Litli Bergþór - 01.12.1997, Side 29
Sigurði mikið til koma: „Það voru ruddir vegir um alla
byggðina. Svo voru reist hér tvö stórhýsi skammt frá
Geysi, annað handa fjörutíu dönskum ríkisþingmönnum,
hitt handa kóngi. Hér voru um 1000 hestar geymdir um
nóttina. Eg var á hnotskógi alls staðar, ungur drengur
forvitinn, að horfa með undrun á þessa dýrð, ekki síst
hvemig kóngurinn leit út“.19
Mikill áhrifavaldur í uppvexti Sigurðar hefur verið
séra Magnús Helgason frá Birtingaholti, prestur að
Torfastöðum 1884-1905. Séra Magnús skírði einmitt
Sigurð 5. september 1897 og nærri má geta að hann hefur
ekki látið þetta efnilega skímarbarn sitt athyglislaust.
Séra Magnús sameinaði það tvennt að predika, svo ræðan
nánast hitti hvern mann. Svo var hann mikill
alþýðufræðari sem sést á því að hann var valinn fyrsti
skólastjóri Kennaraskóla Islands. Eftirtektarverður er
áhugi Sigurðar Greipssonar og afburðaþekking á
íslenskum fornsögum, en þetta var einnig hjartans mál
séra Magnúsar Helgasonar. En alltof fljótt missti
Sigurður af þessum mikla kennimanni og
uppeldisfrömuði.
Æskuárin liðu hratt en snemma er Sigurðar getið
fyrir glímukunnáttu. Agætir glímumenn voru hvarvetna í
hans nágrenni og nefnir hann Erlend Erlendsson frá
Miklaholti fremstan í sinni sveit. En Ingvar
Guðmundsson frá Gýgjarhóli mótaði einnig glímuna
innan sveitar. Þá mátti nefna frændur hans
Laugarbræður, þá Jón og Sigurð. Hann leit og upp til
Guðmundar Guðmundssonar á Eyrarbakka, síðar í Höfn
á Selfossi, og Guðmundar Erlendssonar á Núpi í
Fljótshlíð. Sjálfur segist hann hafa verið byrjaður að
glíma 10 ára gamall og fékk oft margar og miklar
skrokkskjóður. Þeir sem unnu að byggingu
konungshúsanna hér og við brúargerð á Tungufljóti, þeir
höfðu glímuæfingar á kvöldin eftir vinnu. Ég tók þátt í
þeim, glímdi við fullvaxna menn þegar færi gafst.
Stundum voru samkomur hér við Geysi, þá var glímt.
Um helgar fórum við oft langar leiðir til að mætast til
glímuiðkana.20
Tilvísanir og heimildir.
16. Guðríður Þórarinsdóttir: „Ungmennafélag
Biskupstungna Inn tilfjalla III1966, bls. 56.
17. GuðmundurDaníelsson: „Verkefnin eru
sígild“, Verkamenn ívíngarði. Rvk. 1962, bls. 171-172.
18. HinrikA. Þórðarson: „Sigurður Greipsson
glímukappi “, Afglímu, 4. tbl. apríl 1988.
19. Guðmundur Daníelsson: Verkamenn í víngarði,
bls. 172.
20. Sama heimild, bls. 172-173.
BÓK DESSl ER TIL SÖLU HJÁ FORMANNI YMF. BISK.
/ ________
Agœtu Tungnamenn!
Hjá okkur fæst flest sem þarf til jólanna.
Gleðilegjól ogfarsælt
komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Bjarnabúð Brautarhóli
sími 486-8999 fax 486-8997
Litli - Bergþór 29