarimar sem famar voru án sýnilegs árangurs. Stjóm heilsugæslustöðvarinnar var þó vongóð og gekkst í að undirbúa byggingu nýrrar stöðvar með því að skoða stöðvar úti á landsbyggðinni og ræða við starfsfólk þeirra um kosti þeirra og galla. I júní 1983 fóru formaður, læknir, hjúkrunarforstjóri, ljósmóðir og ritari og skoðuðu stöðvamar í Borgamesi og Búðardal. í nóvember 1985 voru stöðvar á Suðurlandi, allt til Homafjarðar, skoðaðar, og loks var flogið austur á Vopnafjörð í ágúst 1986 og stöðin þar skoðuð. Þegar svo fjárveiting fékkst á fjárlögum 1987 til hönnunar, var stjómin sammála um að ráða Geirharð Þorsteinsson sem arkitekt, en hann hafði meðal annars teiknað stöðina á Vopnafirði. Vann hann síðan að teikningum með læknunum, öðru starfsfólki og stjóminni, en Þorsteinn sonur hans tók við í lokin og gerði sérteikningar. Meðan á hönnun stöðvarinnar stóð, var enn farið árið 1995 og heilsugæslustöðin á Grundarfirði skoðuð, en það var síðasta stöðin sem Geirharður hafði teiknað. Töldu menn sig hafa mikið gagn af þeirri ferð og reyndar ferðunum áður. Og nú fór að hilla undir að bónorðinu yrði tekið, því að fjárveitingar fóru að koma, - og loks var lögformlegu sambandi komið á við hátíðlega athöfn í Skálholti 8. febrúar 1995, þegar Sighvatur Björgvinsson, þáverandi heilbrigðisráðherra og Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra f.h. ríkisins, og allir oddvitar f.h. hreppanna undirrituðu samning um byggingu og fjármögnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Laugarási. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra innsiglaði Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.