Litli Bergþór - 01.12.1998, Page 8

Litli Bergþór - 01.12.1998, Page 8
Hrepp snefndarfréttir að Biskupstungnahreppur sjái um atvinnuleysisskráningu en Svæðsvinnumiðlun um vinnumiðlunarþáttinn. Hreppsráð samþykkir samninginn. Bréf náttúruverndar ríkisins þar sem forstjóra er falið að kanna við Biskupstungnahrepp hvort grundvöllur sé fyrir yfirtöku hreppsins á umsjón og rekstri friðlandsins við Gullfoss. Hreppsráð samþykkir að ganga til þessara viðræðna. Borist hefur umsögn skipulagsnefndar miðhálendis íslands um athugasemdir við skipulagstillögu miðhálendisins upp á 33 blaðsíður. Umsögnin er til kynningar á skrifstofu oddvita. Afgreiðslu vísað til hreppsnefndar. Hreppsráð stefnir að því að frá og með áramótum sjái skrifstofa Biskupstungnahrepps um útreikning launa kennara og álagningu fasteignagjalda. Kostnaður 1997 v/álagningar fasteignagj. 175.745,- v/útreikninga kennaralauna 69.120,-. Hreppsráð gerir að tillögu sinni að kennurum verði greiddar 100 þús. kr. á ári miðað við fullt starf, greitt verði 1/2 í des, 1/2 í maí. Þetta á við um kennara sem ekki búa í húsnæði á vegum Biskupstungnahrepps. Bensínstyrkur fellur þar með niður. Hreppsráðsfundur 15. september. Sigurlaug Angantýsdóttir sat fundinn í stað Margeirs Ingólfssonar. 1 mál á dagskrá, ráðning sveitarstjóra. Margeir sat ekki þennan fund vegna tengsla við umsækjanda um sveitarstjórastarfið. Auglýst hafði verið í dagblöðum. Alls bárust 34 umsóknir. Hreppsráð valdi 6 umsækjendur til frekari skoðunar, reynt var að kanna þeirra feril og í framhaldi af því voru þeir kallaðir í viðtal. Þessir sex voru: Guðmundur Kr. Jónsson Vallholti 38, Selfossi. Ragnar S. Ragnarsson Ásvallagötu 46, Reykjavík. Ásborg Amþórsdóttir Kistuholti 17, Biskupstungum. Björn Nielsson Birtingakvísl 64, Reykjavík. Björn Hermannsson Arbakka 1, Laugabakka, Miðfirði. Gylfi Þ. Gíslason frá Kjarnholtum, Bisk. Við nám í Skotlandi. Eftir ítarlegan samanburð og viðtöl ákveður hreppsráð að gera tillögu um að Ragnar Sær Ragnarsson, Ásvallagötu 46, Reykjavík verði ráðinn sveitarstjóri í Biskupstungum. Hreppsnefndarfundur 15. september 1998. Tillögur komu frá Öglu Snorradóttur, svohljóðandi: „Eg legg til að oddvita verði falið að kanna þá möguleika að taka allt húsið sem leikskólinn er íþ.e. „skápurinn“ og íbúðin við hliðina á, til afnotafyrir leikskólann. I þeirri könnun felist kostnaður sveitatfélagsins við rekstur hússins, kostnaður við 6 valdir en 28 óvaldir. breytingar sem henta leikskólarekstri og möguleika leikskólans á nýtingu plássins. Viðkomandi tillögur verði lagðar fyrir hreppsnefnd fyrir áramót til umrœðu. “ Tillögurnar voru samþykktar. Viðbótarskýring um kaupauka kennara: Miðað við 100 þús. eingreiðslu á ári verði greidd fyrir hlutastörf í réttu hlutfalli við kennslumagn. Leiðbeinendur njóta ekki þessarar eingreiðslu. Desembergreiðsla greiðist fyrir ágúst - des. og maígreiðsla jan. -júlí. Kosning 3 fulltrúa á aðalfund SASS. Ákveðið er að Sveinn Sæland, Margeir Ingólfsson og Margrét Baldursdóttir verði fulltrúar hreppsnefndar á aðalfundinum. Erindi Snæbjarnar Magnússonar Iðufelli. Hreppsnefnd ákveður að leigja Snæbirni Magnússyni viðbótarland. Kynnt var staða mála vegna aðalskipulags í Biskupstungum. Samþykkt var að koma á fót vinnuhóp um skipulagsmál í Reykholti og Laugarási og fela oddvita að skipa nefndarmenn á hvorum stað. Gjaldskrá húsaleigu aldraðra. Ákveðið er að hækka húsaleigu minni íbúða í kr. 5.000,- á mánuði og stærri íbúða í kr. 10.000,- á mánuði. Leigan verði endurskoðuð árlega og miðist við vísitölu neysluverðs. Gjaldskrá mötuneytis í Aratungu. Samþykkt var að hækka gjald vegna skólamáltíða grunnskólanema í kr. 180,- á máltíð. Ráðning sveitarstjóra. Hreppsnefnd staðfestir fundargerð hreppsráðs og samþykkir ráðningu Ragnars S. Ragnarssonar í starf sveitarstjóra með fimm samhljóða atkvæðum. Álagning fasteignagjalda vegna aldraðra og öryrkja. Ákveðið er að fella áfram niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði aldraðra en vísa umfjöllun um álagningu fasteignagjalda á öryrkja til hreppsráðs. Hreppsráðsfundur 6. okt.1998. Ragnar S. Ragnarsson sveitarstjóri var boðinn velkominn til starfa. Skýrsla samgöngunefndar um ástand girðinga með vegum sem eru með bundnu slitlagi í sveitinni. Þar kemur fram að víða er viðhaldi ekki sinnt sem skyldi. Því er beint til samgöngunefndar að ræða við Vegagerð um að klára gerð girðinga og hliða með vegum sem hafa bundið slitlag, og boða landeigendur til fundar í framhaldi af því og skipuleggja framhald verksins. Fundargerð fundar sveitarstjórnarfulltrúa v/ sameiningarviðræðna. Niðurstaða þessa fundar var eftirfarandi tillaga sem var samþykkt: Fundur sveitarstjórna Þingvalla, Laugardals, Biskupstungna og Hrunamannahrepps, sem samþykktu sameiningu í sameiningakosningum s.l.vor, haldinn á Flúðum 3. sept. 1998, lýsir fullum vilja á áframhaldandi viðræðum sem leiða munu til sameiningar á kjörtímabilinu. Ákveður fundurinn að næsti fundur verði haldinn fyrir lok mars- mánaðar 1999 og mun oddviti Biskupstungnahrepps Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.