Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 23
„Býr á Fossi bóndi og smalinn“ Guðmundur Eiríksson hinn Höf. með Krapa sinn. sauðglöggi. Eftir Jón Sigurðsson, Skollagróf. Jón Guðmundsson bóndi á Fjalli í Skeiðahreppi kom að máli við mig á s. I. ári ogfór þess á leit við mig að ég skrifaði þátt um Guðmund hinn ríka, sem jafnan var kenndur við Haukadal í Biskupstungum. Ekki nennti ég aðfærast undan þessu verki, því að málið er mér að nokkru skylt, þar sem ég er einn fjölmargra afkomenda hans. Guðmundur þessi Eiríksson var langafi móður minnar, Helgu Eiríksdóttur húsfreyju í Stekk í Garðahreppi. Hún varfœdd 1. október 1879 að Kjarnholtum í Biskupstungum. Guðmundur var strax á barnsaldri þjóðsagnapersóna sakir fjárgleggni sinnar, sem var svo langt ofan við meðallag. Endafœr enginn á sig þjóðsagnablœinn án þess að skera sig úr fjöldanum. Snemma í desembermánuði s. I. sendi Jón á Fjalli mér það sem hann hafði við að að sér varðandi þennan þátt, og kann ég honum bestu þakkirfyrir. Hér segir frá Guðmundi Eiríkssyni, sem oftlega var nefndur hinn fjárglöggi. Hann fæddist 21. nóvember 1791 að Álfsstöðum á Skeiðum. Faðir hans var Einkur Jónsson bóndi á Álfsstöðum, sonur Jóns bónda á Vorsabæ Sigmundssonar á Ofeigsstöðum, en móðir hans var Ingveldur Jónsdóttir bónda á Bimustöðum á Skeiðum Valdasonar bónda á Fljótshólum og Súluholti í Flóa Eiríkssonar bónda á Vatnsenda, einnig í Flóa. Guðmundur hóf búskap að Helgastöðum í Biskupstungum á vordögum 1817. Kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir, fædd 7.maí 1797 að Ósabakka á Skeiðum. Faðir hennar var Jón Magnússon, fæddur 1765 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Guðbjörg var því af hinni fjölmennu og þekktu Hörgsholtsætt. Jón bjó fyrst á Ósabakka, þaðan færði hann sig að Helgastöðum, sem er aðeins ein drjúglöng bæjarleið. en síðast býr hann í Hörgsholti. Máltækið segir: „Seint grær um oft hreyfðan stein.“ Þetta kom mér í hug þegar mér varð Ijóst hve oft þau Guðmundur og Guðbjörg höfðu bústaðaskipti. Ekki virðist það samt hafa komið stórlega niður á afkomu þeirra hjóna því hann er strax á fyrstu búskaparárum sínum á Fossi búinn að fá viðumefnið „hinn ríki“ og hélt því æ síðan. Eins og fyrr greinir hefja þau búskap vorið 1817 að Helgastöðum. Strax vorið eftir flytja þau að Fossi í Hrunamannahrepp, og em þar næstu átján árin, eða til vorsl836. Þá færa þau sig að Hjálmholti í Flóa. Næsta ár, sem er fardagaárið 1837-1838, em þau í einskonar húsmennsku að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Næstu þrjú ár þar á eftir, 1838-1841, búa þau að Spóastöðum í Biskupstungum en 1841-1842 að Bryggju í sömu sveit, ári síðar eru þau komin að Haukadal, sem einnig er í Biskupstungum. Skollagróf, 7. janúar 1996, Jón Sigurðsson. Þegar þau setjast að í Haukadal er Guðmundur á 52. aldursári en Guðbjörg 45 ára. Á fyrsta búskaparári þeirra þar byggja þau kirkju þá, sem er stofn þeirrar er stendur enn. Frá fardögum 1842 til jafnlengdar 1854 búa þau í Haukadal, eða tólf ár. Þá taka þau sig upp og stefna vestur yfir Mosfellsheiði og setjast að í Miðdal í Mosfellssveit. Fljótlega eftir að þau setjast að í Miðdal, sem er áttunda býlið á þeirra búskaparferli, fer dóttir þeirra Guðbjörg, sem fædd var 1836, og hennar eiginmaður Guðmundur Einarsson, sem fæddist 1829, að búa með þeim á hinum nýju slóðum. Guðmundur þessi var a. m. k. síðasta árið, sem Guðmundur Eiríksson bjó í Haukadal, vinnumaður þar. Þess vegna liggur beinast við að ætla að þau hafi kynnst þar. Þessi yngri hjón hafa efalítið tekið við aðal umsvifum í búskapnum fljótlega eftir að þangað kom, því eldri húsfreyjan deyr 18. júlí 1850. Þá er sambúð þeirra Guðmundar Eiríkssonar og Guðbjargar Jónsdóttur búin að vara í 43 ár. Guðmundur lifði nær því sex ár eftir lát konu sinnar, því hann deyr 14. maí 1866 og er þá orðinn tæpra 75 ára gamall. Guðmundur hafði ekki verið mikill fyrir mann að sjá, heldur smár og grannvaxinn en léttur í lund og góðgjam en samt ekki nema rétt í meðallagi greindur. Guðbjörg kona hans var sköruleg og greind vel. Dugleg og fjölhæf til verka bæði utanbæjar og innan. Talin var hún fremri bónda sínum að verklagni og dugnaði. Hann var þó verkfús og fljótur til. En segja má að fjármennskan væri hans „fag“. Enda má fullyrða að hver og einn þættist góður, sem nálgaðist það að koma tám sínum í nánd við hælspor hans á því sviði. Eins og fram kemur í inngangsorðum þessarar ritgerðar var hann strax á bamsaldri þekktur fyrir sína skörpu fjárgleggni. Þannig myndast um hann Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.