Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 31
Biskupstungnahreppi og sauðfjárbændum. Landgræðslan
greiðir styrk út á dreifinguna, sem skipt er á milli þeirra
sem vinna verkið. Átta traktorar voru á svæðinu þennan
dag og 10 manns fyrir utan flutningabílana og bílstjóra
þeirra. En þeir Róbert á Brún og Jóhannes á Brekku hafa
flutt fyrir okkur áburðinn. Þeir hafa átt þátt í því hve vel
hefur gegið að skipuleggja þetta verkefni. Dreifingin
gekk vel þetta árið eins og undanfarin ár. Það hefur
enginn kvartað við mig yfir þessu fyrirkomulagi og menn
verið tilbúnir að eyða einum degi í þetta. Það verður
líklega reynt að halda áfram með sama hætti meðan
áhugi er fyrir hendi.
Við Árbúðir er verið að græða upp og hefur
Landgræðslan útvegað áburð og fræ til verksins en
Landgræðslufélagið séð um drefinguna. Þetta árið fékkst
smá aukning á áburði því svæðið sem verið er að græða
upp er alltaf að stækka. Það verður að fylgja þeim
árangri, sem náðst hefur á þessu svæði, vel eftir.
Sérstaklega því sem unglingavinnan gerði í fyrra sumar.
Þau létu ónýtt hey í bakka á rofabörðum. Eiríkur í
Gýgjarhólskoti hefur farið innúr með áburðardreifara
undanfarin ár. Hann dreifði áburði og fræi á melana og
við börðin í grennd við Árbúðir 22. júní í sumar. Það
voru 3,2 tonn af áburði sem dreift var og eitthvað af
beringspuntsfræi.
Borið var á í Skálholtstunguna eins og undanfarin
ár en þar þarf að fara að skoða hvort þöf sé á að halda
áfram aðgerðum.
I Rótamannagili var borið á eins og hefur verið gert
undanfarin ár. I haust var farið þangað með beltagröfu
og brotnar niður brúnir á rofabörðum eins og gert var
fyrir tveimur árum. Nú er búið að gera fláa á mikinn
hluta rofabarðanna innan girðingarinnar. Það sem gert
var fyrir 2 árum virðist vera á góðri leið með að gróa
upp.
Annað nýtt verkefni sem farið var að tala um á
síðasta ári komst í verk á árinu. Það er verkefnið „Tvær
Reiðleiðir á Kili“. í vor fékkst vilyrði um styrk til
verkefnisins frá Ferðamálaráði og fengum við 150.000
þaðan til að fjármagna verkefnið. Styrkurinn dugði fyrir
Slóði Lcmdgrœðslufélagsins, sem hannaður var og
smíðaður á Iðu og Spóastöðum.
miklum hluta af kostnaði vegna verkefnisins. Gefið var
út kort af afréttinum innan við Hvítá og merktar inná það
tvær reiðleiðir frá Hvítárbrú að Hveravöllum. Amór
Karlsson samdi leiðarlýsingar sem prentaðar vom á
bakhlið kortsins. Ásborg ferðamálafulltrúi hjálpaði
okkur mikið við að koma þessu í kring. Gerð vom skilti
til að merkja reiðleið frá Árbúðum til Hveravalla. Hún
liggur upp með Svartá, austan við Kjalfell og vestan við
Rjúpnafell. Þaðan beint í norður og á veginn. Skiltin
voru sett upp nú í sumar. Ráðist var í þetta verkefni til
að reyna að dreifa þeirri gífurlegu hestaumferð sem er
yfir Kjöl á hverju sumri. Nú fer hún nær öll sömu leiðina
og er það mikið álag á gróðurinn á leiðinni.
Eins og sjá má á þessari upptalningu hefur verið
nóg að starfa á vegum félagsins. Þetta hefur allt gengið
upp því allir sem til hefur verið leitað hafa verið mjög
viljugir að vinna að landgræðslumálum. Vil ég þakka
öllum þeim sem hafa lagt til hönd við verkefni á vegum
félagsins. Vonadi ber þetta starf mikinn og góðan
„ávöxt“.
Arnheiður Þórðardóttir,
ritari Landgræðslufélags Bisk.
r
LEIF & ÆVAR
Hársnyrtistofa
Leifs og Ævars
Austurvegi 21 Selfossi,
^ ~ ~ mán.-miðv. 9-18,^
Opið: fimmtud. 9-20,
Opið: föstud.9-19,
og laugard. 9-14.
V______________ _____________J
sírni 482-1455
fax 482-2898
y
Litli - Bergþór 31