Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 11

Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 11
Landspítalans í Reykjavík. Einnig starfaði ég mestan hluta námsára minna í Dómkirkjunni í Reykjavík, sem kirkjuvörður og meðhjálpari í afleysingum. Auk þess sá ég alfarið um barnastarf Dómkirkjunnar ásamt eiginkonu minni í þrjú og hálft ár. Ég lauk embættisprófi í guðfræði í febrúarmánuði árið 1991. Að prófi loknu fór ég í lögbundna starfsþjálfun, fyrst hjá prófastinum í Kjalamesprófastsdæmi, en síðan hjá prófastinum í Árnesprófastsdæmi. Þann 12. maí 1991 var ég vígður til prests í Dómkirkjunni og tók eftir það við embætti sóknarprests í Skagastrandar- prestakalli. Því embætti hef ég gegnt síðan. Auk þess að gegna alhliða prestsþjónustu, hef ég kennt þýsku við Grunnskólann á Skagaströnd. Einnig hef ég annast námskeið fyrir fullorðna um sorg og sorgarviðbrögð á vegum Farskóla Norðurlands vestra, með sérstakri áherslu á hvemig hjálpa megi bömum og unglingum í sorg þeirra. Nú, svo hef ég setið í ýmsum nefndum þessi ár mín hér fyrir norðan eins og gengur. Varðandi safnaðarstarfið á Skagaströnd, hef ég reynt að halda uppi öflugu bamastarfi, einnig staðið fyrir samverustundum með unglingum, bæna- og kyrrðarstundum, þar sem beðið er fyrir þeim sem eiga í vanda, haft samveru- og helgistundir með öldruðum, einnig staðið fyrir biblíulestmm og umræðum um trúmál. Auk þess hef ég lagt áherslu á að vanda til alls helgihalds, svo fólk megi finna í kirkjunni helgi og innri frið. L.-B: Enfjölskyldurhagir? Egill: Eiginkona mín er Ólafía Sigurjónsdóttir hjúkmnarfræðingur og starfar hún á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd. Hún er dóttir hjónanna Jóhönnu Sveinsdóttur og Sigurjóns Guðbergssonar, málarameistara í Reykjavík. Hún hefur fylgt mér fast eftir í starfi mínu og stutt mig á allan hátt, enda hefur hún mikinn áhuga á málefnum kirkjunnar. Við eigum tvö börn, þau Sóleyju Lindu, sem fædd er árið 1989 og Hallgrím Davíð, sem fæddur er árið 1993. L.-B: Að lokum, hvernig leggst nýja prestsembœttið íþig? Egill: Það leggst mjög vel í mig. Það sem mér er efst í huga nú er þakklæti fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og ég hlakka mikið til að koma suður og takast á við ný verkefni. Suðurland er líka mín heima byggð. Ég minnist þess að ég var á fundi í Skálholti í janúar síðast liðnum. í fundarhléi varð mér litið út um gluggann þar sem janúarsólin skein við sjóndeildarhring, og varð að orði við félaga mína, að allt væri nú fallegast hér á Suðurlandi. Þá hvarflaði ekki að mér, að innan árs yrði ég kjörinn prestur í Skálholti. En þessi sex ár hér fyrir norðan hafa verið mér góður og lærdómsríkur tími og ég er þakklátur fyrir að hafa átt þessi ár á Norðurlandi. Ég tel mikilvægt að sóknarpresturinn rækti tengsl við það fólk, sem hann er kjörinn til að þjóna, jafnt unga sem aldna. Ég legg því mikla áherslu á að gefa fólki góðan tíma. Þjónusta við Guð er þjónusta við menn, og þjónusta við menn er þjónusta við Guð. Það verður aldrei aðskilið. Ég legg lrka áherslu á góð tengsl við samstarfsfólk mitt í kirkjunni, t.d. kirkjukórana og aðra þá er taka þátt í að halda uppi safnaðarstarfinu. Auk þess tel ég afar mikilvægt að tengjast starfi grunnskólans í prestakallinu, og eiga gott samstarf við þá, sem þar starfa og tengja þannig kirkjulegt barna- og unglingastarf skólanum. Litli-Bergþór þakkar séra Agli kærlega fyrir spjallið og býður hinn nýja prest Biskupstungnamanna velkominn í sveitina og óskar honum velfarnaðar í starfi. G.S. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.