Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 21
Heislugæsla í hundrað ár..frh Heilbrigðisráðherra byrjar að grafafyrir nýrri heilsu- gœslustöð að viðstöddum Axel Arnasyni, stjórnarformanni, ogfleirum. svo samninginn 12. maí 1995 með því að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð. Framkvæmdir hófust þá um vorið en verða ekki raktar hér, það munu aðrir gera. Læknar í héraðinu hafa verið: Skúli Ámason frá apríl 1900 - desember 1921 Óskar Einarsson frá feb 1922 - maí 1925 Sigmundur Sigurðsson frá júní 1925 - maí 1932 Ólafur Einarsson frá júní 1932 - apríl 1947 Knútur Kristinsson frá júlí 1947 - júní 1955 Kjartan Ámason frá sept. 1955 - nóv. 1955 Þorgils Benediktsson - des. 1955 Jón G. Hallgrímsson frá jan.1956 - sept. 1957 Grímur Jónsson frá sept. 1957 -mars 1967 Konráð Sigurðsson frá mars 1967 - apnl 1982, en hann fék ársleyfi á tímabilinu til náms í heimilislækningum. Guðmundur B. Jóhannsson frá okt. 1972 - júlí 1983, en hann fékk leyfi samtals í 4 ár m.a. til náms í röntgen- lækningum. Kristján Steinsson frá ágúst 1975 - ágúst 1977 Pétur Skarphéðinsson frájúlí 1983 Gylfi Haraldsson fráokt. 1984. Þeir em báðir starfandi heilsugæslulæknar við stöðina. Þá hafa komið til starfa fjöldi staðgengla og afleysingalækna, en nöfn þeirra verða ekki rakin hér. Störf læknanna í héraðinu voru enginn dans á rósum hér áður fyrr, sérstaklega voru ferðalögin erfið fyrstu áratugina. Læknishéraðið var stórt, vegir voru hér engir og læknirinn varð að fara ríðandi allt fram undir 1940 að bílfært varð í Laugarás. Stórfljótið Hvítá skipti læknishéraðinu í tvennt og varð læknir að fara yfir ána á ferjustöðunum hjá Iðu eða Auðsholti þegar hann þurfti að fara í vitjanir fram á Skeið eða austur í Hreppa. Brúin á Hvítá hjá Iðu kom loksins árið 1957. Erfitt var um öflun neysluvatns en hiti var nægur frá hverunum. Smám saman rættist þó úr. Húsakostur batnaði, Sogsrafmagn kom 1956. Sameiginleg kaldavatnsveita komst á 1964 og hitaveita í ársbyrjun árið 1965. Síminn lá áður niður Grímsnes og varð að fara gegnum margar símstöðvar fyrir hreppana sunnan og austan Hvítár um opna símalínu. Læknisbústaðurinn fær þó einkalínu í Aratungu árið 1968 og komið er á þráðlausu radíósambandi við Selfoss 1974. Árið 1979 kemur svo sjálfvirki síminn og úr því fullomin símstöð og ferðasímar lækna og annars starfsfólks. Vegirnir bötnuðu og aðalleiðir voru lagðar bundnu slitlagi. Síðast var Skálholtsvegur byggður upp og lagður slitlagi á árunum 1995-1996 og var að því mikil samgöngubót. Læknirinn í héraðinu starfaði einn allt til 1968 að hjúkrunarkonan kom til starfa. Læknirinn skaffaði einnig lyf. Ríkið borgaði honum laun og hann fékk þóknun fyrir læknisverk samkvæmt gjaldskrá. Læknamir ráku jafnframt búskap á jörðinni Laugarási, síðast Ólafur Einarsson til ársins 1946. Ólafur var mikill áhugamaður um skógrækt. Hann fékk leiguland hjá hreppunum, eigendum jarðarinnar og plantaði þar trjám. Er nú þarna á landi hans undir Laugarásnum fallegur skógarlundur með vöxtulegum trjám. Ólafur var brautryðjandi í ræktun Alaskaaspar í Laugarási og miðlaði öðrum stiklingum. Er nú stærsti asparskógur landsins hér í Laugarási. Hreppunum bar að sjá lækninum fyrir embættisbústað, sem var hvoru tveggja íbúð og til móttöku sjúklinga. Þetta var þeim erfitt eins og sjá má í bókum oddvitanefndarinnar og hér hefur verið rakið að nokkru. Fram eftir öllu voru krepputímar og engir peningar til. Læknirinn borgaði leigu eftir hús og jörð. Hreppamir borguðu ákveðið tillag á hvem íbúa og svo fleytti héraðið sér áfram með lánum, sem lentu á hreppunum að lokum. Þetta lagaðist þó með tíð og tíma. Árið 1940 greip oddvitanefndin til þess ráðs að fara að leigja út lönd og hita hér í Laugarási til að afla héraðinu tekna, en þá voru menn farnir að sjá, hvílíkir möguleikar byggju í jarðhitanum. Landið hér í kvosinni var ræst fram og skipulagt, nýir bændur komu, gróðurhús risu og sameiginlegri vatnsveitu og hitaveitu komið á. Nú er hér blómlegt byggðahverfi, þar sem er mikil matjurta- blóma og trjárækt og hefur héraðið haft verulegar tekjur af leigu eftir land og hita, sem gengið hafa til reksturs og uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar. Formenn oddvitanefndarinnar hafa verið: Helgi Ágústson frá Birtingaholti oddviti Hrunamannahr. 1921 - 1931 Sr. Guðmundur Einarsson, Mosfelli oddviti Grímsneshr. 1931 - 1943 Eiríkur Jónsson oddviti, Vorsabæ, Skeiðahreppi 1943 - 1951 Stefán Diðriksson oddiviti, Minni-Borg, Grímsneshr. 1956- 1959. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.