Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 28

Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 28
Ur bókinni Sigurður Greipsson og Haukadalsskólinn (Birt með leyfi H.S.K. og höfundar.) Uppvaxtarár. Sigurður Greipsson fæddist í Haukadal 22. ágúst 1897. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Greipur Sigurðsson og Katrín Guðmundsdóttir sem fyrr er getið. Sigurður var síðasta barnið í systkinahópnum í Haukadal, en alls voru þau átta er á legg komust. Má því nærri geta að glaðvært hefur verið á æskuheimili hans og þótt systkinin færu síðar að heiman flestöll, voru systkinaböndin alltaf sterk. Ketill, bróðir Sigurðar, var elstur, orðinn 15 ára er Sigurður fæddist. Systur hans sex voru þá enn í foreldragarði, en árið 1901 er þess getið að þá hafi verið níu manns í heimili í Haukadal. Af bamæsku Sigurðar fara litlar sögur, en hann var orðinn 10 ára gamall árið 1907 þegar fræðslulögin voru sett. Þá var ekki um annað að ræða en farkennslu fyrstu árin, en það var ekki fyrr en að 20 árum liðnum að heimavistarbamaskóli Biskupstungnamanna reis að Reykholti. Þrátt fyrir þetta skólaleysi má ætla að Sigurður hafi fengið eins góða bamaskólafræðslu og þá var um að ræða. Einn fyrsti kennari hans hefur verið Þorsteinn Finnbogason sem ættaður var úr Landsveit, og var síðar mágur hans. Þorsteinn átti frumkvæði að stofnun Ungmennafélags Biskupstungna á sumardaginn fyrsta árið 1908 en mun eftir þetta ár hafa farið suður og var þar lengst bóndi í Fossvogi. Þorsteinn var greindur maður og mikill bókasafnari og ánafnaði Arnessýslu hluta bóka sinna. Er ekki að efa að Þosteinn hefur haft mikil áhrif á hinn unga svein í Haukadal.16 Ymislegt fleira hefur mótað sveininn. Sigurður minntist þess sjálfur í blaðaviðtali við Guðmund skáld Daníelsson að fyrsta endurminning sín sé frá komu dönsku stúdentanna til íslands árið 1900. Þá hefur hann ekki verið nema þriggja ára en að Geysi komu þeir í ágústmánuði. „Þeir komu hingað til að kynnast landi og þjóð og til að skoða Geysi. Mér þótti fallegt að sjá danska fánann blakta, hvíta krossinn á rauða feldinum. Og svo heyrði ég í kvöldkyrrðinni sönginn og húrrahrópin í stúdentunum.“17 Næsta æskuminning Sigurðar er bundin glímunni. Hinrik A. Þórðarson frá Utverkum hefur skráð þessar endurminningar en þá var Sigurður sex eða sjö ára en nokkrir ferðamenn voru komnir að Haukadal: „Þar var í förinni Þorgrímur Jónsson söðlasmiður frá Skipholti, kenndur síðar við Laugames í Reykjavík. Einn allsnjallasti glímumaður sem þá varuppi. Hafði hann tekið með sér fangbróður sinn, Erlend Erlendsson frá Miklaholti í Biskupstungum. Hann var afburðasnjall glímumaður og stóð Þorgrími lítið að baki í þeirri íþrótt. Fólkið beið eftir gosi, en eins og oft áður gat biðin orðið löng því Geysir tekur ekkert tillit til áhorfenda sinna. Og er alveg sama hvort þeir bíða lengur eða skemur, svo fyrir kemur að biðin er til einskis. Nú var það svo á þessum tíma að engin skemmtun eða samkoma þótti góð nema þar væri glíma... Þar sem þessir glímusnillingar biðu eftir gosi, kom þeim saman um að nota tímann og taka eina glímuæfingu. Þeir völdu sér grasblett í nánd við hverinn. Ekki höfðu þeir glímubelti eins og nú tíðkast en tóku buxnatök og glíman hófst. Drengur, sex-sjö ára gamall, situr þögull á steini og undrast leikni þessara manna. Hann hefur aldrei séð slíkt fyrr. Erlendur kemur úr háu mjaðmarbragði, fer afturyfir sig og kemur standandi niður. Þeir koma alltaf niður á fætuma úr hábrögðum. Mjúkir eins og kettir að leik. Og sveinninn ungi sem horfir á staðfestir með sjálfum sér að þannig vill hann verða og þannig skal hann verða með aldri og þroska. Um leið var ákveðin lífsbraut eins mesta íþróttafrömuðar sinnar samtíðar.18 Svo kom sjálfur Friðrik 8. Danakonungur til íslands, sumarið 1907. Miklar framkvæmdir vom þá í Arnessýslu til að greiða för konungs um merkisstaði sýslunnar. Vegir voru lagðir og brýr byggðar vegna skoðunarferðar konungs að Gullfossi og Geysi og þótti Þorsteinn á Vatnsleysu og Sigurður í Lýðháskólanum á Voss íNoregi 1919-1920. Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.