Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 25

Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 25
„Býr á Fossi bóndi og smalinn“ Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi. frerann, enda liggja brekkur þessar mjög vel við sól og fjallið tekur úr fyrir hááttamæðingi. Hjá þeim vaknaði von um að þar leyndist bjargræðisvottur fyrir gemlingana, sem annars áttu aðeins vísan hálsskurð og huslun. Fyrr nefndur þriðjudagur snerist til minni þrauta en við var búist. í stað þess að leiða gemlingana á blóðvöll var þeim þokað, með aðstoð drengjanna, upp í brekkumar þar sem snapavon var. Þama björguðust þeir, þó varð að moka ofan af fyrir þá að hluta til fyrst í stað. Þeir Ofeigur og Guðmundur gættu þeirra að deginum, en ráku þá heim til hýsingar á kvöldin. Eftir því sem sagnir greina tókst svo vel til að þessir gemlingar lifðu allir fyrir hugkvæmni og úrræðasemi þessara ungu drengja, sem voru 11 og 12 ára, þegar atburður þessi gerðist. Þó þetta styðjist eingöngu við munnmæli þarf, að mínu viti, ekki svo mjög að efast um sannleiksgildið. Þetta hlaut að vera mjög eftirminnilegt eftir svo stórfellt fellisvor sem hér um ræðir. Þá má öllum ljóst vera að í svo ströngu fellisári munu þessi úrræði drengjanna þótt vel þess virði að halda þeim svo á lofti að þau gleymdust trauðla, enda tókst það vel Ungur nam ég þessa frásögn, glögga og greinilega. Þó fæddist ég ekki fyrr en 120 áram eftir að atburður þessi gerðist. Eg vil hér víkja nánar að nokkrum atriðum varðandi hina frábæru fjárgleggni Guðmundar. Ef hann rakst á kindaspor, ný eða nýlega gengin í moldarflögum, þar sem hann var í kindaleit, taldi hann sig þekkja klaufaspor sumra sinna kinda. Vísast er að margur leggi lítinn trúnað á slfkt. Margan hefi ég líka vitað afskrifa það með öllu að hann hafi getað þekkt ullarreyfi af ýmsum sínum kindum, bara af áferð reyfisins, ef út sneri togið. Þessa gleggni tek ég góða og gilda, einfaldlega af því að mér er hún töm og tæk. Á þessum árum voru lömb frá prestinum fóðmð á bæjum í sveitinni, eitt á hveijum bæ, og vom þau kölluð prestslömb. Eitt vorið hverfur prestslambið í Haukadal, og var talið líklegt að það hefði farist. Seinna um vorið er Guðmundur á ferð suður á Tjamarheiði og sér þar ullarlagð við götuna. Hann tekur lagðinn upp og þefar af honum og segir um leið: „Ekki er prestslambið dautt, því hér er af því lagðurinn." Einhvem tíman á þeim ámm, sem Guðmundur bjó á Fossi, kom hann snemma hausts að heimafjárrétt á Laugum, sem er bær tveimur bæjarleiðum sunnar en Foss. Fossbóndinn fór að sjálfsögðu að huga að fénu í réttinni, því það vom víst ekki taktar hans að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara. Heimafólk, sem í réttinni var, skoðaði þar fallegan dilk, kollóttan ómarkaðan, og dáfymdi hve þetta væri falleg gimbur. Guðmundur virðir fyrir sér þennan fallega dilk, en segir svo án þess að handleika umrætt lamb. „Skrýtið er það gimbur með geldings augu. Já, skrýtið er það gimbrarpontan með geldings augu.“ Stélponta er eitt af allmörgum skringilyrðum, sem lifa í sögum eftir Guðmund, þó ég tíni ekki fleiri til í þennan þátt. Þegar farið var að handleika lambið betur reyndist þetta vera vorgeldingur með ósnert eyru, sem var í hæsta máta fágæt meðhöndlun. Ekki er víst að þessi forfaðir minn hafi séð það á augnabragði einu og sér að þama væri ekki um gimbur að ræða, þó hann tæki svo til orða. Líklegra er að hann hafi frekar greint það á höfuðlagi lambsins að þar færi sauðsefni. Guðmundur var allar stundir að sýsla við fé, þessvegna gat lamb þetta hafa borið fyrir augu hans áður en hann sá það í Laugaréttinni. Meira að segja gat það áður verið búið að koma í að rekstri heima hjá honum á Fossi. Hvað sem um það hefur verið reyndist þetta geldingur en ekki gimbur þó eymamarkið vantaði. Til þess að hin mikla sauðgleggni, sem Guðmundur bjó yfir, nýttist og þróaðist eðlilega þurfti hann að búa yfir mjög næmri fjarsýni, sem hann gerði. Frá Haukadal. BISK-VERK C ) Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþj ónusta Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8782 Skúli Sveinsson................. 486 8982 Bflasími 853 5391 Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.