Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 30
Landgræðslufélagið
Starfsemi Landgræðslufélags
Biskupstungna 1997.
Nú er komið haust og verkefnum við landgræðslu
lokið þetta árið. Þá er að setjast niður og skipuleggja
hvað verður gert næsta starfsár. Þetta ár hefur mikið
verið gert á vegum félagsins sem ekki er allt farið að sjást
ennþá.
Landgrœðslugirðing og sáning.
Starfsemi félagsins þetta starfsár hófst eiginlega
með því að stjóm félagsins vildi leita á ný mið. Rætt var
við Landgræðsluna um að taka fyrir svæði fyrir ofan
afréttargirðinguna. Landgræðslustjóri tók vel í þetta og
þegar svar kom frá honum vildi hann taka fyrir allt
svæðið fyrir sunnan Sandá og niður að afréttargirðingu
og sá í það allt á 4 árum. Þetta var nokkuð stór biti en
við í stjóminni ákváðum að slá til. Landgræðslufélagið
sá um að undirbúa samningsgerðina, hélt meðal annars
fund með aðilum sem nýta afréttinn til sauðfjárbeitar.
Gerður var samningur milli landráðenda,
Landgræðslufélagsins og Landgræðslunnar um
uppgræðslu þessa landsvæðis. Það á að nýta til fjárbeitar
þegar þar að kemur. Verkefnið ætlar Landgræðslan að
kosta af fé sem ríkisstjómin varði til landgræðslu og
skógræktar til að minnka koltvísyring í lofti, svokölluðu
C02 verkefni. A átján til tuttugu stöðum eru svona
verkefni nú, í gangi, á vegum Landgræðslunnar og er
þetta það stærsta. Landgræðslan tók að sér að girða
svæðið með fjárheldri rafgirðingu, en umferð sauðfjár er
beint í rennu meðfram Haukadalsheiðargirðingunni til að
það komist óhindrað niður í Hólahaga. Framkvæmdum
við uppgræðsluna á að vera lokið að mestu árið 2000, svo
vel verður að halda áfram til að árangur náist. Stefnt er
að því að hleypa sauðfé inn á norðurhluta svæðisins
síðsumars 2001 og þá verða gerðar áætlanir um nýtingu á
hinum hluta þess.
Framkvæmdir hófust í júní. Borið var á
austurkantinn, þar sem er einna mest stórgrýtið, með
flugvél. Famar voru 3 ferðir með landgræðsluflugvélinni
með áburð og fræ. Þá fóru nokkrir bændur hér í sveit á
dráttarvélum sínum með áburðardreifara og dreifðu 36
tonnum af áburði og 4,5 tonnum af fræi á svæði við
Pokakerlingu og á nyrsta hluta svæðisins. Þetta hafðist
af á einum degi. Þá var farið með sérsmíðaðan slóða á
sáningarnar til að auka líkur á spímn fræsins. Þetta var
gert í 2 daga en náðist ekki að slóðadraga allar
sáningamar. Enda vom sumir hlutar þeirra erfiðir
yfirferðar. Seinnipart sumars var svo byrjað að girða
svæðið og hafðist það skömmu fyrir fjallferð.
Starfsmenn landgræðslunnar gerðu það. Verkið sóttisl
seint vegna erfiðra aðstæðna. Landið var blautt og grýtt
svo mikið þurfti að jafna undir girðinguna með jarðýtu.
Girt var rafmagnsgirðing sem liggur vestur frá
pípuhliðinu á afréttargirðingunni. Girðingin beygir svo í
norðurátt í grennd við Stapa og liggur með
Haukadaldsheiðargirðingunni að flugvellinum við Sandá.
Þar liggur hún aftur í austurátt og endar í Hvítá aðeins
neðan við þar sem Sandá rennur í hana. Maður á vegum
Landgræðslunnar sáði svo með sáðvél í kringum flest
rofabörðin á svæðinu og einning var plantað um 1500
plöntum af lúpínu. I haust var farið með sáðvél á svæðið
og sáð lúpínu og grasi í nokkuð stór svæði.
Landgræðslustjóri áætlar að búið sé að leggja um 9
milljónir í þetta verkefni á árinu. Ekki er búið að gefa út
endanlega áætlun um aðgerðir á næstu árum en hún er í
vinnslu hjá Landgræðslunni. Sjálfsagt verður haldið
áfram af enn meiri krafti næsta ár.
Eins og undanfarin 3 ár var farið með traktora og
áburðardreifara inn fyrir Sandá og borið á
uppgræðslumar þar. Þetta var gert 24. júní. Þangað var
komið með 30 tonn af Móða 1 áburði í stórsekkjum.
Meirihlutinn, 24 tonn, fór á uppgræðsluna við Sandá og 6
tonn á svæðið kringum sæluhúsið í Fremstaveri. Þessi
ábuður er kostaður af Landgræðslunni,
Raflagnir - Viðgerðir
Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki
almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að
Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna.
Fljót og góð vinna.
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Heimasími 486-8845
Verkstæði sími 486-8984
Bílasími 853-7101
Litli - Bergþór 30