Litli Bergþór - 01.12.1997, Side 19
heilsugæslustöð. Húsið
kostaði 3,3 miljónir króna
og borgaði ríkið 2/3
byggingarkostnaðar.
Læknirinn hafði starfað
einn í héraðinu hér til ársins
1968 að hjúkrunarkona er
ráðin til starfa og borgaði
ríkið 2/3 af launum hennar.
Og nú verða þáttaskil á
næstu árum í bættu húsnæði
og aukinni þjónustu.
Fólki hafði fjölgað í
héraðinu, fastir íbúar orðnir
2100-2200, þéttbýliskjami
kominn við Búrfell,
skólabær orðinn á
Laugarvatni og vaxandi
ferðamannastraumur.
Aðstoðarlæknar fengust
um tíma en ekkert húsnæði var til fyrir þá.
Héraðslæknirinn lýsti því, að hann treysti sér ekki lengur
til að þjóna héraðinu áfram, nema til kæmi annar læknir.
Oddvitar voru á einu máli um að halda
heilbrigðisþjónustu áfram í héraðinu, en þá höfðu komið
fram tillögur um að sameina það Selfosshéraði.
Samþykktu þeir á fundi 15. nóvember 1970, að leita til
þingmanna, ráðuneytis og Alþingis um eftirfarandi
úrbætur:
1. Að stofnuð verði læknamiðstöð í Laugarási, þar sem
starfi tveir læknar og hjúkrunarkona.
2. Byggð verði íbúð fyrir lækni þann, sem þá kæmi til
starfa og fyrir hjúkrunarkonuna.
3. Lækningaálman verði stækkuð.
Allt gekk þetta eftir og vom undirtektir ráðuneytis og
Alþingis góðar.
Eggert Þorsteinsson, þáverandi heilbrigðisráðherra,
ákvað með bréfi dagsettu 18. febrúar 1971 að stofnuð
skyldi læknamiðstöð í Laugarási, ein sú fyrsta á landinu.
Fjárveitingar fengust með tíð og tíma og byggingamar
risu á ámnum 1971-1972. Voru það vandaður
læknisbústaður og lækningaálma var lengd.
Byggingakostnaður varð 8,6 miljónir og þótti dýrt en
ríkið borgaði 2/3 byggingarkostnaðar að síðustu.
A árinu 1972 var því komin læknamiðstöð í Laugarási,
þar sem störfuðu tveir læknar og hjúkrunarkona.
En nú verða mikil umskipti í heilbrigðisþjónustu í
landinu, sem líkja má við byltingu þegar
heilsugæslustöðvar eru stofnaðar með lögunum frá 16.
apríl 1973.
Með lögunum eru gerðar meiri kröfur um
heilbrigðisþjónustu, en ríkið tekur lfka á sig meiri skyldur
um greiðslu kostnaðar. Auk læknislaunanna eru nú laun
hjúkrunarkvenna og ljósmæðra greidd að fullu úr
ríkissjóði, kostnaður við byggingu og búnað
heilsugæslustöðva greiðir ríkið 85% en sveitarfélögin 15
% - og einnig gilda sömu hlutföll um byggingu
íbúarhúsnæðis lækna,
hjúkrunarkvenna og
ljósmæðra utan
Reykjavíkursvæðisins og
Akureyrar og teljast hluti
stöðvanna.
Annan kostnað skyldu
sveitarfélögin greiða, þar
með allan reksturskostnað.
Með lögunum frá 1973
er gert ráð fyrir stofnun
heilsugæslustöðvar H-2
stöð í Laugarási en sá
hængur var á, að með
bráðabirðaákvæði var
stöðin sett á biðlista sem
slík. Þetta kom þó ekki að
sök, því að í reynd fékk
stöðin full réttindi frá því
lögin tóku gildi 1. janúar
1974.
Nú fékk heilsugæslustöðin í Laugarási sérstaka stjóm,
sem var þannig skipuð, að oddvitanefndin kaus 3
stjórnarmenn en starfsfólkið 2. Stjómin skipti með sér
verkum.
Rekstur læknisbústaðar, síðar læknamiðstöðvar og
jarðarinnar Laugaráss hafði til þessa verið í einum potti
en nú var farið að reka heilsugæslustöðina sem sjálfstæða
stofnun með sérstakan fjárhag.
Eins og áður segir skyldu sveitarfélögin greiða
reksturskostnað heilsugæslustöðva önnur en laun lækna,
hjúkmnarkvenna og ljósmæðra, og hélst sú skipan þar til
rfkið yfirtók rekstur þeirra árið 1990.
Tekjur heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási vom
aðallega framlög hreppanna og má geta þess að árið 1974
vom þau 700 krónur á íbúa en 15 % hærri í
Biskupstungnahreppi. Aðrar tekjur vom húsaleiga lækna
og annars starfsfólks og svo sértekjur, sérstaklega eftir að
rannsóknarstofan komst á.
Ný og endurskoðuð lög um heilbrigðisþjónustu vom
samþykkt á Alþingi 20. mái 1978 og tóku þá strax gildi.
Nú fékk heilsugæslustöðin í Laugarási lögformlega stöðu
og heilsugæslusel var stofnað á Laugarvatni.
Kostnaðarhlutfall hélst óbreytt, en við bættist, að nú
skyldi viðhaldskostnaður fasteigna og tækja greiðast að
jöfnu af hvorum aðila, rfki og sveitarfélögum.
Stofnun heilsugæslustöðvar og meiri þátttaka ríkisins
létti reksturinn mikið og gaf möguleika á aukinni
þjónustu og framkvæmdum.
Hjúkrunarkonan hafði verið búsett hér í
Laugaráshverfi, en þegar hún sagði starfi sínu lausu
skapaðist vandræðaástand vegna húsnæðisleysis.
Hreppamir höfðu keypt gamla læknisbústaðinn uppi á
Laugarásnum og leigt út, en nú varð að ráði að
heilsugæslustöðin keypti hann til að gera þar íbúð fyrir
hjúkrunarkonuna.
Húsið var endurbyggt á árunum 1975-1976 og borgaði
Stjórn Heilsugœslustöðvarinnar, oddvitanefnd 1978.
Sitjandi: Daníel Guðmundsson, Hrun., Jón Eiríksson,
Skeiðum, Steinþór Ingvarsson, Gnúp. Standandi: Gísli
Einarsson, Bisk., Asmundur Eiríkssom. Grímsnesi, og
Þórir Þorgeirsson, Laug.
Litli - Bergþór 19