Litli Bergþór - 01.12.1998, Page 7
Hreppsnefndarfréttir
Kynnt bréf Sigurlaugar Angantýsdóttur 29. 7.
1998 til Vegagerðar um umbætur á veginum í gegnum
Laugarás með tilliti til umferðaröryggis.
Bréf félagsmálaráðuneytisins, dreifibréf til allra
sveitarfélaga um álagningu fasteignagjalda á gististaði.
Kynnt og starfsfólki falið að samræma álagningu
gististaða.
Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Mál höfðaði
Hrefna Markan Harðardóttir Einholti I, Bisk. gegn
Biskupstungnahreppi þar sem henni var synjað um
kennarastöðu við Reykholtsskóla 1997. Dómurinn
hljóðaði upp á að Biskupstungnahreppur greiði henni 900
þús. í bætur auk vaxta frá stefnubirtingardegi, þar að auki
250 þús. í málskostnað. Oddvita falið að kanna og meta
framhald málsins í samráði við lögfræðing Sambands ísl.
sveitarfélaga.
Firmakeppni Loga. Formaður hreppsráðs ákvað að
taka þátt í keppninni fyrir hönd Sundlaugar,
Farfuglaheimilis, Aratungu og Biskupstungnahrepps.
Aratunga hlaut bikar í keppninni til varðveislu næsta
árið.
Erindi frá umferðaröryggisfulltrúa Suðurlands þar
sem hann óskar eftir að við bönnum lausagöngu búfjár á
vegum og huga að skyldum hreppsfélagsins í þessu efni.
Akveðið að vísa málinu til samgöngunefndar.
Lögð fram frumáætlun að virkjun Hrútár, erindi
frá Gunnari Hafsteinssyni rafvirkjameistara. Hreppsráði
finnst hugmyndin áhugaverð en mælir með að
hugmyndin verði unnin áfram og þá í samræmi við
skipulag svæðisins. Hreppsráð minnir á að hugsanlegar
framkvæmdir eru á viðkvæmu svæði og því beri að hafa
fyllstu aðgát.
Hreppsnefndarfundur 11. ágúst 1998.
Tillaga Páls Skúlasonar um sameiningarmál.
Páll dró tillögu sína til baka og lagði fram aðra tillögu
svohljóðandi:
Hreppsnefnd samþykkir að sœkja fund að Flúðwn
þann 3. september tilfrekari viðræðna um sameiningu
þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í
kosningunum 27. júní 1998. Hreppsnefnd telur, að þar
eð sameining var samþykkt með miklum meirihluta í 4
hreppum: Biskupstungnahreppi, Hrunamannahreppi,
Laugardalshreppi og Þingvallahreppi sé eðlilegt
framhald að þessir hreppar taki upp viðræður um
sameiningu nú á haustmánuðum með það að markmiði
að unnt verði að kjósa um sameiningu þeirra samhliða
Alþingiskosningum nœsta vor. Tillagan var felld með sex
atkvæðum gegn einu.
Bjarni Kristinsson og Pétur Skarphéðinsson voru
kosnir fulltrúar í bókasafnsnefnd.
Osk um stuðning vegna heimsóknar danskra
skólabarna til Reykholtsskóla. Sveinn A. Sæland og Páll
Skúlason viku af fundi vegna tengsla við málið.
Hreppsnefnd samþykkti fjárveitinguna en vænti þess að
kostnaði verði haldið í lágmarki.
Erindi Sigurlaugar Angantýsdóttur varðandi
vegamál í Biskupstungum, götulýsingu og leikvöll í
Laugarási er vísað til hreppsráðs.
Hreppsráðsfundur 8. september 1998.
Tillaga að gjaldskrá fyrir leikskólann 1998-1999:
Fyrir vistun alla 5 daga vikunnar:
kl. 9-17 kr. 20.500 á mánuði
kl. 9-12 kr. 7.700
kl. 9-13 kr. 12.500
kl. 13-17 kr. 10.100
Fyrir vistun 3 daga vikunnar:
kl. 9-17 kr. 13.400
kl. 9-13 kr. 7.700
kl. 9-12 kr. 4.600
kl. 13-17 kr. 6.300
Systkinaafsláttur og afsláttur fyrir einstæða foreldra
verður 25%. Ef dagur verður lengdur til 17:30 þarf að
breyta gjaldskrá samsvarandi því. Hreppsráð staðfestir
þessa gjaldskrá auk þess verður heimilt að koma með
bömin 8:40 að morgni og vera lengur á daginn en greitt
verður kr. 130,- fyrir hvern fjórðung sem bam er lengur
en getið er um í gjaldskrá seinni part dags.
Umsókn Vegagerðar um framkvæmdaleyfi á
uppbyggingu vegar með bundnu slitlagi frá Úthlíð að
Múla (Laugarvatnsvegar) nr. 37 og töku á efni til
verksins. Leyfið afgreitt.
Kaupsamningur vegna Norðurbrúnar, þar sem
Svanhildur Eiríksdóttir og Gísli G. Guðmunsson selja
Bergrósu Gísladóttur og Hermanni Guðmundssyni.
Hreppsráð leggur til að neyta ekki forkaupsréttar.
Bréf frá Landgræðslu ríkisins. Þar sem farið er
fram á samstarf um forðagæslu og eftirlit með beitarálagi
vegna breyttra laga um búfjáreftirlit þar sem skýrt er
kveðið á um að búfjáreftirlitsmaður skal einnig fygljast
með beitilandi í byggð á starfssvæði sínu. Oddvita falið
að kynna málið fyrir forðagæslumönnum.
Tillaga vegna vegamála í Biskupstungum, kannað
er hvort hreppsfélagið taki að sér framkvæmd á
uppbyggingu og viðhaldi safnvega. Hreppsráð telur að
best sé að framkvæmd sé í höndum Vegagerðar en
ákörðun um framkvæmdir og framkvæmdaröð sé í
höndum hreppsnefndar eins og verið hefur en ástæða er
til að fyrir hendi séu skýrar reglur um framkvæmd
heflunar og snjómoksturs.
Um götulýsingu í Laugarási. Á fjárhagsáætlun er
ætluð 1 milljón í götulýsingu en komið hefur tilboð í að
setja götulýsingu á Skúlagötu og Ásholtsveg
(Dunkabraut) fyrir 1,25 milljónir. Hreppsráð samþykkir
að því tilboði verði tekið.
Um leikvöll í Laugarási. Þar sem lagt er til að
rekstraraðilar tjaldstæða í Laugarási leggi til viðhald á
leiktækjum og leikvelli. Hreppsráð telur það eðlilegt svo
framarlega sem tjaldsvæði verði samþykkt á væntanlegu
deiliskipulagi.
Samningur milli Svæðisvinnumiðlunar
Suðurlands og Biskupstungnahrepps þar sem ákveðið er
Litli - Bergþór 7