Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 18
Heislugæsla í hundrað ár Ræða, Jóns Eiríkssonar í Vorsabæ, við opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Laugarási laugardaginn 21. júní 1997. Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir, alþingismenn, ráðuneytisfólk, stjórn og starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar, sveitarstjórnarmenn, verktakar og aðrir byggingarmenn og aðrir gestir. I dag er hátíð í uppsveitum Ámessýslu, þegar við fögnum því, að tekin er í notkun ný og glæsileg heilsugæslustöð. Það eru tímamót og ástæða til að staldra við og líta yfir farinn veg. Nú eru rúmlega 100 ár síðan þessar sveitir fengu sérstakan lækni, og eru margar vörður á þeirri leið í sögu heilbrigðisþjónustunnar. Hef ég tekið að mér að rekja mig eftir þeim vörðum, eftir því sem heimildir liggja fyrir um, en bókaðar fundargerðir oddvitanefndar hreppanna og reikningar eru til frá árinu 1935. Þá er Helgi Ágústsson, sem var oddviti Hrunamannahrepps og og formaður oddvitanefndarinnar 1921-1931 heimildarmaður minn og víðar hef ég leitað fanga. Upphaf sérstakrar læknisþjónustu hér í uppsveitunum má rekja allt til ársins 1896, þegar Magnús Ásgeirsson var hinn 3. september settur aukalæknir í aukalæknishéraði í Ámessýslu og sat á Miðengi í Grímsnesi, en læknishéraðið taldi þá sömu hreppa og nú að viðbættum Þingvallahreppi. Læknishéraðið var svo formlega stofnað með lögum 13. október 1899 og hét þá Grímsneshérað, enda hafði þá læknirinn setið í Grímsnesi. Héraðið náði yfir sömu sex hreppa og nú, - það er Grímsness,- Laugardals- Biskupstungna- Hrunamanna- Gnúpverja- og Skeiðahreppa, ásamt Grafningi og Þingvallasveit um tíma. Nafni héraðsins er svo breytt árið 1944 í Laugaráshérað. Fyrsti héraðslæknirinn var Skúli Ámason og var hann settur í embætti 6. apríl árið 1900. Þegar Skúli læknir kom til starfa árið 1900 var engin aðstaða fyrir hann í héraðinu. Sat hann fyrsta árið á Kópsvatni í Hrunamannahreppi, hjá tengdaföður sínum, og þjónaði héraðinu þaðan. Skúli læknir tók svo jörðina Skálholt á leigu og bjó þar stórbúi, - en 21. maí 1921 fékk hann lausn frá embætti. Nú var sveitarstjómum vandi á höndum, en þeim bar að sjá lækninum fyrir embættisbústað. Oddvitar komu saman árið 1921 til að athuga um kaup á jörð og kusu sérstaka framkvæmdanefnd, þá Pál Stefánsson oddvita Gnúpverjahrepps, sr. Eirík Stefánsson oddvita Biskupstungnahrepps og Helga Ágústson oddvita Hmnamannahrepps og var Helgi kosinn formaður nefndarinnar. Þá vildi svo heppilega til að jörðin Laugarás í Biskupstungum reyndist föl og keyptu hreppamir hana árið 1922 af Guðmundi Þorsteinssyni, á 11 þúsund krónur. Guðmundur fékk síðar bakþanka af sölunni hafði verið bent á hve jarðhitinn væri mikils virði og vildi rifta kaupunum. En það gekk ekki og afsali er þinglýst 16. desember 1924. Litli - Bergþór 18 ------------------------- Það var mikið happ fyrir héraðið að jörðin fékkst keypt og verður framkvæmdanefndinni seint fullþakkað. Jörðin er um 300 ha. að stærð og liggur miðsvæðis í læknishéraðinu. Landið er frjósamt en síðast en ekki síst má nefna hinn mikla jarðhita á hverasvæðinu undir Laugarásnum. En nú vantaði læknisbústað. Helgi fékk boð frá Magnúsi Jónssyni ráðherra og prófessor um að héraðið gæti fengið keypt hús sem byggt var við Geysi vegna komu Kristjáns konungs X árið 1921 og tóku hreppamir boðinu. Húsið var jámklætt að utan en panelklætt að innan. Magnús ráðherra lét rífa húsið, en Helgi fékk Tungnamenn til að flytja það í Laugarás. Var það flutt á útmánuðum, lentu þeir í rigningatíð og panellinn blotnaði. Jóhann Guðmundsson á Iðu reisti svo húsið vorið 1923 uppi á Laugarásnum á brekkubrúninni, en Oskar Einarsson fyrsti læknirinn í Laugarási sat í Birtingaholti einn vetur á meðan á byggingu hússins stóð. Þegar húsið var komið upp og panellinn hafði þomað reyndist það svo gisið, að varla var líft í því. Þá var gripið til þess ráðs, að jarðhitinn var beislaður og er þessi læknisbústaður eitt fyrsta húsið á Suðurlandi, sem hitað er upp með jarðhita. Það var Jón Erlendsson frá Sturlu-Reykjum sem steypti kringum einn hverinn og lagði einfalda gufuleiðslu upp í húsið, en ofna smíðaði hann úr sléttu járni og lóðaði. Gufan var einnig notuð til eldunar. Verkfræðingur var Benedikt Gröndal. Heildarverð hússins var 26 þúsund krónur, og virðist ekki annar styrkur hafa komið frá ríkinu en húsið frá Geysi, metið á 8 þúsund krónur. Gufuofnarnir reyndust illa og vom þeir fjarlægðir á áliðnu hausti 1926 og komið á hringrásarkerfi með venjulegum ofnum. En gufan var notuð til eldunar fram á 5. áratuginn. Þetta er sagan um fyrsta læknisbústaðinn í Laugarási og hef ég verið nokkuð langorður um hann. En ég hélt að ykkur þætti fróðlegt að heyra um þá erfiðleika, sem við var að etja á þessum tíma. Þessi fyrsti læknisbústaður reyndist illa, eins og áður segir, læknirinn kvartaði yfir húsinu og viðhaldskostnaður var mikill. Því ákváðu oddvitar á fundi 25. mars 1938 að bjóða út byggingu nýs læknisbústaðar. Lægsta tilboð átti Jón Guðmundsson, krónur 22.500,- með hitalögn. Var því tekið og húsið reis það sama ár hér uppi á Laugarásnum. Ríkisstyrkur fékkst 1/3 eða 8 þúsund krónur. Hús þetta stendur enn og er nú íbúð hjúkrunarforstjóra og afleysinga íbúð, en hefur verið endurbyggt. Næsti áfangi og sá þriðji í framkvæmdasögu læknishéraðsins er bygging læknisbústaðar og lækningaálmu niður undir Hvítá á árunum 1963-1965 - og er nú verið að leggja lækningaálmuna niður sem

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.