Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 7

Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 7
Hreppsnefndarfréttir Bréf Skipulags ríkisins dags. 13. júlí 1997. Skipulagið óskar eftir nánari upplýsingum um lagningu vegaslóða yfir Skálpanes sem hreppsnefnd hafði sent þeim til umsagnar. Oddvita falið að skýra málið nánar. Bréf Umhverfisráðuneytis dags. 16. júlí 1997. Ráðuneytið fer fram á að hreppsnefnd skipi einn mann í nefnd sem ætlað er að gera tillögur um friðun og vemdun Geysis og Geysissvæðisins. Hreppsráð leggur til að Gísli Einarsson verði fulltrúi sveitarstjómar. Fundargerð leikskólanefndar dags. 15. júlí 1997 og kynningarfundar með foreldrum dags. 21. júlí 1997. Þar kemur fram gjaldskrárhækkun sem skiptist þannig: 5 dagar heilir kr. 20.000,- 5 dagar frá 9-12 kr. 7.300,- 5 dagar frá 9-13 kr. 12.000,- 5dagarfrá 13-17 kr. 9.700,-. Inni í tölunum er matur kr. 3.200,- kaffi kr. 1.500,- og morgunmatur kr. 650,- þar sem við á. Auglýsing leikskólans dags. 5. ágúst 1997. Þar býður leikskólinn upp á þriggja daga vistun frá mánudegi til miðvikudags og síðan fimm daga vistun samkv. fundargerð dags. 15. júli 1997. Hreppsráð samþykkir breytinguna. Undirskriftarlistar foreldra leikskólabarna móttekið 6. ágúst 1997. 37 undirskriftir bárust og er þar skorað á sveitarstjóm að hafa sveigjanlegan vistunartíma eins og verið hefur. Hreppsráð vísar í bókun 16, þar sem leikskólanefnd býður upp á þriggja daga vistun og telur að þar sé komið vel til móts við óskir foreldra. Skipulagsmál í Laugarási. Tillaga Péturs H. Jónssonar að deiliskipulagi í Laugarási að nýju íbúðarhúsahverfi fyrir ofan land Teigs. Hreppsráð mælir með að skipulagið verði staðfest. Einnig samþykkir hreppsráð að leigja Gunnari og Ragnheiði á Birkiflöt lóð nr. 13 ef nýja skipulagið verður samþykkt. Breyting á deiliskipulagi úr landi Kjóastaða 2 frá 1993. Breytingin felst í að um 10.000 m2 íbúðarhúsalóð ásamt útihúsi er bætt við austan sumarbústaðahverfísins. Hreppsráð staðfestir skipulagið. 100 ára árstíð Sigurðar Greipssonar verður haldinn á Hótel Geysi 22. ágúst n.k. Gefið hefur verið út minningarrit um Sigurð og Haukadalsskólann af því tilefni, ritstýrt af Páli Lýðssyni. í tilefni dagsins vill hreppsráð minnast Sigurðar og hans verka með því að beita sér fyrir Geysisgosi þann dag. Bréf Landmótunar hf. dags. 6. ágúst 1997. Fyrirtækið býðst til að taka að sér vinnu við svæðisskipulag fyrir hreppinn að hluta eða öllu leyti og nýta þar með þá þekkingu og upplýsingar sem fyrirtækið hefur á þessum málum. Oddvita falið að ræða við skipulagsstjóra um málið. Hreppsráðsfundur 4. sept. 1997. Aðalskipulag Biskupstungnahrepps. Tilboð í aðalskipulagið frá Landmótun ehf. undirritað af Einari E. Sæmundssen, landslagsarkitekt. Þar er heildarkostnaður lauslega áætlaður fyrir utan ljósritun gagna og útgáfukostnað. Þá mættu á fundinn Pétur H. Jónsson og Haraldur Sigurðsson með tillögu að tíma og kostnaðaráætlun. Reiknað er með að skipulagið sé tilbúið til kynningar sumarið 1998. Hreppsráð leggur til að tillaga Péturs og Haraldar verði send Skipulagi nkisins og farið fram á 50% hlutdeild Skipulagsins í því. Umsókn Péturs Skarphéðinssonar og Gylfa Haraldssonar að lóðum í Laugarási. Pétur H. Jónsson mælti með tillögu að lóðum fyrir þá á fyrirhuguðu sumarhúsasvæði fyrir ofan garðyrkjustöðina Engi. Samþykkt að gefa þeim kost á tveimur 10.000 fm. lóðum samkvæmt tillögum og Pétri falið að ræða nánar við þá. Lóð vegna spennustöðvar Rarik í Laugarási. Fyrir lá beiðni Rarik að færa fyrirhugaða lóð austur fyrir Höfðaveg í átt að Auðsholtshamri þar sem grunnur yrði betri fyrir húsið. Pétur hefur gengið frá lóðablaði sem var samþykkt. Kaupsamningurinn vega Teigs í Laugarási dags. 4/9 1997. Seljandi Ágúst Eiríksson og Ingveldur Valdimarsdóttir. Kaupendur Sebastian Beeker og Ingibjörg G. Einarsdóttir. Kaupverð kr. 11.000.000,- Hreppsráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Hreppsnefndarfundur 16. sept. 1997. Samþ. að útvega opna gáma fyrir lífrænan úrgang í nágrenni garðyrkjubýla í samvinnu við Sorpstöð Suðurlands. Sorpgryfjunni í Laugarási verði lokað, jafnframt verði boðað til kynningarfundar um meðferð sorpsins. Vegna nýs deiliskipulags í Laugarási og Reykholti: Þeim sem stunda starfsemi sem ekki samrýmist deiliskipulagi, verði gert að sækja um breytta landnotkun. Deiliskipulag fyrir Kjóastaði 2 hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist. Samþ. að óska eftir staðfestingu skipulagsstjóra ríkisins. Bréf U.M.F. Biskupstungna ásamt undirskriftarlista. Fagnað er ákvörðun um byggingu íþróttahúss. Undirritað af 18 félagsmönnum U.M.F.B. Hreppsráðsfundur 10. október 1997. Aðalfundarboð S.B.S. fyrir árið 1996 dags. 3. október. Aðalfundurinn verður haldinn á Selfossi 14. október kl. 17. Samþykkt að Ásborg verði fulltrúi og þá jafnvel fyrir stærra svæði. Bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dags. 2. október. Kynntur auglýsingasamningur við Morgunblaðið sem gildir fyrir sveitarfélög og stofnanir þeirra sem eru alfarið í þeirra eign. Samþykkt að Biskupstungnahreppur verði aðili að samningnum. Bréf Fjármálaráðuneytisins dags. 24. sept. Kynnt lög um uppgjör á vangoldnum söluskatti, launaskatti, tekjuskatti og eignaskatti þar sem fram kemur að ráðuneytið óskar eftir samþykki sveitarfélaga á að fá að skuldbreyta vangoldnu útsvari og aðstöðugjaldi vegna áranna sem lögin ná til. Hreppsráð leggur til að Biskupstungnahreppur verði aðili að þessu máli. Tíma- og kostnaðaráætlun fyrir aðalskipulag Biskupstungnahrepps 1998 - 2010. Lagt er til að Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.