Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 24
„Býr á Fossi bóndi og smalinn“ Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi. þjóðsagnakenndar frásagnir á þessu sviði. Gottsveinn Jónsson, bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi, oft nefndur Þjófa-Gosi, þótti blendinn í lund og knappur að frómleik. Sagði hann þennan dreng, og var þá haldinn ölvímu, þess vegna gætti hann minna orða sinna: „Það er strákskratti að alast upp á Skeiðunum, sem er svo fjárglöggur að hann þekkir lömbin innan í ánum.“ Orð gamla Gosa eru auðskilin því að vonum eru þeir, sem orðaðir eru við sauðaþjófnað, lítið hrifnir af þeim fjárglöggu. Guðmundur var einnig talinn afburða góður fjármaður, þannig mönnum búnast betur. Það er e. t. v. komin skýringin á því hve snemma á búskaparferli sínum hann fékk nafnbótina „hinn ríki“. Góð fjármennska er enn í dag æskilegur eiginleiki, en fyrr á tíð frumskilyrði, til góðrar og traustrar afkomu. Einnig hefur það stuðlað að öruggri afkomu þessara hjóna að þrátt fyrir þeirra búferlaflutninga þá bjuggu þau að stærstum hluta á þremur afbragðs góðum fjárjörðum, Fossi, Haukadal og Miðdal í Mosfellsveit. Vegna sinnar frábæru fjármennsku mun hann ávallt hafa sjálfur gætt hjarðar sinnar, en alsiða var að ýmsir stærri bændur stóluðu á sína „beitarhúsamenn“. Slíkt datt Guðmundi aldrei í hug, enda er æði ósennilegt að hann hafi nokkru sinni haft þann vinnumann á sínu búi, sem hafi nálgast að að vera jafningi hans á sviði fjármennskunnar. Þegar Guðmundur var þriggja ára missti hann Eirík, föður sinn. Vegna þeirra báginda hefur hann sennilega fóstrast upp að mestu leyti hjá frændfólki sínu á Álfsstöðum og Fjalli. Ófeigur Vigfússon „ríki“ á Fjalli tók við búi af föður sínum, en þeir voru þremenningar að skyldleika Guðmundur og Ófeigur. Langafi þeirra var Sigurmundur bóndi á Ófeigsstöðum í Gnúpverjahreppi. Þeir voru nær því jafnaldrar, Guðmundur fæddur 1791 en Ófeigur ári fyrr. Snemma beygist krókurinn að því sem verða vill, segir máltækið. Þegar þeir léku sér saman í túnbrekku að búi sínu heima á Fjalli sá Ófeigur um heyin en Guðmundur annaðist féð. Þegar til alvörunnar kom var Ófeigur einn allra mesti heyjabóndi á Suðurlandi, en Guðmundur varð með fjárflestu bændum hér syðra og mjög farsæll í sínum búskap. Þeir voru sem drengir mjög miklir mátar þau ár, sem þeir voru samtíða á Fjalli, bæði í leik og starfi, Báðir urðu þeir mjög vel efnum búnir og höfðingjar heim að sækja. Veturinn 1801-1802 hafði verið mjög harður og m. a. snjóþungur með langvarandi jarðbönnum. Til aðgreiningar frá öðrum vægari vetrum var hann nefndur Langijökull. Vegna heyskorts og harðræðis féll þennan vetur margt af fénaði, bæði sauðfé og hross. Þessi fimbulvetur linaði varla sín váglegu tök fyrr en kom fram undir miðjan júní. Þegar leið á veturinn gripu ýmsir til þeirra örþrifaráða að farga hluta fjárstofnsins til að létta á knöppum heyjaforða. Einn þeirra bænda, sem þær leiðir fór, var Vigfús bóndi á Fjalli, faðir Ófeigs. Hann brá á það ráð að farga helmingnum af gemlingum sínum einhvern tímann á fyrri hluta einmánaðar. Fljótlega átti að farga hinum hópnum. Þetta vissi Ófeigur og mátti ekki til þess hugsa að þeir færu í „spað“ eins og fyrri hópurinn. Hann fær því Guðmund frænda sinn með sér til að ganga um vallendisbrekkur, sem liggja hátt í sunnanverðu Vörðufelli, til að huga að hvort þar muni finnast einhverjar snapir fyrir hina „dauðadæmdu“ gemlinga. Ætla má að Ófeigur hafi ekki þurft að eggja Guðmund lengi til þessarar hagaleitar svo vikalipur og brekkusækinn sem hann reyndist síðar sem bóndi og smali. Fjall á Skeiðum með suðurhlíð Vörðufells í baksýn. (Ijósm Jón Eir.) Eftir því sem sagnir greina var ákveðið að farga seinni hópnum af gemlingum Vigfúsar á Fjalli þriðjudaginn næstan eftir páska, en að þessu sinni bar páskadagana upp á 18. ogl9. apríl. Sagt er að þeir drengimir hafi farið að kanna brekkumar annan páskadag þegar fullorðna fólkið hóf sína kirkjugöngu fram að Ólafsvöllum. I brekkunum upp og austur af bænum á Fjalli fundu þeir aðeins auga í Alfsstaðir á Skeiðum með austuðhlíð Vörðufells í baksýn. (Ijósm Jóti Eir.) Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.