Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1997, Blaðsíða 9
Prestshjónin Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Óli í „ baðstojunni “ á Torfastöðum haustið 1961. í þriðja sinn á öldinni hefur nú verið valinn sóknarprestur hér í sveit. Um síðustu aldamót var séra Magnús Helgason prestur í Torfastaðaprestakalli, og gegndi hann því embætti frá 1884-1904. Samkvæmt prestatali í Inn til fjalla IILbindi er ekki fastaprestur á Torfastöðum frá 1904 til fardaga 1906. Prestakallinu þjónuðu þá séra Stefán Stephensen, sem var þá hættur prestsskap á Mosfelli og mun hafa verið til heimils í Laugardalshólum, séra Kjartan Helgason í Hruna og séra Ólafur Briem á Stóra-Núpi. Eiríkur Þ. Stefánsson vígðist til Torfastaða 1906 og var þar sóknarprestur til 1955. I upphafi prestskapar hans var Skálholtssókn ekki í prestakallinu en var sameinuð því árið 1925. Nafni þess var breytt 1952 og nefnt Skálholtsprestakall. Undirárslok 1954 er prestakallið auglýst laust til umsóknar. Um það sækja tveir nýútskrifaðir guðfræðingar; Guðmundur Óli Ólafsson og Sigurður Haukur Guðjónsson. Þeir predikuðu á kirkjunum og kynntu sig fyrir sóknarbömunum. Töluverður áhugi varð fyrir pretskosningunni og létu margir sig hana töluverðu skipta. Lýður á Gýgjarhóli sagði t. d. frá því að hann hefði einhverju sinni hugsað svo mikið um kosningamar, þegar hann var að gefa ánum, að hann ruglaðist í að telja knippin, sem hann bar fram á garðann. Eitthvað mun hafa verið um að utanaðkomandi menn reyndu að hafa áhrif á kosninguna með bréfaskriftum til sóknarbama. Var talið að það hefði ekki haft tilætluð áhrif. Kosningin fór fram 13. mars, og vom 255 á kjörskrá. Guðmundur hlaut 107 atkvæði en Sigurður 74 en auðir og ógildir seðlar voru 4. Guðmundur var svo vígður í júní 1955, og hefur hann gegnt embættinu síðan. Hann fékk lausn frá embætti frá lokum nóvember sl. Embættið var auglýst í septemberlok með umsóknarfresti til 1 .nóvember. Samkvæmt nokkurra ára gömlum lögum eiga nú aðal- og varamenn í sóknarnefndum að kjósa prest. Safnaðarfundir höfðu ekki verið í nokkur ár í Bræðratungu- og Torfastaðasóknum, og voru þeir haldnir síðla í október. Að þeim loknum voru til staðar 24 kjörmenn úr sóknunum fjómm. Þeir em (formenn taldir fyrst en síðan aðrir aðalmenn): Bræðratungusókn: Sveinn Skúlason í Bræðratungu Margrét Baldursdóttir á Króki Guðrún Hárlaugsdóttir í Borgarholti Kjartan Sveinsson í Bræðratungu Hjalti Ragnarsson í Ásakoti Svavar Á. Sveinsson á Drumboddsstöðum. Haukadalssókn: Arnheiður Þórðardóttir í Gýgjarhólskoti Guðrún Lára Ágústsdóttir í Brattholti Þórey Jónasdóttir í Haukadal Valur Lýðsson á Gýgjarhóli Sigríður Jónsdóttir í Gýgjarhólskoti Eyvindur Magnús Jónasson á Kjóastöðum. Torfastaðasókn: Bjarni Kristinsson á Brautarhóli Brynjar Sigurðsson á Heiði Arnór Karlsson í Amarholti Guðrún Sigurrós Paulsen í Austurhlíð Guðrún Sveinsdóttir á Hábrún Egill Jónasson í Holtakotum. Skálholtssókn: Þorfinnur Þórarinsson á Spóastöðum Signý B. Guðmundsdóttir í Skálholti Gylfi Haraldsson í Launrétt Hólmfríður Bjamadóttir í Skálholti Toril Malmo á Helgastöðum Ingólfur Guðnason í Engi. Fjórir sóttu um pretsembættið; séra Axel Ámason, sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli, séra Baldur Kristjánsson, biskupsritari, séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skagastrandarprestkalli, og séra Hörður Þorkell Ásbjömsson í Reykjavík. Þrír þeir fyrst töldu heimsóttu alla kjörmenn og komu til fundar með þeim í Skálholtsskóla, þar sem þeir gerðu grein fyrir sér og við horfum sínum og svöruðu spumingum kjörmanna. Kosning fór fram á sama stað 13. nóvember undir stjóm séra Sváfnis Sveinbjamarsonar, prófasts í Rangárvallasýslu. Egill var kosinn lögmætri kosningu, og hlaut hann atkvæði helmings kjörmanna. Baldur hlaut 10 atkvæði og Axel 2. Egill mun taka við embættinu í ársbyrjun 1998, en séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, og séra Kristján Valur Ingólfsson, rektor, gegna því í desember. A. K. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.